Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 12
eða að greiða ekki yfirvinnu fyrr en eftir að búið er skila fullu starfi. Ef þessar leiðir verða farnar munu á sama tíma verða gerðar kröfur um verulega hækkun dagvinnulauna. Fjölmörgum spurningum ósvarað Einnig þarf að hækka starfshlutfall hjúkrunarfræðinga. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á Íslandi er um 70- 75% sem er einnig mun lægra en tíðkast á hinum norður- löndunum. Því hafa verið skoðaðar leiðir til að umbuna fyrir hærra starfshlutfall, m.a. í von um að minnka yfirvinnu. Einnig þarf að hækka dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga almennt en eitthvað þarf að koma á móti. Viljum við gera það á kostn að yfirvinnuálagsins sem nýtist sumum til launahækkunar en ekki heildinni? Viljum við að ekki sé greitt fyrir yfir vinnu fyrr en að vissri vinnuprósentu hefur verið náð? Viljum við eiga kost á að vinna yfirvinnu? Viljum við hafa starfsþróun- arkerfi og frammistöðumat sem hluta af laununum okkar? Viljum við hækka vaktaálag eða stytta vinnuvikuna hlutfalls- lega eftir vaktabyrði? Viljum við koma inn þáttum eins og tryggð við vinnustað og starfsaldur? Þetta eru spurningar sem við þurfum að spyrja okkur. Einnig hefur fíh skoðað með hvaða hætti ætti að stytta vinnuvikuna. Ef stytting vinnuviku næst í gegn, á annars vegar að gera það jafnt fyrir dag- og vaktavinnumenn eða hins vegar að fara sambærilega leið og á sumum norðurlönd- unum þar sem vinnuskilin styttast hlutfallslega eftir vakta- byrðinni? Þá yrði fyrirkomulagið þannig að hver klukku - stund unnin á kvöld-, nætur- og helgarálagi teljist til stytt- ingar og hefði áhrif á hver vinnuskilin í heildina þurfa að vera. Síðari útfærslan er leið sem fíh hefur skoðað og þykir álitleg þar sem hjúkrunarfræðingar í vaktavinnu veigra sér oft við að vinna meira en 80% vinnu vegna vaktabyrðarinnar, skerts hvíldartíma, tíðra skiptinga á milli vaktategunda og annars álags sem fylgir vaktavinnu. Með þessu móti væri hægt að auka við sig starfshlutfall og ná einnig fram kjarabót á þeim vettvangi. jafnframt væri auðveldara að virða þau hvíldartímaákvæði sem við eigum að starfa eftir í vaktavinnu. Markviss fræðsla og endurmenntun niðurstöður áðurnefndrar könnunar, sem gerð var á meðal starfandi hjúkrunarfræðinga um starfsumhverfi og starfs- ánægju, leiddu einnig í ljós að tæplega þriðjungur hjúkrun- arfræðinga, eða 29%, taldi sig hafa fengið tækifæri til að læra og þróast í starfi á síðasta ári að mjög eða fremur miklu leyti. Þó taldi rúmur fjórðungur sig hafa fengið ónóg tækifæri til þess. Þessi niðurstaða vekur upp spurningar um hvort ekki megi vinna markvissar að fræðslu hjúkrunarfræðinga og jafnvel koma inn endurmenntunarákvæði í kjarasamninga og tíma helguðum endur menntun en slíkt þekkist einnig á hinum norðurlöndunum. Eins og sjá má er að ýmsu að hyggja í kjaramálum hjúkr- unarfræðinga og mörg atriði sem hægt er að leggja áherslu á. Það verður fróðlegt að greina niðurstöður könnunarinnar, sem fram fór í nóvember 2018, um áherslur hjúkrunarfræð - inga fyrir komandi kjarasamninga. Megináherslan verður þó alltaf lögð á að niðurstaðan komi sem best út fyrir heildina og auki líkur á að hjúkrunarfræðingar starfi við fagið án þess að það leiði til óheilla eins og langvarandi veikinda og kuln- unar. fíh getur ekki samþykkt að hátt hlutfall heildarlauna hjúkrunarfræðinga byggist á launum fyrir yfirvinnu og fíh mælir fyrir því að hvíldartímaákvæði séu virt. Þá er einnig mikilvægt að betra jafnvægi náist hjá hjúkruna rfræð ingum milli vinnu og einkalífs. fíh vill bæta kjör hjúkrunar fræðinga og jafnframt er mikilvægt að gera hjúkrunar fræð ing um hæg- ara um vik að vinna vaktavinnu og vera sáttir á starfsvett- vangi sínum. harpa júlía sævarsdóttir 12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Megináherslan verður þó alltaf lögð á að niður - staðan komi sem best út fyrir heildina og auki líkur á að hjúkrunarfræðingar starfi við fagið án þess að það leiði til óheilla eins og langvarandi veikinda og kulnunar. vertu með á https://www.facebook.com/hjukrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.