Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 83
Veita ætti ungum hjúkrunarfræðingum sem starfa á lands-
byggðinni tækifæri til að fara í námsheimsóknir á stærri stofn-
anir þar sem þeir geta fylgst með reyndum hjúkrunarfræð -
ingum að störfum (Takase, 2013). Í inngangi kom fram að
vegna þess að landsbyggðarhjúkrunarfræðingar sinna færri
bráðatilvikum en hjúkrunarfræðingar í borg gæti sjálfstraust
minnkað og sömuleiðis efasemdir um eigin hæfni aukist (jones
o.fl., 2015). niðurstöður þessarar rannsóknar styðja ekki við
það. Skýringin gæti legið í háu hlutfalli viðbótarmenntunar og
háum starfsaldri landsbyggðarhjúkrunarfræðinga.
Ekki fundust rannsóknir á hæfni landsbyggðarhjúkrunar -
fræðinga á bráðamóttökum erlendis sem byggja á nSC mæli-
tækinu, en gerðar hafa verið rannsóknir á tveimur háskóla -
sjúkrahúsum í finnlandi auk bráðamóttöku Landspítala (Dóra
Björnsdóttir, 2015; Meretoja, Leino‐kilpi o.fl 2004; numminen,
Meretoja o.fl, 2013). Íslenskir hjúkrunarfræðingar telja sig betri
en þeir finnsku í öllum hæfniþáttunum þótt vissulega sé ekki
hægt að segja hvort um marktækan mun sé að ræða. hjúkrunar -
fræðingar þessarar rannsóknar meta heildarhæfni sína meiri
en bæði finnsku hjúkrunarfræðingarnir og þeir sem starfa á
bráðamóttöku Landspítala þótt ekki muni miklu á þátttak-
endum í þessari rannsókn og hjúkrunarfræðingum á bráða -
móttöku Landspítala.
Ástæður þess að hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni
meta hæfni sína meiri en þeir á Landspítala geta verið þær að
hlutfallslega fleiri hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa minni
en fimm ára starfsaldur samanborið við þá á landsbyggðinni
(38,2% vs 27,5%) og hlutfallslega færri hafa lokið viðbótarnámi
(27,6% vs 40,8%). Ein af ástæðum fyrir því að íslenskir hjúkr-
unarfræðingar gefa sér hærri einkunn en þeir finnsku gæti
legið í lengra námi á Íslandi. hér á landi er hjúkrunarnámið
240 ECTS einingar en 210 ECTS einingar í finnlandi (rå-
holmo.fl., 2010).
Bent hefur verið á, í fræðilegri umfjöllun um hæfnihug-
takið, að hæfni tengist alltaf menningarlegum viðmiðum og
gildismati. Einstaklingurinn skilgreinir eigin hæfni út frá ríkj-
andi gildum í þeim hóp sem hann tilheyrir (ragnhildur Bjarna-
dóttir, 2008). Þó að störf hjúkrunarfræðinga í finnlandi séu
mjög svipuð og á Íslandi má vera að íslenskir hjúkrunar -
fræðingar séu sjálfstæðari í störfum sínum eða að mismunur á
þessum tveimur samfélögum geri það að verkum að íslenskir
hjúkrunarfræðingar telja sig hæfari en þeir finnsku.
hjúkrunarfræðingarnir meta hæfni sína mesta í hæfniþætt-
inum stjórnun í aðstæðum. Það er í samræmi við að þetta eru
hjúkrunarfræðingar sem sinna slösuðum og bráðveikum sjúk-
lingum og því mikilvægt að þeir hafi þessa stjórn (Curtis o.fl.,
2009). Þeir meta hæfnina slakasta í tryggingu gæða. gæði í heil-
brigðisþjónustu eru mikilvæg en vel má vera að spurningarnar
í þeim þætti höfði ekki til almennra hjúkrunarfræðinga því að
vissulega er það á þeirra ábyrgð að gæði þjónustunnar séu mikil
til að tryggja fagmennsku í hjúkrun og öryggi sjúklinga. Þegar
horft er á einstök hæfniverkefni er athyglisvert að ekkert verk-
efni í hæfniþættinum kennslu- og leiðbeinandahlutverk er
meðal þeirra tíu sem þátttakendur meta sig hæfasta í né þeim
sem þeir framkvæma oftast. hinsvegar eru fimm og sex hæfni-
verkefni úr þessum þætti meðal þeirra tíu sem þeir meta hæfni
sína lakasta í og sem þeir framkvæma sjaldnast. Vissulega eru
mörg hæfniverkefni í þessum þætti, en sama má segja um
hæfniþáttinn starfshlutverk en þar raðast mun fleiri hæfniverk-
efni meðal efstu tíu en neðstu tíu. hæfniverkefni í kennslu- og
leiðbeinandahlutverk snúa talsvert að sjúklingafræðslu og sjúk-
lingnum og mikilvægt er að skoða hvort hjúkrunarfræðing-
arnir telji að þar megi bæta hæfni þeirra. jafnframt má kanna
betur hvort flokka eigi saman kennslu og leiðbeiningar til sjúk-
linga annarsvegar og til annarra hjúkrunarfræðinga og nem-
enda hinsvegar eins og gert er í nSC mælitækinu, og hvort
aðgreina megi betur stærri stofnanir og minni.
Takmarkanir
Styrkur rannsóknarinnar felst í því að þetta er sú fyrsta sem
gerð er á hjúkrunarfræðingum sem starfa við mótttöku slasaðra
og bráðveikra á landsbyggðinni. jafnframt að notast var við
mælitæki sem hefur verið þróað erlendis og staðfært á hjúkr-
unarfræðingum starfandi á bráðamótttöku Landspítala. Svör-
unin var 60% sem er viðunandi. Ekki er vitað hver svörun var
hjá mismunandi stofnunum vegna þess að ekki var hægt að afla
nákvæmra upplýsinga sökum fámennis þátttakenda. hinsvegar
var erfitt að velja og nálgast hjúkrunarfræðinga sem uppfylla
skilyrði rannsóknarinnar en skilgreindar bráðadeildir eru alls
ekki á öllum heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar. að mati
okkar var besti kosturinn valinn, sem var að leita til stjórnenda
á heilbrigðisstofnunum. Það er þó ekki gallalaust en eftir sam-
einingar stofnana á landsbyggðinni getur verið hætta á að fram-
kvæmdastjórar hafi lakari yfirsýn yfir störf almennra hjúkr -
unar fræðinga á smærri einingum. Þar treystu höfundar á að
framkvæmdastjórar hefðu leitað til viðeigandi aðila innan
stofn unar um upplýsingar. Þá má geta þess að „bráð veikindi
og slys“ var ekki skilgreint fyrir framkvæmdastjórum og fjöldi
þátttakenda gæti byggt á huglægu mati einstakra stjórnenda á
því um hvernig tilvik var að ræða.
Einn af göllum sjálfsmatslista er sú hætta að þátttakendur
svari spurningum í samræmi við hvernig þeir telja æskilegt sé
að svara þeim, en ekki út frá raunveruleikanum (Polit og Beck,
2012). Einnig má vera að athygli við svörun spurningalistans
haldist ekki allan tímann þegar hann felur í sér 73 spurningar.
Hagnýting rannsóknarniðurstaða
niðurstöður þessarar rannsóknar gefa skýra vísbendingu um
að endurmenntun og starfsreynsla hafi áhrif á hæfni hjúkrunar -
fræðinga sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni. Stjórn-
endur stofnana ættu því að gera hjúkrunarfræðingum fært að
sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa
mikla starfsreynslu.
Þakkir
Þakkir fá allir hjúkrunarfræðingarnir sem tóku þátt í þessari
rannsókn og hrund S. Thorsteinsson, katrín Blöndal, Þórdís
katrín Þorsteinsdóttir, Brynja ingadóttir, Dóra S. Björnsdóttir
og auðna Ágústsdóttir.
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 83