Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 87

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 87
meiri (Dar o.fl., 2014; Pooley o.fl., 2013; risler o.fl., 2015). rannsóknir hafa sýnt margs konar áhættu- og verndandi þætti sem hafa áhrif á viðbrögð fólks við sálrænu áfalli, s.s. fyrri reynslu viðkomandi af áföllum og alvarleika áfallsins (amer- ican Psychiatric association, 2013; Marchand o.fl., 2015). Þau sem upplifa fleiri en eina tegund áfalla virðast líklegri til að finna fyrir heilsufarsvandamálum af andlegum og líkamlegum toga en þau sem verða fyrir einu áfalli. Þarna hefur þó áhrif hversu alvarlegt áfallið er (Martin o.fl., 2013). Varnar- og úr- vinnsluhættir einstaklingsins fyrir áfallið geta haft áhrif á viðbrögð hans (Su og Chen, 2015) sem og streitustig hans fyrir áfallið (Corou o.fl., 2015). Trú, aðlögunarhæfni, hvað viðkom- andi telur vera mikilvægt, lífsfylling, jákvæðni og álag eru allt lykilþættir þegar kemur að viðbrögðum einstaklings við áfalli (abel o.fl., 2014). Viðbrögð frá umhverfi viðkomandi hafa ein- nig áhrif og félagslegur stuðningur er jákvæður, verndandi þáttur (american Psychiatric association, 2013; Marchand o.fl., 2015). upplifi einstaklingur mögulega skaðlega atburði getur það leitt til mikils ótta, hryllings eða hjálparleysis sem getur valdið skaðlegri streitu (e. traumatic stress) og jafnvel leitt til áfall- astreituröskunar (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) (Marchand o.fl., 2015) sem er ein alvarlegasta og mest haml- andi tegund streitu sem til er og hefur neikvæð áhrif á líkam- lega og andlega heilsu viðkomandi (Dar o.fl., 2014). Það er þó mikill minnihluti þeirra sem verður fyrir áfalli sem fær áfall- astreituröskun (PTSD) (kilpatrick o.fl., 2013) en konur eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að greinast með PTSD en karlar (Olff, 2017). rannsóknir í sál- og taugaónæmisfræði (e. psychoneuro- immunology) hafa leitt í ljós að streita og streituvaldandi at- burðir í lífi fólks geta haft mælanleg áhrif á taugafræðileg og ónæmisfræðileg viðbrögð líkamans (groer og McEwen, 2012; Menzies o.fl., 2013). Truflunin sem mikil streita eða áreiti veld - ur í samhæfingu varnarkerfa líkamans getur því haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu viðkomandi. Verði streitu- ástandið langvarandi geta þessi neikvæðu áhrif varað til lengri tíma og jafnvel haldist eftir að hættan er liðin hjá (Baldwin, 2013) líkt og ný íslensk rannsókn sýnir (Thordardottir o.fl., 2018). Sýnt hefur verið fram á sterk tengsl milli streitueinkenna og lífsgæða (karatzias o.fl., 2013). að upplifa líf sitt sem innihalds- ríkt er lykilatriði í velferð fullorðins fólks og getur haft jákvæð áhrif á aðlögunarhæfni viðkomandi gagnvart þeim áskorunum sem lífið býður upp á (Darling o.fl., 2012). aukinn þroski í kjölfar áfalls (e. post-traumatic growth) er jákvæð, sálfræðileg breyting sem á sér stað hjá einstaklingi eftir að hann hefur tekist á við mikla erfiðleika og áföll. Slík jákvæð breyting samanstendur meðal annars af því að fólk upp- lifir aukinn andlegan þroska, sér nýja möguleika í lífinu, metur lífið meira, upplifir meiri persónulegan styrk og betri tengsl við aðra (Calhoun og Tedeschi, 2014). rannsóknir hafa leitt í ljós að margir sem sýnt hafa einkenni áfallastreitu eftir áfall lýsa þessum víðtæku, jákvæðu breytingum á lífi sínu í kjölfarið, s.s. auknum persónulegum styrk, meiri ánægju í samböndum og jákvæðri breytingu á lífssýn. Viðkomandi einstaklingar koma einnig auga á nýja möguleika og finna fyrir jákvæðri and- legri breytingu (abel o.fl., 2014; de Castella og Simmonds, 2013; jin o.fl., 2014; Su og Chen, 2015; Taku o.fl., 2015). Við mat á meiri þroska eftir áfall er horft til allra þessara þátta (jin o.fl., 2014). rannsóknir benda til þess að ýmsir þættir geti haft áhrif á þróun þroska í kjölfar áfalla. Þau sem búa yfir sveigjanleika, þrautseigju og trú á sjálf sig eru líklegri til að ná meiri þroska þrátt fyrir að hafa upplifað alvarlega ógn eða mótlæti (Pooley o.fl., 2013; Silva o.fl., 2012). félagslegur stuðningur er mikil- vægur áhrifaþáttur (Bussel og naus, 2010; hasson-Ohayon o.fl, 2014; Silva o.fl., 2012; Yu o.fl., 2014) ásamt aðlögunarhæfni og jákvæðri úrvinnslu áfalla (Bussel og naus, 2010). Trú getur ein- nig verið áhrifaþáttur í auknum þroska (Bussel og naus, 2010). Áföll og erfið lífsreynsla geta því stundum orðið til þess að auka getu fólks til að takast á við lífið svo að viðkomandi þroskast og eflist sem aldrei fyrr (Pooley o.fl., 2013; van ginneken, 2016). Engar íslenskar rannsóknir fundust þar sem aukinn þroski í kjölfar áfalla er rannsakaður sérstaklega, en ætla má að slíkur þroski sé að einhverju leyti menningarbundinn. Tilgangur rannsóknar og rannsóknarspurning Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á þeirri reynslu fólks að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar hennar. rannsóknarspurningin var: hver er reynsla fólks af því að verða fyrir sálrænu áfalli og ná auknum þroska í kjölfar þess? Aðferðafræði Rannsóknarsnið Til að svara rannsóknarspurningunni var notuð fyrirbæ- rafræðileg aðferð, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði (Sigríður halldórsdóttir, 2013), sem miðar að því að skilja reynslu þátt- takenda af tilteknu fyrirbæri með því að rýna í lýsingu þeirra og túlkun á reynslu sinni. aðferðinni er ætlað að bæta mann- lega þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustu. Dowling og Cooney (2012) gerðu úttekt á og flokkuðu 15 fyrirbærafræðilega skóla og þeirra niðurstaða er að Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði henti vel innan hjúkrunarfræði og sé eini fyrirbærafræðilegi skólinn sem byggi á ricoeur. Gagnasöfnun og gagnagreining gögnum var safnað í gegnum einstaklingsviðtöl sem greind voru til að finna kjarna þeirrar reynslu að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar þess. gagnasöfnun og gagna- greining voru framkvæmdar í samræmi við tólf þrep Vancou- ver-skólans (sjá töflu 1) og voru í meginatriðum greining á reynslu einstakra þátttakenda (e. within-case analysis) (þrep 1– 7) sem fylgt var eftir með samanburðargreiningu á reynslu allra þátttakenda (e. cross-case-analysis) (þrep 8–12). Fyrsta þrepið var að velja í úrtakið. Skilyrðin fyrir vali í úrtak voru að viðkomandi hefði í kjölfar áfalls haft skerta starfsgetu eða verið óvinnufær en þrátt fyrir það náð meiri þroska (sjá ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.