Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 71
hverri sjúkrastofu og víðar þar sem minnt er á hand- hreinsun og ábendingarnar fimm. hreinsa á hendur á eftir farandi tímapunktum: a. fyrir snertingu við sjúkling, markmiðið er að verja sjúklinginn. b. fyrir hrein eða aseptísk verk, markmiðið er að verja sjúklinginn. c. Eftir hugsanlega líkamsvessamengun, mark miðið er að verja starfsmanninn. d. Eftir snertingu við sjúkling, markmiðið er að verja starfsmanninn og næsta sjúkling. e. Eftir snertingu við umhverfi sjúklings, markmiðið er að verja starfsmanninn og næsta sjúkling. auk þess er umhverfi deildarinnar skipt í nærumhverfi sjúklings og fjærumhverfi hans. nærumhverfi hvers sjúk lings er það umhverfi sem hann er í hverju sinni og er því breytilegt. Ef sjúklingur er til dæmis í einbýli er nærumhverfið allt herbergið, í fjölbýli er það umhverfið sem afmarkast af millitjöldum eða milliveggj um, í blóð - skilun er það stóllinn sem sjúklingur situr í meðan hann er í meðferð og það sem tilheyrir stæðinu hans og svo framvegis. Starfsmenn eiga að hreinsa hendur fyrir og eftir snertingu við nærumhverfi sjúklings. 3. Bætt aðgengi að handspritti er stór hluti verkefnisins. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur upp með að nota handspritt til handhreinsunar frekar en handþvott með vatni og sápu. handspritt fer betur með húð handa (inniheldur húðverndandi efni) og tekur skemmri tíma (15–20 sek.) en handþvottur. undantekning frá þessu er ef sjúklingur er með Cl. difficile eða niðurgang og ef hendur starfsmanns eru mengaðar líkamsvessum eða sýnilega óhreinar, þá þarf að þvo þær. Á forskráningar- tímabilinu fóru hjúkrunarfræðingar sýkingavarnadeild - ar á deildir og aðstoðuðu við ákvörðun um hvar best væri að staðsetja handspritt í stofu sjúklings. hand- sprittið þarf að vera í seilingarfjarlægð frá starfsmanni þegar hann er að sinna sjúklingi til að hægt sé að fram- kvæma handhreinsun sam kvæmt ábendingunum fimm. Á sum um deildum var ákveðið að hafa handsprittið á rúmgaflinum, á öðrum deildum var það á náttborði sjúklings, á enn öðrum var ákveðið að hafa það á vegg við höfða- eða fótagafl rúmsins allt eftir því hvað hent - aði best. auk þess var sett handspritt á ganginn við dyr hverrar stofu til að auðvelt væri að spritta hendur á leið inn og út af stofunni. 4. Stuðningur yfirmanna, það er framkvæmdastjóra og deildarstjóra hverrar deildar, er afar mikilvægur. Ef þennan stuðning skortir þá gengur verkefnið illa, skrán- ingaraðilar ná ekki að skrá handhreinsun og ekki er hægt að birta niðurstöður. lausn á þeim og það var ekki fyrr en framkvæmdastjórar og deildarstjórar lýstu skýrt yfir stuðningi við verkefnið að það fór að ganga þokkalega. Það vandamál, sem gekk verst að leysa, var skráningin á tilefnum handhreinsunar. Í upphafi verkefnisins höfðu skráningaraðilar deilda sjaldan tíma til að sinna skrán- ingunni, því tóku hjúkrunarfræðingar sýkingavarnadeildar við henni og önnuðust hana þar til ákveðið var að taka upp skráningu á spjaldtölvu. Spjaldtölvur voru prófaðar á fyrstu deildinni í febrúar 2015 með góðum árangri og því var þessi skrán- ingaraðferð tekin upp á öðrum deildum í framhaldinu. Skráningaraðilar deilda skrá nú beint í spjaldtölvu og senda gögnin strax til sýkingavarnadeildar þar sem úrvinnsla þeirra fer fram. Á þennan hátt er gagnaöflun og úrvinnsla einfölduð. nú hefur verkefnið verið í gangi í 6 ár á Landspítala og nokkrar deildir fylgja reglum um handhreinsun afar vel eða í 97–100% tilvika. Ólíklegt er að fólk fari svo dyggilega eftir leið beiningum um handhreinsun og ef til vill er hér um að ræða skekkju sem kemur fram við eftirlitið eða svokölluð „hawthorne-áhrif “. Með því er átt við að sá sem fylgst er með breyti hegðun sinni þegar hann uppgötvar að fylgst er með honum (Srigley o.fl., 2014). Í þessu verkefni hreinsar hann þá hendur oftar en ella og alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að jafnvel sé hægt sé að nota „hawthorne- áhrifin “ sem áminningu um handhreinsun (World health Organization, 2009). rann- sókn Srigley og félaga frá 2014 sýnir að beint eftirlit með handhreinsun leiðir til þess að starfsfólk hreinsi hendurnar þrefalt oftar en við sjálfvirkt rafrænt eftirlit (Srigley o.fl., 2014). næstu skref í þessu verkefni innan Landspítalans eru að hvetja sjúklinga og aðstandendur til að spyrja starfsmenn hvort þeir hafi hreinsað hendur, og er það í samræmi við skipulag verkefnisins frá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World health Organization, 2009), ásamt því að fjölga deildum sem taka þátt í verkefninu. könnun Pittet og fleiri sýnir að tveir þriðju hlutar heilbrigðisstarfsmanna telja að „með hreinum höndum“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.