Morgunblaðið - 02.11.2019, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslenskur sjáv-arútvegurstendur vel í
alþjóðlegri sam-
keppni. Greinin
hefur að mörgu
leyti forskot á
marga keppinauta
og fáir standa
henni á sporði.
Ein af ástæðunum fyrir vel-
gengninni er fiskveiðistjórn-
unarkerfið. Ekki hefur alltaf
ríkt sátt um vísindalega ráð-
gjöf og þær ákvarðanir sem
teknar hafa verið um aflamark,
en það hefur átt sinn þátt í því
að fiskimiðin hafa reynst gjöful
að umgangast fiskistofna af
varúð og má því segja að kerfið
hafi í áranna rás sannað gildi
sitt.
Í 200 mílum, sérblaði
Morgunblaðsins á fimmtudag,
segir Kristján Þór Júlíusson,
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðherra, að hann hafi ekki
áhyggjur af framtíð greinar-
innar. Ekki sé að sjá að sjávar-
afli muni aukast mikið á kom-
andi árum, hvorki hér né
annars staðar, en hann bætir
við að Íslendingar stundi sjálf-
bærar veiðar um leið og
áhersla sé lögð á að ná sem
mestri nýtingu, sem mestum
afrakstri úr hverjum stofni.
Ráðherrann segir að mesta
ógnin sé að staðna, fylgja ekki
tækniþróun og þekkingarstigi
og straumum tímans: „Hættan
liggur mest í því. Tímarnir
breytast og mennirnir með. Ég
er alveg óhræddur við þessa
framtíð og tel að enginn eigi að
vera hræddur í sjávarútvegi.“
Lestur blaðsins 200 mílur
gefur sterklega til kynna að
ekki sé ástæða til að óttast
framtíðina.
Þar er fjallað um aukna
sjálfvirkni í sjávarútvegi.
Kristján Ármannsson, yfir-
maður tæknilegra lausna hjá
fyrirtækinu Samey, sem meðal
annars setur upp róbóta, er
einn viðmælenda. Fyrirtækið
er með verkefni á Íslandi og í
Noregi, ef ekki víðar. Í viðtal-
inu lýsir hann fyrstu skrefum
róbótavæðingar þar sem jap-
ansk-íslenskir þjarkar raða
þungum kössum á bretti og tel-
ur að í framtíðinni gætu róbót-
ar séð um velflest störf í fisk-
vinnslu og jafnvel unnið við
hlið fólks á snyrtilínunni í
frystihúsinu.
Óvíða eru menn komnir jafn
langt og íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki í umhverfisvænum
aðgerðum og fiskiflotinn er
framarlega í að draga úr kol-
efnislosun.
Sjávarútvegur snýst ekki
bara um að draga bein úr sjó.
Meira að segja þar skipta sam-
félagsmiðlar máli. Í blaðinu er
rætt við Teit Jónasson, fram-
kvæmdastjóra ís-
lensk-danska
markaðsfyrir-
tækisins Bing
Bang, sem hefur
sérhæft sig í að
koma vörum á
framfæri á kín-
verskum sam-
félagsmiðlum, um hinn flókna
markað í Kína.
Í blaðinu er fjallað um
Sjávarútvegsráðstefnuna, sem
haldin verður í lok næstu viku,
dagana 7. og 8. nóvember, í
Hörpu.
Dagskrá ráðstefnunnar seg-
ir sína sögu. Þar verður fjallað
um allt frá meðhöndlun fisks
til sölu á íslenskum fiski í er-
lendum netverslunum, orku-
notkun og orkugjafa í sjávar-
útvegi og markaðinn fyrir
nýjar hugmyndir.
Það er líka ánægjulegt að sjá
þá áherslu sem lögð er á að
kynna nemendaverkefni úr
sjávarútvegstengdu námi. Fátt
er mikilvægara en að efla
áhuga ungs fólks á að helga sig
sjávarútvegi á öllum sviðum
hans þannig að viðgangur
greinarinnar verði sem best
tryggður.
Guðbrandur Sigurðsson var
einn þeirra sem höfðu veg og
vanda af því að ráðstefnan var
fyrst haldin fyrir tíu árum.
Hann rekur í samtali við 200
mílur hvernig framleiðni og
skilvirkni hafi aukist í íslensk-
um sjávarútvegi og á ekki von
á öðru en að sú þróun haldi
áfram, til dæmis blómstri ný-
sköpun hjá verkefnum á borð
við Sjávarklasann og jafnt stór
sem smá sjávarútvegsfyrir-
tæki virðist leggja sig fram um
að sinna þróunarstarfi af
metnaði. Reynslan sýni að
þetta þróunarstarf skili sér
ótrúlega fljótt inn í rekstur
fyrirtækja.
Í öðru viðtali segir Axel
Helgason, formaður stjórnar
Sjávarútvegsráðstefnunnar,
að fyrirtæki í íslenskum sjáv-
arútvegi þurfi að gera sér
grein fyrir að aðrar fiskveiði-
þjóðir keppist við að saxa á það
forskot, sem íslenskar sjávar-
afurðir hafi lengi notið.
Það er til marks um hvað Ís-
lendingar hafa staðið framar-
lega að erlendir keppinautar
treysti í auknum mæli á ís-
lenskar tæknilausnir. Axel
segir að með þessu hafi greinin
á vissan hátt grafið undan
eigin hagsmunum og selt frá
sér forskotið, en um leið sé
eðlilegt og æskilegt að flytja
íslenskt hugvit út með þessum
hætti.
Með sjávarútvegi var horn-
steinninn lagður að velmegun
og velsæld á Íslandi og það er
mikilvægt að hann haldi áfram
að dafna og vera í fremstu röð.
Íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki
hafa verið iðin við að
nýta sér framfarir í
tækni og tryggja sér
sess í fremstu röð}
Mikilvægi sjávarútvegs
S
tarfshópur sem ég skipaði til að setja
fram leiðbeiningar um hvernig
fjalla mætti um geðheilbrigðismál í
fjölmiðlum á fordómalausan hátt
skilaði niðurstöðum sínum til mín
nýlega. Hópurinn var skipaður í samræmi við
stefnu og aðgerðaáætlun Alþingis í geðheil-
brigðismálum til fjögurra ára.
Hópurinn leitaðist við að kynna sér málið frá
öllum sjónarhornum og fékk til fundar við sig
fjölda sérfræðinga, s.s. notendur geðheilbrigð-
isþjónustunnar, aðstandendur, fjölmiðlafólk og
veitendur geðheilbrigðisþjónustu. Formaður
starfshópsins var Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og í
hópnum sátu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti,
mennta- og menningarmálaráðuneyti, Blaða-
mannafélagi Íslands, Háskóla Íslands og Sam-
ráðsvettvangi geðúrræðanna á höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðið með vinnu hópsins var ekki að setja reglur
um umfjöllun fjölmiðla um þessi mál, heldur miklu frekar
að setja fram viðmið fyrir fjölmiðla sem vonandi nýtast
sem leiðarvísir í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Viðmiðin
eru því hugsuð sem stuðningur fyrir fjölmiðla sem vilja
fjalla af ábyrgð um geðheilbrigðismál og aðstæður fólks
sem á einhverjum tíma í lífi sínu glímir við geðrænan
vanda.
Það má ekki skilja viðmiðin sem svo að ætlunin sé að
draga úr umfjöllun um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum.
Mikilvægi opinnar umræðu í þessum málaflokki er þvert á
móti mjög mikið. Allt sem við gerum til að draga úr for-
dómum í samfélaginu, að hverju sem þeir for-
dómar beinast, er af hinu góða. Heiðarleg, opin
og vönduð umræða um geðheilbrigðismál þar
sem fjallað er af virðingu um þá sem hlut eiga
að máli er því þýðingarmikil.
Starfshópurinn skipti verkefni sínu í tvennt
og vann annars vegar viðmið vegna almennrar
umfjöllunar um geðheilbrigðismál og hins veg-
ar viðmið vegna umfjöllunar um sjálfsvíg. Við-
miðin sem snúa að almennri umfjöllun um geð-
heilbrigðismál innihalda til dæmis
leiðbeiningarorð um það að ljá eigi fólki með
geðrænan vanda rödd í fjölmiðlum, ýta ekki
undir staðalímyndir fólks með geðrænan
vanda með röngum eða fordómafullum um-
mælum og skilgreiningum, og kynda ekki und-
ir fordómum um að fólk með geðrænan vanda
sé hættulegra en annað fólk.
Hvað umfjöllun um sjálfsvíg varðar tók hópurinn fram í
viðmiðum sínum að mikilvægt væri að sýna varúð í um-
fjöllun um sjálfsvíg almennt, fræða almenning og gæta
nærgætni í viðtölum við aðstandendur.
Ég vona að þau muni ná eyrum sem flestra sem starfa í
fjölmiðlum, en einnig til almennings. Við þurfum nefnilega
líka að líta í eigin barm og vera meðvituð um að það sem
við skrifum og deilum á samfélagsmiðlum og á netinu al-
mennt hefur áhrif. Ég er þess fullviss um að þessi vinna
muni koma að góðum notum, leiða til opnari umræðu um
geðheilbrigðismál og þar með eyða fordómum.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Tölum um geðheilbrigði
Höfundur er menntamálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikill meirihluti sveitarfé-laga landsins hefur ekkiuppfyllt kröfur laga umað setja sér fullgildar
jafnréttisáætlanir og virðast mörg
sveitarfélög enn eiga langt í land.
Sveitarfélögum ber að leggja fram
jafnréttisáætlanir til samþykktar í
sveitarstjórnum ekki síðar en ári eft-
ir sveitarstjórnarkosningar, en sein-
ast var kosið til sveitarstjórna 26.
maí 2018. Lagt var fram bréf Jafn-
réttisstofu um stöðu þessara mála á
seinsta stjórnarfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Þar kemur
fram að 18. október sl. höfðu 26%
sveitarfélaga skilað fullgildum jafn-
réttisáætlunum.
Jafnréttisáætlanir eru ein af
forsendum þess að fyrirtæki, stofn-
anir og sveitarfélög geti fengið jafn-
launavottun. ,,Samkvæmt upplýs-
ingum frá skrifstofu jafnréttismála í
forsætisráðuneytinu skulu 56
sveitarfélög hafa öðlast vottun fyrir
árslok 2019. Skv. yfirliti Jafnréttis-
stofu um aðila sem öðlast hafa vottun
hafa þrjú sveitarfélög fengið vottun
staðfesta,“ segir í bréfi Jafnrétt-
isstofu. Sveitarfélögin þrjú sem feng-
ið hafa vottun eru Fljótsdalshérað,
Hafnarfjörður og Mosfellsbær.
Öll ráðuneyti vottuð
Samkvæmt lögum og reglum
um vottun á jafnlaunakerfum eiga öll
fyrirtæki og stofnanir sem eru með
250 starfsmenn eða fleiri að hafa öðl-
ast jafnlaunavottun í lok yfir-
standandi árs. Á lista Jafnréttisstofu
má sjá að um nýliðin mánaðamót
höfðu samtals 112 fyrirtæki og stofn-
anir hlotið vottun. Á þeim lista eru 24
ríkisstofnanir.
Samkvæmt upplýsingum Katr-
ínar Bjargar Ríkarðsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, er
staðan í dag sú að að allt stjórnar-
ráðið er með sameiginlega jafnrétt-
isáætlun og hafa öll ráðuneytin nú
lokið jafnlaunavottun.
Samþykkt var í stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga að
senda erindi Jafnréttisstofu til kynn-
ingar til allra sveitarfélaga og hvetja
sveitarfélög sem hafa ekki sett sér
jafnréttisáætlun til að gera slíkt.
Um miðjan mars sl. kallaði Jafn-
réttisstofa eftir jafnréttisáætlunum
frá 72 sveitarfélögum. Fram kemur í
bréfi Jafnréttisstofu að nú sjö mán-
uðum síðar hafa 19 sveitarfélög skil-
að fullgildum jafnréttisáætlunum. Í
þeim hópi eru Reykjavíkurborg,
Hafnarfjörður, Fljótsdalshérað, Ár-
borg, Skútustaðahreppur og Dalvík-
urbyggð svo dæmi séu nefnd. 36 önn-
ur sveitarfélög hafa brugðist við
erindi Jafnréttissstofu. Jafnrétt-
isáætlanir 25 þessara sveitarfélaga
hafa ekki enn uppfyllt kröfur lag-
anna en í þeim hópi eru m.a. Kópa-
vogsbær, Reykjanesbær, Vest-
mannaeyjabær, Vesturbyggð,
Hveragerði og Akranes. Endur-
skoðun er sögð vera í gangi eða að
hefjast í átta sveitarfélögum, þ. á m.
Akureyrarbæ, á Ísafirði og í Garða-
bæ.
17 hafa ekki brugðist við
Þrjú sveitarfélög telja sig ekki
þurfa að setja sér jafnréttisáætlun.
Þau eru Langanesbyggð, Svalbarðs-
hreppur og Skorradalshreppur.
17 sveitarfélög hafa ekki brugð-
ist við erindi Jafnréttisstofu og í hópi
þeirra eru 12 sveitarfélög sem ber
lögum samkvæmt að hafa fengið
jafnlaunavottun fyrir lok yfirstand-
andi árs. Þetta eru m.a. Þingeyjar-
sveit, Seltjarnarnesbær, Norður-
þing, Bolungarvík og Grímsnes- og
Grafningshreppur.
26% sveitarfélaga
hafa uppfyllt kröfur
Morgunblaðið/Eggert
Barátta Markmiðið með jafnréttisáætlunum og jafnlaunavottun er að vinna
gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði.
Fyrirtæki og stofnanir með 25
eða fleiri starfsmenn eiga að
setja sér jafnréttisáætlanir sem
afhentar skulu Jafnréttisstofu.
,,Árið 2017 var kallað eftir jafn-
réttisáætlunum 72 opinberra
stofnana. 92% þeirra skiluðu
fullnægjandi áætlunum. Árið
2018 var kallað eftir jafnréttis-
áætlunum fyrirtækja með 250
eða fleiri starfsmenn. Innköll-
unin náði til 115 fyrirtækja. 90%
skiluðu fullnægjandi áætlunum.
Nú í haust hófst svo innköllun
jafnréttisáætlana fyrirtækja þar
sem starfa 150-249 starfsmenn.
Innköllunin náði til 69 fyrirtækja.
Innköllun stendur enn yfir og því
ekki búið að taka saman heimt-
ur. Næstu innkallanir munu ná til
fyrirtækja með 90-149 starfs-
menn haustið 2020 og fyr-
irtækja með 25-89 starfsmenn
haustið 2021,“ segir Katrín Björg
Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu.
Um og yfir
90% skil
INNKÖLLUN ÁÆTLANA