Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 ✝ Valdimarfæddist 26. október 1966 á Sel- fossi. Hann lést að heimili sínu 21. október 2019. Foreldrar hans eru Bjarni Valdi- marsson, f. 1941, og Guðfinna Karls- dóttir, f. 1945. Syst- ur hans eru Þóra, f. 1965, maki Guð- mundur S. Áskelsson, f. 1956, Emma Dröfn, f. 1971, maki Guð- mundur Jensson, f. 1969, og Sandra Björk, f. 1976, maki Steinþór Ingi Þórsson, f. 1977. og eiga þau eina dóttur, Sölku Liljan, f. 10. febrúar 2016, Bryn- dís Ósk, f. 25. apríl 1993, og Magnús Þór, f. 18. október 1997, maki Lilja Margrét Sigurðar- dóttir, f. 18 desember 1997. Valli ólst upp í Þorlákshöfn og bjó þar alla tíð. Fór ungur út á vinnumarkað, fljótt eftir grunnskólanám. Hann var hand- laginn og vann við ýmis störf, sótti sjóinn í nokkur ár, vann við smíðar og síðustu árin vann hann í laxeldinu Ísþór í Þorláks- höfn. Fjölskyldan var honum hjartfólgin. Valli átti mörg áhugamál, hafði mikinn áhuga á tónlist, hestum, hlaupum, hjól- reiðum ásamt annarri útivist og sást hann sjaldan öðruvísi en með myndavélatöskuna á bak- inu. Útför hans fer fram frá Þor- lákskirkju í dag, 2. nóvember 2019, klukkan 13. Árið 1983 kynnt- ist Valdimar Þor- björgu Jónínu Magnúsdóttur frá Bolungarvík, f. 30. október 1966, og gengu þau í hjóna- band 12. apríl 1997. Foreldrar hennar eru Magnús Snorrason, f. 1946, og Friðgerður Pét- ursdóttir, f. 1943. Valli og Bogga, eins og þau eru alltaf kölluð, eignuðust þrjú börn: Bjarni Már, f. 19. mars 1987, maki Eva María Hilm- arsdóttir, f. 24. nóvember 1981, Nú er kominn tími til að kveðja þig, elsku pabbi minn. Það verður ansi erfitt að kíkja í heimsókn í Básahraunið og fá ekki að hitta afa Valla. Þess í stað munum við hlýja okkur við allar þær frábæru stundir sem við áttum saman. Það var alltaf hægt að leita til þín ef það vantaði að laga eða gera við eitthvað. Þú kunnir og gast einhvern veginn allt. Við gátum setið tímunum saman og hlustað á vínylplötur sem þú áttir og þú last bækl- ingana fyrir mig og kenndir mér að meta tónlist. Í seinni tíð höfum við svo far- ið á ófáa tónleikana saman og skemmt okkur konunglega. Áhugi þinn á íþróttum smit- aðist fljótt yfir á mig og það voru óteljandi íþróttamót og fótboltaleikirnir sem þið mamma fóruð á, til þess að fylgjast með mér, vítt og breitt um landið. Þú varst dásamlegur afi og þið Salka Liljan alltaf að brasa eitthvað saman, hvort sem það var að gera við hjól, fara með gras á hjólbörunum eða kubba saman. Við skulum reyna að vera dugleg að fara í fjallgöngur, því það fannst þér svo skemmtilegt. Ég skal læra á myndavélina þína svo hægt verði að taka sómasamlegar myndir af fjöl- skyldunni við öll helstu tilefni. Ég mun halda áfram að sækja tónleika með flytjendum þér að skapi. Síðan verðum við dugleg að brasa nógu mikið með Sölku og „litla barninu“ og halda minningu þinni á lofti með myndum og leik. Elsku pabbi minn, við á Ás- vallagötunni elskum þig og munum alltaf gera. Þinn sonur, Bjarni Már. Elsku pabbi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvað ég á að skrifa til þín. Það er svo óbærilega sárt að horfa á eftir þér og hugsa til þess að geta aldrei verið með þér aftur. Ég gæfi allt sem ég á og allt sem ég á eftir að eignast til þess að geta hitt þig og spjallað við þig um allt og ekk- ert. Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa, fann það snemma að þú myndir seint fara að neita litlu stelpunni þinni og nýtti ég mér það óspart á yngri árum þegar mig vantaði eitthvað eða langaði í eitthvað fallegt. Við höfum alltaf verið svo góð saman, aldrei neitt vesen á okk- ur og við gerðum alltaf það sem okkur langaði þegar okkur hentaði. Ég hef alla tíð elskað útivistardelluna í þér og þá sér- staklega kunnað vel að meta hana síðustu árin, ég væri ekki búin að labba eða hjóla helm- inginn af því sem ég hef gert ef það væri ekki fyrir þig. Þú varst mér alltaf efstur í huga ef ég fór á nýja staði eða fann nýjar leiðir og alltaf sá fyrsti sem ég varð að segja frá ferðunum mínum. Við áttum samt eftir að skoða svo margt og ferðast svo margt saman. Ég var ekki búin að vera lengi í Þýskalandi en allan tím- ann var ég að skipuleggja hvað þú yrðir að sjá og upplifa þegar þið mamma kæmuð að heim- sækja mig. Pabbi, þú ert besti pabbi í heimi og betri ferðafélaga í gegnum lífið er varla hægt að hugsa sér. Takk fyrir allt. Ég veit að þú veist að við elskum þig. Þín Bryndís. Ég hitti Valla áður en ég hitti Bjarna. Hann var kynntur fyrir mér sem ákjósanlegur tengda- faðir. Mér hefur greinilega litist nokkuð vel á, þar sem ég þurfti ekki mikillar sannfæringar við þegar ég kynntist syninum nokkrum mánuðum síðar. Mér var vel tekið af fjölskyldunni og á góðar minningar frá dýrmæt- um samverustundum: bústaða- ferðum, fimmtugsferð til Berl- ínar og tónleikum. Valli var mikill áhugamaður um tónlist, hafði góðan smekk og lét flotta viðburði ekki framhjá sér fara. Hann reyndist mér svo sann- arlega góður tengdafaðir. Dásamlegast var þó að fylgjast með honum í afahlutverkinu. Þar blómstraði hann. Salka Lilj- an dýrkar afa sinn og ég veit að það er gagnkvæmt. Hún naut góðs af því að Vallafi átti oft erfitt með að sitja kyrr. Hann þvældist með hana í vinnuna að kíkja á fiskana, í sveitina að skoða hestana, út að hjóla og í aparóluna á leikvellinum. Það var alltaf hægt að finna sér eitt- hvað að brasa. Ljósmyndirnar sem til eru frá ævintýraferðum litlu manneskjunnar, sem og fjölskyldunnar allrar, eru ómet- anlegar. Það er stórt skarðið sem við hin munum gera okkar besta við að fylla. Við höfum minningarnar. Sögurnar. Ljósmyndirnar. Takk, Valli. Eva María Hilmarsdóttir. Vertu sæll kæri vinur, ég kveð þig nú með sorg í hjarta og tár á kinn þótt fenni í sporin þín þá lifir lag þitt enn þú löngum spannst þín draumaljóð á hverjum morgni rís sólin og stafar geislum inn til mín. Hún lýsir upp daginn og þerrar öll mín tár breiðir úr sér um bæinn og heilar öll mín sár. Þó að nóttin klæðist myrkri sem móðir dagsins hún þér ann og þegar skuggar leita á þig kæri vinur mundu að á hverjum morgni rís sólin og stafar geislum inn til þín Hún lýsir upp daginn og þerrar öll þín tár breiðir úr sér um bæinn og heilar öll þín sár Elsku mamma, pabbi, Bogga okkar, Bjarni Már, Eva María, Bryndís Ósk, Maggi Þór, Lilja og Salka Liljan, megi guð og góðir vættir hugga okkur öll og styrkja á þeim erfiðu tímum sem fram undan eru. Elsku Valli bróðir, við gleym- um þér aldrei. Þínar systur, Þóra, Emma Dröfn og Sandra Björk. Þegar mér barst sú harma- fregn að Valli væri látinn var mér ljóst að með honum væri horfinn sjónum kær vinur, sem mun lifa með mér alla tíð. Ég á ekki marga vini, en nokkra góða og Valli var einn af þeim. Frá- fall hans er mér þungbært og virkilega erfitt að horfast í augu við þann veruleika að hitta hann aldrei aftur. Stuðningur minn í sorginni er hins vegar góðar minningar og samverustundir sem ég átti með honum. En hvar skal byrja þegar kynnin ná svo langt sem bernskuminnið nær. Við Valli kynntumst því aldrei formlega, hann var einfaldlega strákurinn í næsta húsi og örlögin gripu þannig í taumana að við höfum verið vinir frá barnæsku. Þegar við komumst á skólaaldur feng- um við þá skemmtilegu flugu í höfuðið að gefa hvor öðrum jólagjafir, en þær máttu ekki kosta mikið. Ein jólin gaf hann mér lítinn myndaramma með hvítum bak- grunni þar sem hann hafði skrifað„rauður hestur“. Ég skildi ekki þá að hin raunveru- lega spaugsemi var vandlega geymd fram að næstu jólum, en þá gaf hann mér aftur lítinn myndaramma sem á stóð „sami hesturinn, annað sjónarhorn“. Þetta minningarbrot er til marks um þá einstöku sköpun- ar- og kímnigáfu sem alla tíð einkenndi Valla. Við Valli höfðum mörg sam- eiginleg áhugamál og fórum oft saman á tónleika, kvikmyndahá- tíðir og myndlistasýningar. Ljósmyndaferðirnar voru einkar skrautlegar og litríkar. Auk þess eyddum við löngum tíma á malbikaða vellinum við félagsheimilið þar sem við æfð- um körfuboltahittni með mjög svo undarlegum kastaðferðum, stundum þarf ekki meira til þegar markmiðið er að eiga gæðastund með vini sínum. Hlaupin voru Valla í blóð bor- inn enda var hann einstakur hlaupari. Mér er það minnisstætt þeg- ar við fórum saman til að hlaupa maraþon í Amsterdam. Ég var búinn að skrifa niður ná- kvæma áætlun varðandi upp- byggingu hlaupsins, taktík, hraða og næringu. Valli hafði enga áætlun, ekkert markmið en hélt á einu orkugeli sem hann ætlaði kannski að nota. Hlaupið gekk ágætlega hjá mér en miklu betur hjá Valla. Hann hljóp einfaldlega eins hratt og hann taldi sig komast upp með og lauk maraþoninu rétt við þrjár klukkustundir – það var nýtt HSK-met sem stendur enn í dag. Friðrik Pétursson var einn af hans allra bestu vinum. Við þrír höfum marga fjöruna sopið og félagsskapurinn við þá miklu sómadrengi var ávísun á ógleymanlegar stundir. Ég veit fyrir víst að við Friðrik munum báðir sárlega sakna þeirra stunda sem við þrír áttum sam- an og hefðum átt að eiga saman. Þótt heimsóknum fækkaði með árunum hittumst við Valli alltaf reglulega eða töluðum saman í síma. Þá var ómissandi hefð á hverju ári að heimsækja Valla og Boggu á aðfangadag, jólin byrjuðu ekki hjá mér fyrr en þeirri heimsókn var lokið. Dauðinn fer sannarlega ekki í manngreinarálit og ég á stund- um erfitt með að skilja heim- sóknir hans. Ég minnist Valla með þakk- læti og hlýju. Hann var góðum gáfum gæddur, hugmyndaríkur, ljúfur og spaugsamur vinur. Við fráfall hans er vandfyllt skarð höggvið í hópinn. Hans verður sárt saknað. Gunnar Víðir Þrastarson. Við hittumst flest haustið 1973 til að setjast í fyrsta bekk Grunnskóla Þorlákshafnar. Ein- hver bættust seinna í hópinn og önnur hurfu á braut. Árgang- urinn var stór og fór mest í 33 börn í bekknum sem á þeim ár- um var ekki skipt upp heldur kennt í einu lagi. Hópurinn var líflegur, einhverjir myndu jafn- vel segja að hann hafi verið há- vær og enn aðrir myndu jafnvel nota orðið erfiður. Flesta daga skemmtum við okkur hins vegar vel. Að jafnaði var félagi okkar Valli hrókur alls fagnaðar í þessum hópi, enda mikill húm- oristi. Meðal námsgreina í grunnskólanum voru „drama- tímar“ hjá Vernharði Linnet, þar sem við þurftum að setja upp leikrit, búa til sögusvið, semja handrit og skipa í hlut- verk. Þeir sem lentu í hópi með Valla þurftu lítið fyrir þessu að hafa, þar sem sköpunargleði hans og leikrænir hæfileikar tryggðu árangurinn. Þessir eiginleikar gerðu Valla að vinsælum félaga, hrekklaus húmor hans og fjörleiki settu svip á bekkinn og kennslustund- ir. Að loknu grunnskólanámi fór Valli að vinna. Hann vann við fiskvinnslu og sjómennsku, en lengst vann hann við fiskeldi hjá Ísþór í Þorlákshöfn. Hann var eftirsóttur starfskraftur, duglegur og útsjónarsamur starfsmaður sem kunni sín störf til hlítar. Valli var góður íþróttamaður. Hann fór öll sumur í sveit, þannig að hann tók ekki þátt í knattspyrnu eða öðrum íþrótta- greinum sem stundaðar voru í Þorlákshöfn. Það kom þó nokkrum sinnum fyrir að hann kæmi með að spila útileiki í 3. og 4. flokki UMF Þórs í knattspyrnu í uppsveit- um Árnessýslu. Var þá náð í hann í sveitina og hann settur beint í bakvörð- inn. Það sem e.t.v. vantaði á í tækni var bætt upp með þrótti og vilja. Valli fór hins vegar að hlaupa langhlaup eftir þrítugt, var frábærlega þolinn og fór hratt yfir. Það þótti saga til næsta bæjar þegar Valli slóst í hóp íslenskra maraþonhlaupara, til að hlaupa sitt fyrsta mara- þonhlaup í Amsterdam. Hann var fyrstur í mark af íslensku hlaupurunum, sem langflestir höfðu meiri reynslu en Valli af slíkum hlaupum og hlupu sín hlaup eftir ákveðnu plani. Valli hafði hins vegar það plan eitt að hlaupa hratt. Síðan færði hann sig í hjólreiðar og þá voru líka valdar langar vega- lengdir og farið út í hvernig veðri sem var. Valli fann hana Boggu sína snemma og hófu þau búskap um tvítugt. Þau eignuðust börnin sín þrjú og barnabarn og bjuggu alla tíð í Þorlákshöfn. Þau voru mjög samrýnd og ann- að þeirra sjaldnast nefnt án þess að nafn hins fylgdi með. Okkur bekkjarsystkinunum fannst alltaf gaman að hitta Valla, hvort sem var á förnum vegi eða í hópi gamalla bekkjar- félaga. Hann hafði afar þægilega nærveru, húmor og alltaf gam- an að ræða við um heima og geima. Í okkar hóp er höggvið skarð sem ekki verður fyllt, hans verður sárt saknað. Að leiðarlokum kveðjum við góðan vin og þökkum allar sam- verustundirnar. Minningar um góðan mann ylja. Við viljum senda innilegar samúðarkveðjur til Boggu og fjölskyldu. Einnig sendum við innilegar samúðar- kveðjur til foreldra hans, systra og fjölskyldna þeirra. Fyrir hönd bekkjarsystkina úr árgangi 1966, Björgvin Jón Bjarnason. Hann var fyrsti maðurinn sem ég heilsaði þegar ég mætti til starfa sem ungur fiskeldis- nemi hér í Þorlákshöfn árið 1988. Með því handabandi hófst samleið og samstarf okkar Valdimars, samstarf sem hélst til hinsta dags, með fárra ára hléi vegna gjaldþrota og kreppu í fiskeldisbransanum. Á þetta samstarf bar aldrei skugga, enda var hann með ein- dæmum úrræðagóður, bóngóð- ur, ljúfur í samskiptum og sam- viskusamur. Það var því engin tilviljun þegar fiskeldisstöðin Ísþór var endurreist árið 2009 að nafn Valla kom fyrst upp í hugann þegar kom að manna- ráðningum. Hann var maðurinn sem gott var að hafa sér við hlið í amstri dagsins og fyrstur til að mæta á vettvang ef það var eitthvert „bras og vesen“. Það voru einmitt orð sem við gripum oft til að gamni okkar þegar hlutirnir gengu ekki alveg að óskum; að fiskeldi væri bara óttalegt bras og vesen! En örlögin höguðu því þannig að í fiskeldi varð okkar sameig- inlegi vettvangur í áratugi og ófáar stundirnar sem við stóð- um tveir við bólusetningarvél- ina og ræddum saman um heima og geima. Það var gef- andi, því Valli var vel að sér um marga hluti og viðræðugóður. Við fórum líka í ógleyman- legar ferðir á fiskeldissýningar í Noregi, dvöldum þá saman allan sólarhringinn og þá var sko ekkert bras og vesen. Þessar minningar eru nú einstaklega dýrmætar. Valli var áhugamaður um hjólreiðar og útivist og sinnti því áhugamáli alla tíð. Fyrst og fremst var hann þó fjölskyldu- maður og duldist það engum sem þekkti hann að Bogga og börnin þeirra, barnabarnið, for- eldrar hans og systur voru það fólk sem stóð hjarta hans næst. Mikill harmur er nú kveðinn að þessari samheldnu fjölskyldu, auk vina, vinnufélaga og sam- ferðafólks í bænum okkar. Ég þakka Valla Bjarna far- sæla samfylgd og trygga vin- áttu frá fyrstu kynnum og við vinnufélagarnir í fiskeldisstöð- inni Ísþór sendum fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Örn. Valdimar Bjarnason ✝ Reynir Guð-bjartsson fæddist í Sælings- dal í Dölum 21. október árið 1934. Hann lést á Dval- arheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. október 2019. Foreldrar hans voru Guðbjartur Jónas Jóhannsson og Karítas Hannesdóttir. Reynir var næstelstur af átta systkinum. eiga þrjá syni. 5) Bjarka, sambýliskona Þórunn Elva Þórðardóttir. Alls eru afkom- endurnir 32. Reynir og Helga Björg hófu búskap á Kjarlaksvöllum og ráku þar sauðfjárbú. Auk bú- starfanna stundaði Reynir ým- is störf, var mjólkurbílstjóri, skólabílstjóri, ökukennari og rak eigið vélaverkstæði og saumastofuna Karítas. Einnig gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir Kaupfélag Saurbæinga Skriðulandi og var sláturhús- stjóri í nokkur ár. Útför Reynis fer fram frá Staðarhólskirkju í dag, 2. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Reynir giftist 20. maí 1956 Helgu Björgu Sig- urðardóttur frá Kjarlaksvöllum í Dölum. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Úlfar Rúnar, maki Svanborg Einarsdóttir, þau eiga tvo syni. 2) Sigurð, hann á tvo syni, 3) Þröst, sem á tvo syni og tvær dæt- ur. 4) Hugrúnu, maki Guð- mundur Gunnarsson, þau Elsku bróðir minn, Reynir Guðbjartsson, er dáinn. Hann lést 17. október 2019, fjórum dög- um fyrir áttatíu og fimm ára af- mælið sitt. Ég er svo glöð að hafa getað heimsótt hann og náð hon- um svo skýrum, ekkert rugl, bara gleði. Nokkrar minningar um þig og mig, til dæmis kom það í þinn hlut að passa mig, þú átta árum eldri. Þú varst góður félagi. Fermingardaginn minn giftist þú fallega klettinum þínum Helgu Björgu og frumburðurinn ykkar var skírður. Á Kjarlaksvöllum þar sem þú bjóst lengst af ævi þinnar var heimavistarskóli. Tengdamóðir þín var bæði skóla- stjóri og kennari. Barnahópi skipt aldurstengt. Eitt sinn er þú sóttir mig til dvalar, við þurftum að vaða yfir á. Við vorum að leggja af stað yfir ána, þá allt í einu birtist svakalega skær og hnöttótt birta svo stutt frá okkur, við spurðum okkur: sástu þetta? Sástu þetta? Þetta fyrirbæri stóð yfir kannski í eina mínútu. Er við sögðum frá þessu trúði okkur enginn. Síðar töldu einhverjir spekingar að þetta hefði verið loftsteinn. Þú bæði bóndi og ökukennari. Allt lék í höndunum á þér. Þú gerðir ýmislegt um ævina en fyrst og fremst varstu góður eig- inmaður, faðir, afi, bróðir og vin- ur og ráðagóður leiðeinandi. Í seinni tíð þurftir þú oft að leggj- ast á sjúkrahús, ýmislegt kom upp, oftast nær náðir þú ótrúlega vel heilsu en hefur nú kvatt okk- ur. Þú fékkst að kveðja í svefni, elsku bróðir minn. Takk fyrir líf- ið. Hvíldu í friði. Þessi kveðja er frá systur þinni Svanhildi. Ég vona að þú takir á móti mér þegar ég kem og þú passir mig og leið- beinir. Svanhildur Guðbjartsdóttir. Reynir Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.