Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 6
Árið 2019 verður stórt ár hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi. annars vegar ætlum við að halda upp á 100 ára afmæli félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hins vegar er fram undan kjarabarátta. Þetta eru tvö mjög ólík verkefni þar sem annað einkennist af gleði og fagnaðarhöldum en hitt af baráttu fyrir að fá ábyrgð og menntun metna til launa, til jafns við karlmenn í sambærilegum störfum. Það er með ólíkindum að 100 árum eftir stofnun fyrsta stéttarfélags hjúkrunar - fræðinga skuli baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum, sem jöfn laun kynjanna ættu að vera, ekki vera komin lengra. Þrátt fyrir þetta var Ísland níunda árið í röð í 1. sæti á listanum global gap index árið 2017 og er nú talið að búið sé að loka 87% af kynja- bilinu hér á landi. Það er hins vegar ekki nóg, launamunur kynjanna á ekki að vera til í framsæknu landi eins og Íslandi. Í lok mars 2019 lýkur gerðardómi sem hjúkrunarfræðingar fengu á sig í kjölfar laga- setningar íslenskra stjórnvalda á verkfall hjúkrunarfræðinga og höfnunar hjúkrun- arfræðinga á kjarasamningi árið 2015. gerðardómurinn fjallaði um tiltekin atriði í miðlægum kjarasamningi fíh við ríkið. Miðlægir kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið verða því lausir. Á sama tíma lýkur gildistíma annarra miðlægra kjarasamn- inga sem félagið gerir, þ.e. við reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, reykjavíkurborg og Samband sveitarfélaga. Starfsmenn kjara- og réttindasviðs hafa í þó nokkurn tíma undirbúið komandi kjarasamningsviðræður. unnið hefur að endur - skoðun á trúnaðarmannakerfi, skipun í samninganefndir og undirbúningi kröfu- gerðar. Til að heyra hvað hjúkrunarfræðingar vilja helst leggja áherslu á í komandi kjarasamningum var framkvæmd könnun meðal hjúkrunarfræðinga í nóvember og desember síðastliðnum. Þátttaka í könnuninni fór fram úr björtustu vonum og endaði með að vera tæp 76%. Ég tel slíka þátttöku endurspegla áhuga hjúkrunarfræðinga á kjaramálum og munu niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um hug hjúkrun- arfræðinga í kjaramálum. Mikill meðbyr með hjúkrunarfræðingum Starfsmenn kjara- og réttindasviðs ásamt mér munu standa fyrir fundarherferðinni „Í aðdraganda kjarasamninga“ og verður hún farin um landið í lok janúar og byrjun febrúar. Tilgangur fundarherferðarinnar er að kynna niðurstöðu kjarakönnunar, kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga og síðast en ekki síst að heyra hvað hjúkrunar - fræðingar hafa að segja og svara spurningum þeirra. Ég vil hvetja alla hjúkrunar - fræðinga til að mæta á þessa fundi og taka þátt í umræðum um kjaramál því slík skoðanaskipti milli hjúkrunarfræðinga og starfsmanna fÍh gefa oft bestar upplýsingar um vilja félagsmanna í kjaramálum. fundirnir verða alls 13 talsins og má sjá nánari 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Fram undan er bæði gleði og barátta Til að heyra hvað hjúkrunarfræðingar vilja helst leggja áherslu á í kom andi kjarasamningum var framkvæmd könnun meðal hjúkrun- arfræðinga í nóvember og desember síðastliðnum. Þátttaka í könn- uninni fór fram úr björtustu vonum og endaði með að vera tæp 76%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.