Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 64
sóley s. bender o.fl. 64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 mynda var þetta í fyrsta sinn sem í boði var námskeið á vegum hVS þvert á deildir. Einnig vantaði klínískan vettvang þar sem nemendur frá átta fræðigreinum gátu unnið saman og óljóst var hvort möguleiki væri á samstarfssamningi við Landspítalann eða heilsugæslu höfuð borgarsvæðisins (hh). Örfáum dögum áður en klíníska námið hófst á heilsutorgi náðist samkomulag milli hÍ og hh, eða 24. september 2014. Með samstarfssamningnum var kominn grundvöllur fyrir sérstakan klínískan vett- vang til að þjálfa nemendur hVS til að vinna saman á þverfræðilegan hátt og var byggt á fyrri samstarfssamningi hÍ og hh um kennslu, stjórnun og rannsóknir. Í samn- ingnum kom fram: „Með vísan í samstarfssamning hÍ og hh eru aðilar sammála um að vinna sameiginlega að því að tryggja gæði klínískrar kennslu í heilbrigðisvísindum og stuðla að framgangi vísindarannsókna heilbrigðisstétta tengdum heilsugæslu. Þessu tengd er þróun og rekstur þverfræðilegrar móttöku á Heilsutorgi háskólanema, í sam- starfi HVS og HH.“ Hugmyndafræðilegar áherslur Samkvæmt gögnum frá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þverfræðilegt nám skil- greint á eftirfarandi hátt: „Þverfræðilegt nám er þegar nemendur úr tveimur eða fleiri fræðigreinum læra um, af og með hver öðrum til að vinna á árangursríkan hátt saman að bættu heilbrigði“ (WhO, 2010, bls. 7). Víða erlendis er verið að þjálfa nemendur úr tveimur fræðigreinum til að vinna að sameiginlegum viðfangsefnum (russell og hymans, 1999). Við undibúning þessa náms þótti nauðsynlegt að gefa nemendum frá öllum deildum hVS tækifæri til að vinna saman í teymum. hugmyndafræðin, sem lögð var til grundvallar í báðum námskeiðunum, var heild - ræn sýn á heilsu og heilsufarsleg vandamál þjónustuþegans (Wade, 2009), að þjón- ustuþeginn væri miðpunktur þjónustunnar og að hann væri virkur þátttakandi í eigin meðferð (Barry og Edgman-Levitan, 2012; Epstein og Street, 2011; OMa, 2010). klíníska námskeiðið á heilsutorgi skapaði möguleika fyrir nemendur úr mörgum fræðigreinum á að öðlast heildarsýn á viðfangsefni og vanda þjónustuþegans þar sem hann var miðpunkturinn. hann var þátttakandi í viðtölunum með nemendum ásamt klíníska leiðbeinandanum og var hluti af teyminu. Lögð var áhersla á hugmyndafræði um virkni skjólstæðingsins en í 31. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 segir: „Sjúklingur ber ábyrgð á heilsu sinni eftir því sem það er á hans færi og ástand hans leyfir. honum ber eftir atvikum að vera virkur þátttakandi í meðferð sem hann hefur samþykkt“ (skáletrun höfunda). Leitast var við að ná góðri samvinnu og gagnkvæm - um skilningi með viðtalinu og að leita bestu leiða til að ná sameiginlegum markmiðum Mynd 1. Kristín Ingólfsdóttir, Jónas Guð munds - son, Sigrún K. Barkardóttir, Halldór Jónsson, Svanhvít Jakobsdóttir, Ófeigur T. Þorgeirsson, Inga Þórsdóttir og Sóley S. Bender. Mynd tekin í tilefni af undirritun samstarfssamnings Há- skóla Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæð - isins um Heilsutorg, fyrir tímabilið 2014–2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.