Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 43
hvern veginn fer það ofboðslega í taugarnar á mér. Mesta eftirsjáin? að hafa ekki fengið eiginhandaráritun frá Simon Webbe, meðlimi strákabandsins Blue, þegar ég beið eftir töskunum á færibandi með hann við hlið mér á kaupmannahafnar- flugvelli árið 2002, á toppi frægðar þeirrar hljómsveitar. Mikill bömmer. Eftirlætis - leikfangið? Mér fannst alltaf mjög gaman í Playmo þegar ég var yngri. Stóra ástin í lífinu? ætli það sé ekki bara heath Ledger minn sálugi. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? að geta gert upphífingu með eigin líkamsþyngd! Áramótaheit 2019, úff, nú þarf ég aldeilis að standa við það! Þitt helsta afrek? Má spyrja mig í lok árs 2019? Eftirlætisdýrið? Tígrisdýr, ekki spurning! Hvar vildir þú helst búa? Á ein- hverjum yndislegum sveitabæ á Íslandi, umkringd iðandi á, fullt af dýrum og grænum móum. hef ekki enn fundið hið fullkomna bæjarstæði. Hvað er skemmti- legast? Börn og gamalt fólk. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? að geta grátið og hlegið saman, það er best! Eftirlætiskvikmyndin? Mér finnst franska kvikmyndin intouchable æðisleg og auðvitað finnst mér Brokeback Mountain dá- samleg. Svo rifjaði ég upp sænsku leiknu kvikmyndina um ronju ræningjadóttur um daginn með litlu frænku minni og það er algjörlega stórkostleg mynd, mæli með henni! Markmið í lífinu? að nýta öll tækifæri til þess að gera eitthvað skemmti legt og uppbyggilegt. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en nú- verandi? Líklega ættfræði eða leikstjórn kvikmynda/leikrita. Að lokum? Ég má til, fyrst ég hef orðið og birtist hér í Tímariti hjúkrunarfræðinga, að hvetja alla hjúkr- unarfræðinga landsins til að standa saman í komandi kjaraviðræðum, í mars 2019. Stéttin okkar er sterk sem ein heild. Samheldni og samhugur til hvers annars kemur okkur langt, ég er alveg viss um það! Þetta er okkar tækifæri! Áfram við! Vildi geta sungið betur — Guðjón Hauksson Fullkomin hamingja er? Listin að njóta stundarinnar. Hvað hræðist þú mest? Ekkert eitt sem kemur upp í hugann nema kannski óttinn við að einhver nákominn mér missi heilsuna. Fyrirmyndin? Á margar fyrirmyndir en það eru nokkrir kostir sem sameina þær flestar: yfirvegaðar en ákveðnar, auðmjúkar, þrautseigar, með sýn og þor til að fylgja sýn sinni eftir. Eftirlætismáltækið? Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig ættirðu að líta í eigin barm (veit ekki hvort þetta er eiginlegt máltæki eða bara eitthvað sem foreldrar mínir hafa sagt við mig ☺). Hver er þinn helsti kostur?Á erfitt með að svara þessu en á auðvelt með að lesa í aðstæður og næmur á tilfinningar annarra. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ungur? Ég var á fullu að spila körfubolta þegar ég var ungur og þá komst bara eitt að og það var að komast í nBa. Eftirlætismaturinn? Þessari spurningu finnst mér mjög erfitt að svara. Ég hef afar gaman af því að elda, finnst það slakandi og ég upplifi eins konar núvitund þegar ég er að leika mér í eldhúsinu. Eitt af því sem mér finnst skemmti- legast að elda er villibráð sem ég hef veitt sjálfur. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? hroki og það þegar einhver telur sig yfir annan hafinn. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? fyrir utan fjölskyldu mína er ég stoltur af menntun minni og starfi. Eftirminnilegasta ferðalagið? hef farið í nokkur eftir- minnileg ferðalög en ætla að nefna fyrstu ævintýraferð mína sem var til nepal með það að markmiði að klifra í himalaja-fjallgarðinum. Þetta var ógleymanleg ferð fyrir 19 ára pjakk. hef einnig farið til kasakstan og Tansaníu í sömu erindagjörð - um. Ofmetnasta dyggðin? Ég ætla að segja dugnaður og það eru nokkrar ástæður fyrir því. Samfélagið gefur okkur stöðugt skilaboð um hversu dugleg við eigum að vera bæði í einkalífi og vinnu. Öll hefjum við okkar líf á mismunandi stað og því segir núverandi staða ekkert til um raunverulegan dugnað. Dugnaður án skynsemi er eins og laukur og ís, passar ekki saman. Hver er þinn helsti löstur? Segi óþolin - mæði. Ég vil helst að hlutir gerist fljótt eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Hverjum setið fyrir svörum … tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 43 Guðjón Hauksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.