Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 15
náttúrunnar heldur einnig vegna
upplifunar ferðamanna. Hann segir
að Ferðafélagið muni fylgjast náið
með niðurstöðum könnunar sem nú
sé unnið að.
Páll áætlar að alls hafi tæplega
tvö þúsund manns heimsótt Horn-
strandir í sumar, en félagið er með
10-12 ferðir á ári inn á svæðið.
Selja bjór í Langadal
Þrátt fyrir samdrátt á Laugaveg-
inum segir Páll að ástæðulaust sé að
kvarta yfir rekstrinum. Farið hafi
verið í aðhaldsaðgerðir síðasta
haust, en samhliða var ákveðið að
auka vöruframboð í skálunum og
þar seljist talsvert af þurrmat,
súkkulaði og drykkjum, sem hafi
styrkt reksturinn.
Áfengir drykkir eru þó ekki seldir
í skálum Ferðafélagsins með einni
undantekningu. Fyrir tveimur árum
var ákveðið að selja bjór í skálanum
í Langadal í Þórsmörk. „Þeir eru
margir sem vilja dreypa á slíkum
veigum eftir strembna göngu og
ástæðulaust að burðast með bjór á
göngunni eða láta aðra um að flytja
á staðinn. Í okkar hópi voru efa-
semdir um þessa nýjung, en þetta
hefur komið vel út og engin vand-
ræði verið þessu samhliða eða
drykkja úr hófi,“ segir Páll.
Nýr skáli í Langadal
Hjá Ferðafélaginu eru stór verk-
efni framundan í uppbyggingu skála
á Laugavegi og í Langadal. Fram-
kvæmdaáætlun fyrir Laugaveginn
og Langadal hefur verið skipt upp
til þriggja, fimm og tíu ára. Nýir
skálar í Álftavatni, Emstrum og í
Langadal eru forgangsverkefni hjá
félaginu.
„Þessa dagana er verið að raf-
væða Langadal í Þórsmörk. Næsta
stóra verkefnið er síðan endurbygg-
ing Skagfjörðsskála í Langadal og
er búið að vinna mikla undirbún-
ingsvinnu í því verkefni,“ segir Páll.
„Unnið er að því að tengja vatn í
Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi.
Samþykki landeigenda liggur fyrir
og þeir vilja aðstoða okkur við að
finna lindir í nágrenninu, svo er að
koma því 2-3 kílómetra í skálann. Í
Hrafntinnuskeri hefur verið unnið
að lausn á losun seyru og vonandi
sér fyrir endann á því verkefni.
Það er greinilegt að landsmenn
hafa aukinn áhuga á fjallamennsku
og útivist og þessi þróun hefur verið
áberandi í sumar. Áherslur í upp-
byggingu á mannvirkjum félagsins
eru svar við þeirri þróun,“ segir
Páll.
Ljósmynd/Árni Tryggvason
Þórsmörk Skagfjörðsskáli í Langadal var byggður 1954 og er fyrirhugað að byggja þar nýjan skála.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Setning
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA
Áherslur Samtaka atvinnulífsins í menntamálum
Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA
Umræður:
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Fjölnir Brynjarsson, kennaranemi í Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs
hjá Icelandair
Kynning á áherslum
Samtaka atvinnulífsins
í menntamálum
Í kjölfar kynningarinnar
fara fram umræður um
menntamál.
Skráning á www.sa.is
DAGSKRÁ
Fundargestir fá nýtt rit SA um tækifæri og áskoranir í menntakerfinu.
Boðið verður upp á létta hádegishressingu.
Menntun& færni
til framtíðar
MÁNUDAGINN 4. NÓVEMBER
Á GRAND HÓTEL - HÁTEIGI
KL. 12.00-13.00
Ferðafélag Íslands var stofnað
1927 og var fyrsti skáli félags-
ins reistur í Hvítárnesi árið
1930. Var það liður í uppbygg-
ingu félagsins á gönguleiðinni
um Kjalveg hinn forna, en
Ferðafélagið beitti sér fyrir því
frá upphafi að byggja upp
gönguleiðir á hálendinu.
Ferðafélagið reisti skála í
Landmannalaugum 1951 og
Langadal í Þórsmörk 1954 (sjá
mynd til hliðar). Það var því
nærtæk hugmynd að ganga á
milli þessara einstöku og
margrómuðu skála þvert á
gamlar þjóðleiðir, segir í
punktum frá Ferðafélaginu.
1976 var skáli reistur í Botn-
um á Emstrum og ári síðar
kom skáli í Hrafntinnusker.
Göngubrú, 18 metra löng, var
byggð á Fremri-Emstruá árið
1978 og var þá eitt stærsta
skrefið í að opna gönguleið-
ina, sem fljótlega var farið að
kalla Laugaveginn. Tveir skálar
voru reistir við Álftavatn sum-
arið 1979 og tók annar 20
manns í gistingu en hinn 40
manns. Fyrstu Laugavegs-
gönguna fór Ferðafélagið dag-
ana 13. til 18. júlí 1979 eða fyr-
ir 40 árum.
Gönguleiðir
byggðar upp
SKÁLI Í HVÍTÁRNESI 1930