Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 11
samræmi við ábyrgð, hafa samsetningu mannaflans réttan og huga að fjölda hjúkr- unarfræðinga þannig að álag sé ekki úr hófi. undirbúningur fyrir kjarasamningana hefur staðið undanfarna mánuði á kjara- og réttindasviði fíh, meðal annars með gerð könnunar á viðhorfi og væntingum hjúkrunarfræðinga til næstu kjarasamninga. Verið er að vinna úr könnuninni og verður henni fylgt eftir með fundaherferð um landið. Það sem fíh hefur heyrt frá félagsmönnum varðandi væntingar til komandi kjarasamninga er krafa um hærri laun, styttri vinnuviku, minna álag í starfi og fjölgun í röðum hjúkrunarfræðinga. hvaða leiðir verða farnar til að ná þessum markmiðum fer að vissu leyti eftir því hvaða niðurstöður kjarakönnunin og funda- herferðin gefa til kynna. Hærra hlutfall yfirvinnu á Íslandi haldin var ráðstefna á vegum heildarsamtaka hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum (SSn) í september 2018 um jöfn laun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þar kom fram að þær aðferðir, sem notaðar hafa verið til að ná fram betri kjörum, t.d. verkföll, samningar og jafnlaunavottun, hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Laun hjúkrunarfræðinga á norðurlöndunum eru að vissu leyti sambærileg og hér á landi, en aftur á móti er samsetning launa og lengd vinnuviku ólík. Þar sker Ísland sig úr þar sem einungis 61% af heildarlaunum hjúkrunarfræðinga á Íslandi fást með dagvinnulaunum og yfirvinna er mun hærra hlutfall heildarlauna en á hinum norðurlöndunum, eða 16% samanborið við 1–3%. Einnig eru vaktaálagsgreiðslur á Íslandi hærri en á hinum norðurlöndunum en þar er annars konar umbun fyrir vaktir. Þau atriði, sem kjara- og réttindasvið fíh hefur verið að skoða að undanförnu, eru helst samsetning heildarlauna hjúkrunarfræðinga, með hvaða hætti vænlegast er að ná fram bættum kjörum og með hvaða móti best er að reyna að stytta vinnuviku hjúkrunarfræðinga. Stéttarfélag á erfitt með að tala fyrir því og stuðlað að því að hjúkrunarfræðingar vinni mikla yfirvinnu og telur það ekki rétta leið til að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Slíkt samræmist ekki vinnuverndarsjónarmiðum og kemur að lokum niður á hjúkrunarfræðingnum sjálfum sem og þeim sem hafa ekki tök á að vinna yfirvinnu vegna persónulegra ástæðna eða vegna þess að það er ekki í boði. hlutfall yfirvinnu af heildarlaunum hefur farið hækkandi á undan- förnum árum og er nú um 16%. að mati fíh felast mikil tækifæri fyrir hjúkrun- arfræðinga og vinnuveitendur að skoða leiðir til þess að lækka hlutfall yfirvinnu af heildarlaunum og nýta fjármunina frekar til þess að hækka dagvinnulaunin. aðferðir, sem hægt væri að nota, eru til að mynda þær að lækka yfirvinnuprósentu í aðdraganda kjarasamninga 2019 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 11 Það sem Fíh hefur heyrt frá félagsmönnum varðandi væntingar til komandi kjarasamninga er krafa um hærri laun, styttri vinnuviku, minna álag í starfi og fjölgun í röðum hjúkrunarfræðinga. Að mati Fíh felast mikil tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga og vinnu- veitendur að skoða leiðir til þess að lækka hlutfall yfirvinnu af heild- arlaunum og nýta fjármunina frekar til þess að hækka dag vinnu - launin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.