Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 75
Hvað er parkinsonsveiki? Parkinsonsveiki (PV) er annar algengasti taugasjúkdómurinn í heiminum á eftir alz- heimers-sjúkdómnum (Poewe o.fl., 2017). Á Íslandi eru u.þ.b. 700 manns með PV (Parkinsonsamtökin, 2018). PV er algengari hjá þeim sem eldri eru og er meðalaldur fólks við greiningu 55–60 ár (jankovic og kapadia, 2001; Poewe, 2006). Þar sem líf- aldur fólks víða um heim hefur hækkað er reiknað með að fjöldi einstaklinga með PV muni hafa tvöfaldast frá árinu 2005 til ársins 2030 (Dorsey o.fl., 2007). Í PV verður hrörnun á dópamínmyndandi taugafrumum í svarta efninu í heila (lat. Substantia nigra). hrörnunin byrjar mörgum árum áður en sjáanleg sjúkdóms- einkenni koma fram (Braak o.fl., 2003). Í takt við minnkaða dópamínframleiðslu koma fram sýnileg einkenni, sem leiða til sjúkdómsgreiningar (Poewe o.fl., 2017; Sveinbjornsdottir, 2016). Þegar fer að bera á hreyfitruflunum, s.s. hægum hreyfingum, stirðleika og hvíldarskjálfta, er talið að um 80% dópamínmyndandi taugafrumna hafi eyðilagst (Poewe o.fl., 2017). Með tímanum verða einkennin það áberandi að einstak- lingar með PV eiga erfitt með að sinna daglegum athöfnum eins og að borða, klæða sig og baðast (Lee o.fl., 2015). Hreyfieinkenni og ekki hreyfieinkenni (e. non-motor symptoms) Oft er talað um fjögur meginhreyfieinkenni PV sem mynda skammstöfunina TraP á ensku. Þessi einkenni eru skjálfti (e. Tremor at rest), stirðleiki (e. Rigidity), mjög hægar hreyfingar/hreyfitregða (e. Akinesia/bradykinesia) og óstöðugleiki (e. Postural instability). að auki eru önnur algeng einkenni framsveigð líkamsstaða, minnkuð svipbrigði, lág rödd og að sjúklingurinn á það til að „frjósa“ skyndilega (jankovic, 2008). Sjúklingurinn þarf að sýna hreyfitregðu og svara meðferð með levódópalyfjum þegar PV er greind. hreyfitregða lýsir sér þannig að fólk með PV þarf óhóflega langan tíma til þess að hreyfa sig og tala. Enn fremur koma fram erfiðleikar við að hefja hreyf- ingu og samhæfa hreyfingar (jankovic, 2008; Postuma o.fl., 2015). Vegna þess hversu augljósar hreyfitruflanir eru í PV kemur ekki á óvart að megin - áhersla hafi verið lögð á að meðhöndla þær. Levódópameðferð minnkar hreyfitrufl- anir og er nauðsynleg fyrir vellíðan og heilsufar einstaklinga með PV (Svein bjorns- dottir, 2016). allir með PV þurfa á levódópalyfi að halda nánast allt sjúkdómsferlið tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 75 Þunglyndi og parkinsonsveiki Marianne E. Klinke1,2, Arna Hlín Ástþórsdóttir3, Rakel Gunnlaugsdóttir, og Jónína H. Hafliðadóttir1 Núverandi hjúkrunarmeðferð fyrir einstaklinga með parkinsonsveiki (PV) miðar að því auka lífsgæði þeirra. Það felur í sér að greina og meðhöndla einkenni sem skipta máli fyrir hvern og einn einstakling. Líta má á hjúkrunarfræðinginn sem nokkurs konar leiðsögumann sem styrkir einstaklinginn í því að bregðast við sjúkdóms tengdum erfiðleikum á viðeigandi hátt. Þunglyndi er algengt vandamál sem skerðir lífsgæði hjá fólki með PV. Markmiðið með þessari fræðslugrein er að bæta þekkingu hjúkrunar - fræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á þunglyndi parkinsonssjúklinga ásamt því að kynna nýjan fræðslubækling um efnið. 1 Taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi 2 hjúkrunarfræðideild, háskóla Íslands 3 Sjúkradeild hSu, Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.