Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Til leigu er 105 m2 húsnæði í Austurveri, Háaleitis- braut 68. 103 Reykjavík. Hentar vel til margs konar starfsemi. Hárgeiðslustofa hefur verið starfrækt í húsnæðinu um ára bil. Áhugasamir sendi tölvupóst á arnar@astund.is Verslunarhúsnæði TIL LEIGU Glatt var á hjalla á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur og víðar í gærkvöldi þegar byrjað var að selja jólabjórinn. Danska kráin við Ing- ólfsstræti var því heitur reitur í gærkvöldi en þar var venju sam- kvæmt kl. 20:59 byrjað að afgreiða hinn danska Tuborg-jólabjór, sem lengi hefur verið vinsælasti mjöð- urinn í aðdraganda jólahátíðar- innar. Á kránni góðu gengu Tu- borg-jólasveinar um beina og færðu fólki gjafir og voru danskir siðir í hávegum hafðir, en bjórinn góði var þó í aðalhlutverki og skálað í botn! En það var víðar sem fólk gerði sér glaða stund og gladdist yfir krús af jólabjór. Í gær kom jóla- bjórinn frá Kalda á Árskógsströnd einnig á markað og fór í sölu á Kaldabar, sem er við Laugaveginn í Reykjavík. Fleiri tegundir af jólabjór verða svo í sölu á veitingastöðum á næst- unni og í Vínbúðum ÁTVR verður jólabjór fáanlegur frá 14. nóvem- ber. Þar verða alls 78 tegundir á boðstólum þetta árið en voru 60 í fyrra. Fjölgun tegunda er því tals- verð og athyglisverð sé í huga haft að salan dróst saman á síðasta ári. Siðirnir sem jólabjórnum fylgja eru þó komnir til að vera svo ekki verð- ur aftur snúið. Ungir sem aldnir fjölmenntu á krár borgarinnar í von um einn kaldan á krana Jólabjórinn kominn í krárnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fons Juris hf., sem rekið hefur raf- rænt dómasafn frá árinu 2011, mun fylgja reglum Dómstólasýslunnar um nafnbirtingar í dómum. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn stofn- enda Fons Juris. „Reglurnar eiga ekki beint við okkur en við munum fylgja þeim alfarið,“ segir Sævar. Dómstólasýslan tók nýverið upp nýjar reglur fyrir öll dómstig um birtingu dóma og úrskurða á vefsíð- um dómstólanna. Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á öllum dóm- stigum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. „Við höfum fengið þónokkuð af beiðnum frá fólki um að nafnhreinsa og við höfum alltaf gert það jafnóðum og þær beiðnir hafa komið fram,“ segir Sævar. Persónuvernd komst að þeirri nið- urstöðu fyrr á þessu ári að Hæsti- réttur Íslands væri ábyrgðaraðili að birtingu persónuupplýsinga í dóm- um réttarins. Fons Juris ehf. væri hins vegar ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem felst í að veita aðgang að dómum réttar- ins, t.d. með leitarmöguleikum í leit- arvél á vef félagsins. Samkvæmt úr- skurðinum á Fons Juris því að geta treyst á að dómarnir séu í samræmi við persónuverndarlög þangað til annað kemur í ljós. „Þess vegna erum við í virku sam- ráði við dómstólana um að taka út og breyta efni jafnóðum og þeir gera það,“ segir Sævar. Að sögn Sævars vinnur Fons Juris nú einnig að tæknilegri lausn þannig að fyrir- tækið sjái jafnóðum þegar breyting- ar eru gerðar á efni hjá dómstólun- um. Munu fylgja reglum um nafnbirtingu í dómum  Nöfn dæmdra verða afmáð úr dómum sé þess óskað Morgunblaðið/Þorkell Dómstólar Mögulegt er að fá nafn sitt afmáð úr dómi eftir eitt ár. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fólk sem kolefnisjafnar flugferðir sínar eða aðrar athafnir lífsins með því að kosta gróðursetningu trjáa í gegnum TreememberMe fær upplýsingar um staðsetningu og tegund trjánna og áætlaða kolefnisbindingu. Það getur því í fyllingu tímans heimsótt trjálund- inn og skoðað trén. TreememberMe vinnur með Skógræktinni sem sér um sáningu og gróðursetningu trjánna og heldur utan um skógana sem verða til. Skógarnir verða því í eigu þjóðarinnar. Nýjungin hjá TreememberMe felst í því að það hefur þróað hug- búnað til að fólk geti séð hvar trjánum er plantað og af hvaða tegund þau eru. Það getur svo far- ið á staðinn og skoðað trén, í fyll- ingu tímans. „Við erum að reyna að gera plöntun trjáa aðgengilegri og skemmtilegri,“ segir Haukur Björnsson, einn eigenda félagsins. DoHop-flugleitarvélin býður öll- um viðskiptavinum að kolefnis- jafna ferðalög sín með aðstoð TreememberMe. Félagið hefur samið við fleiri fyrirtæki hérlendis og erlendis um kolefnisjöfnun. Öll skógræktin fer fram á Íslandi og má því leiða að því líkur að skóg- rækt á Íslandi verði gjaldeyris- skapandi, þegar fram líða stundir. DoHop býður farþegum til London að kaupa tvö tré og greiða fyrir 790 krónur og farþegum til Boston að kaupa sjö tré fyrir 2.765 kr., svo dæmi séu tekin. Þurfum að breyta neysluhegðun okkar Fleiri sjóðir og stofnanir vinna að kolefnisbindingu. Haukur segir að best sé að sem flestir geri það. „Við sem stöndum að þessu litla hugsjónafélagi erum miklir stuðn- ingsmenn Kolviðar og Votlendis- sjóðsins. Aðalmálið er þó það að við öll, fyrirtæki jafnt og einstak- lingar, breytum neysluhegðun okkar og séum meðvitaðri. Kaup- um minna og kaupum betra. Það breytir þó ekki því að endurheimt skóga á Íslandi og um allan heim er alltaf góð hugmynd,“ segir Haukur. Geta alltaf fylgst með trénu sínu  TreememberMe með nýjung í kolefn- isbindingu með þátttöku í skógrækt Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundarlundur Börn úr Kópavogi njóta sérstakrar aðstoðar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, við gróðursetningu hríslu í skógarlundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.