Morgunblaðið - 02.11.2019, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Aukin stundvísi er meðal þess sem
skilar Icelandair betri afkomu á
þriðja ársfjórðungi og hefur félagið
greitt sjö milljónum bandaríkjadala,
jafnvirði tæplega 870 milljóna
króna, minna í seinkunargjöld en á
sama tímabili í fyrra. Á fyrstu níu
mánuðum ársins hefur félagið greitt
14 milljónum bandaríkjadala, jafn-
virði um 1,7 milljarða króna, minna í
seinkunargjöld en á sama tíma árið
2018. Þetta er meðal þess sem kom
fram í kynningu Evu Sóleyjar Guð-
björnsdóttur, fjármálastjóra Ice-
landair, á kynningarfundi félagsins í
gær vegna árshlutauppgjörs félags-
ins.
Fjölgun farþega
Þar kom einnig fram að seink-
unargjöld árið 2018 hefðu numið 45
milljónum bandaríkjadala, jafnvirði
5,6 milljarða króna, og að markmið
ársins 2019 væri að lækka þennan
kostnað um 40% eða 18 milljónir
bandaríkjadala. Eva Sóley benti
einnig á að félagið hefði verið að
innleiða nýtt tekjustýringarkerfi
sem hefði falið í sér töluverðan
kostnað á tímabilinu.
Fjármálastjórinn sagði sætanýt-
ingu félagsins hafa dregist saman á
lengri leggjum félagsins en á móti
kæmi að farþegum hefði fjölgað um
5% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra.
Þá flugu 1.469 þúsund farþegar með
Icelandair en á þriðja ársfjórðungi
2019 voru þeir 1.545 þúsund.
Ánægð með uppgjörið
Félagið tilkynnti sl. fimmtudags-
kvöld 7,5 milljarða króna hagnað á
ársfjórðungnum og kveðst Bogi Nils
Bogason, forstjóri Icelandair,
ánægður með niðurstöðuna, sér-
staklega ef litið er til þeirra örð-
ugleika sem félagið hefur þurft að
kljást við vegna kyrrsetningar
MAX-8-véla félagsins. „Við sjáum
bata í rekstrinum og ýmsa mögu-
leika til þess að gera enn betur,“
segir hann.
Forstjórinn segir nokkuð erfitt að
rýna í tölur uppgjörsins vegna
MAX-áhrifanna. „Við sáum rekstr-
arbata á öðrum ársfjórðungi, án
MAX-áhrifanna, og er það einnig
niðurstaðan núna á þriðja ársfjórð-
ungi. Miðað við spár er fjórði árs-
fjórðungur einnig að lagast talsvert
milli ára og það er okkar markmið
að halda áfram á þessari braut inn á
næsta ár og til framtíðar.“
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur
hjá hagfræðideild Landsbankans,
segir að uppgjör Icelandair hafi
svarað óvissu sem uppi hafi verið
um fjárhagsstöðu félagsins. „Menn
hafa helst horft til stöðu handbærs
fjár hjá félaginu. Staðan viðist vera
nokkuð fín eins og er,“ segir Sveinn.
„Hvað varðar reksturinn og ann-
að metum við það þannig að MAX-
áhrifin og bætur frá Boeing liti
þetta allt of mikið til þess að hægt
sé að greina reksturinn almenni-
lega,“ útskýrir hann og bætir við að
ekki sé vitað hversu háar bæturnar
hafa verið frá Boeing eða hvernig
þeim er dreift inn í reksturinn. „Það
þýðir að maður veit ekki hvernig
þessir rekstrarliðir, sérstaklega far-
þegatekjurnar, eru að þróast.“
Flotastefna enn í endurskoðun
Um mitt ár funduðu fulltrúar Ice-
landair og flugvélaframleiðendans
Airbus, auk þess sem fundað var
með fulltrúum Boeing, en félagið
hefur til þessa almennt reitt sig á
vélar frá síðarnefnda framleiðand-
anum.
Í skriflegu svari við fyrirspurn
blaðamanns um framhald þessara
viðræðna segir Icelandair: „Núver-
andi flotastefna okkar hefur verið til
endurskoðunar að undanförnu. Sú
vinna er ennþá í fullum gangi en
hefur hins vegar tafist vegna þeirr-
ar óvissu sem skapast hefur í
tengslum við kyrrsetningu MAX-
vélanna. Við gerum ekki ráð fyrir að
niðurstaða varðandi framtíðarstefnu
okkar í flotamálum liggi fyrir fyrr
en málin varðandi MAX-vélarnar
eru farin að skýrast,“ segir í
svarinu.
Aukin stundvísi bætir afkomuna
Farþegum félagsins fjölgar og samsetning þeirra breytist Forstjórinn ánægður með árangurinn
Niðurstaða endurskoðunar flotastefnu mun ekki liggja fyrir fyrr en MAX 8-vandinn er leystur
Farþegafjöldi Icelandair á þriðja ársfjórðungi 2015 til 2019
Fjöldi og skipting farþega
á þriðja ársfj.
Farþegafjöldi til landsins (ferðamenn og aðrir sem komu til landsins)
Farþegafjöldi frá landinu (ferðamenn sem hófu ferð á Íslandi)
Farþegar sem millilenda (með flugi milli Evrópu og N-Ameríku)
Heimild: Icelandair Group, kynning á afkomu á 3. ársfj.
Þriðji ársfj.
2015
Þriðji ársfj.
2016
Þriðji ársfj.
2017
Þriðji ársfj.
2018
Þriðji ársfj.
2019
34%
1.144.000
36%
1.360.000
34%
1.495.000
37%
1.469.000
44%
1.545.000
10%
8%
8%
10%
11%
56%
56%
56% 54%
45%
Icelandair flutti
27% fleiri farþega
til landsins á þriðja
ársfjórðungi 2019 en
á sama tíma í fyrra.
12% fækkun var á farþegum sem millilentu á landinu
í flugi milli Evrópu og N-Ameríku.
5% fleiri far-
þegar fóru með
félaginu í heild á
tímabilinu.
Framlag utanríkisviðskipta til hag-
vaxtar verður jákvætt í ár, einkum
vegna samdráttar í innflutningi.
Framlagið verður hins vegar nei-
kvætt á næsta ári. Þetta kemur
fram í nýrri þjóðhagsspá Seðla-
banka Íslands sem birt var í gær.
Þar segir einnig að gert sé ráð
fyrir 2,9% viðskiptaafgangi af vergri
landsframleiðslu í ár, en á næstu ár-
um er reiknað með að hann verði
1,4%. Landsframleiðsla dregst sam-
an um 0,2% í ár samkvæmt spánni,
sem er vegna minni innlendrar eftir-
spurnar og lækkunar útflutnings. Á
næsta ári er gert ráð fyrir 1,7%
vexti vergrar landsframleiðslu, þar
sem þjóðarútgjöld aukast á ný.
Einkaneysla eykst
Væntingar heimilanna til efna-
hagsástands næstu sex mánuði hafa
þróast upp á við frá því í byrjun
mars. Í þjóðhagsspánni segir að
horfur séu á að einkaneysla aukist
um 1,8% í ár, þar sem heimilin hafa
haldið að sér höndum vegna óvissu í
efnahagsmálum. Reiknað er með
2,4% vexti einkaneyslu á næsta ári,
eftir því sem kaupmáttur launa
eykst. Í spánni kemur einnig fram
að utanlandsferðum Íslendinga hafi
fækkað á árinu og neysla erlendis
því minnkað.
Um verðbólguhorfur segir í
spánni að þær hafi batnað lítillega
frá síðustu útgáfu þjóðhagsspár í
maí sl. Rætt er um að vísitala
neysluverðs hækki um 3% að með-
altali í ár frá fyrra ári, og minnki
hratt undir lok ársins. Þá er reiknað
með að verðbólga verði 2,6% á
næsta ári.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðir Erlend ferðalög minnka.
Brottförum fækkaði um 7,4%.
Framlag utanríkisviðskipta jákvætt
Verðbólguhorfur batna lítillega
Reiknað með 2,4% vexti einkaneyslu
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
benni.is
JEPPI ÁRSINS 2020
Samkvæmt Bandalagi íslenskra bílablaðamanna
Við hjá Bílabúð Benna erum afar stolt af þessum
viðurkenningum, sem eru staðfesting á því að ekkert er
ofmælt um þennan magnaða jeppa.
OFTHEYEAR
BEST
OFF-ROADER
OFF THEYEARJEPPI ÁRSINS
AWARDED BY
4X4 MAGAZINE
AWARDED BY
4X4 MAGAZINE
BANDALAG ÍSLENSKRA
BÍLABLAÐAMANNA
Verð frá: 6.990.000 kr.
2. nóvember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.39 123.97 123.68
Sterlingspund 159.82 160.6 160.21
Kanadadalur 93.64 94.18 93.91
Dönsk króna 18.433 18.541 18.487
Norsk króna 13.415 13.495 13.455
Sænsk króna 12.785 12.859 12.822
Svissn. franki 124.96 125.66 125.31
Japanskt jen 1.1389 1.1455 1.1422
SDR 170.17 171.19 170.68
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3397
Hrávöruverð
Gull 1506.4 ($/únsa)
Ál 1746.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.57 ($/fatið) Brent
Viðskipti