Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Lárus Dagur
Pálsson
annað en að hafa gaman af þeim
systkinum en Lalli var stríðn-
ispúkinn í hópnum og lagði sig
stundum fram um að ganga fram
af systrum sínum. Þá átti hann
það til að herma eftir ýmsum,
jafnframt að segja sögur af fólki
sem við þekktum. Þetta voru
skemmtilegar stundir á Hofsósi,
hvort heldur sem var í jólaboð-
um eða öðrum samverustundum
fjölskyldunnar. Það var áberandi
hvað Lalli var mikill vinur ömmu
sinnar og afa og hvað hann var
nærgætinn og hugulsamur við
þau. Seinna unnum við saman á
skrifstofu FISK Seafood. Hann
vann þar nokkur sumur og vet-
urinn eftir stúdentspróf en árið
eftir fór hann í viðskiptafræði í
HÍ. Það fór ekki framhjá neinum
að þarna fór efnilegur piltur.
Jafnframt námi spilaði hann
körfubolta með Tindastóli, lengi
sem fyrirliði. Hann var góð
skytta og góður alhliða leikmað-
ur. Við ræddum oft þennan tíma
og sagði hann okkur sögur úr
leikjum og þá hvernig liðið náði
oft að snúa vonlausri stöðu í sig-
ur. Ekki hvað síst hafði hann
gaman af þjálfara Stólanna á
þeim tíma, Vali Ingimundarsyni,
en hann bar mikla virðingu fyrir
honum.
Hestamennskan var sameig-
inlegt áhugamál okkar. Í gegn-
um tíðina höfum við oft tekið inn
á haustin, þá gjarnan trippi
svona til að undirbúa þau fyrir
frekari tamningar. Lárus var
úræðagóður og næmur á hrossin
ekki síður en á mannfólkið.
Hann var góður járningarmaður,
tamdi sína hesta og við hjálp-
uðum hvor öðrum. Síðustu ár
fórum við í nokkrar hestaferðir
og er okkur ofarlega í huga sú
frábæra ferð sem við fórum yfir
Kjöl í sumar. Lárus tók saman
við Önnu Sif frænku mína. Í
gegnum árin höfum við fjöl-
skyldurnar átt saman ómetan-
legar stundir. Við hittumst alltaf
á jóladag en það var okkur öllum
dýrmætt. Oft höfum við Lárus
verið saman í göngum og þá
gjarnan með tengdaföður hans
Ingimari, í Vesturfjöllunum eða
Austurdalnum. Mannkostir Lár-
usar hafa örugglega komið sér
vel í samskiptum við starfsfólk
og viðskiptavini þeirra fyrir-
tækja sem hann stýrði. Okkur er
sagt að hann hafi haft sérstakt
lag á að halda í viðskiptavini fyr-
irtækjanna á erfiðum markaði
enda maður sátta og sanngirni.
Lárus Dagur var sannur vinur
sem gott var að vera í návist við.
Nú að leiðarlokum er okkur fjöl-
skyldunni efst í huga þakklæti til
kærs frænda og félaga. Anna
Sif, Páll Ísak, Ingimar Albert,
Kolfinna, Páll og Helga, Ingimar
og Kolla systkini og fjölskyldur.
Við biðjum þess að allar góðar
vættir vaki yfir ykkur og styrki í
ykkar miklu sorg.
Ingimar og
Ingibjörg Rósa.
Það er sárt að kveðja góðan
vin, söknuðurinn er svo óbæri-
legur að því fá engin orð lýst.
Undanfarnir dagar hafa liðið
eins og í vondum draumi en
engu að síður er þetta kaldur
raunveruleikinn. Sem betur fer
er margs að minnast og þær
minningar ylja okkur nú.
Ég kynntist Lárusi Degi á
Króknum þegar við spiluðum
saman í körfunni. Við náðum
strax vel saman og þróaðist með
okkur góður vinskapur. Þrátt
fyrir að Lalli og Anna flyttu svo
suður héldum við alltaf góðu
sambandi.
Lalli var góð fyrirmynd, kom
alltaf vel fram og var góður vin-
ur sem alltaf var hægt að
treysta á. Hann var sannarlega
vinur vina sinna og átti afar auð-
velt með að samgleðjast og
fagna velgengni annarra. Hann
var sjálfur mjög hógvær maður
að eðlisfari og kannski ekki allt-
af meðvitaður um hversu magn-
aður hann var í raun og veru.
Við pössuðum alltaf vel upp á
að hittast reglulega og gera eitt-
hvað skemmtilegt saman. Þrátt
fyrir að ég flytti til Danmörku
breyttist það ekki mikið. Við
vorum duglegir við að hringja
hvor í annan eða skrifast á. Það
þurfti ekki löng símtöl til en oft-
ar en ekki gengu þau út á eitt-
hvað skemmtilegt, eitthvað
hversdagslegt sem við höfðum
upplifað eða heyrt. Sem dæmi
ræddum við myndina „Nýtt líf“ í
nokkur ár, það var nóg að segja
„Herjólfur, hver er þessi Herj-
ólfur?“ þá gátum við hlegið og
sagt bless. Við gátum talað um
allt og ekkert, alvarlega sem og
skemmtilega hluti.
Þegar einhverjir stærri við-
burðir áttu sér stað innan fjöl-
skyldunnar, skírn, afmæli, brúð-
kaup o.s.frv., þá mætti Lalli
alltaf og hann var hrókur alls
fagnaðar. Það var alltaf gaman
þegar Lalli var með. Ég gleymi
aldrei ræðunni sem hann hélt í
fertugsafmælinu mínu. Hann
átti í engum vanda með að halda
ræður og þarna flakkaði hann á
milli íslensku, ensku og dönsku
eins og ekkert væri. Að halda
ræður og segja góðar sögur var
ekkert mál fyrir Lalla.
Lalli, Anna Sif og börnin
heimsóttu okkur til Danmerkur
fyrir nokkrum árum, sem var
frábært. Heimsóknin gaf okkur
tækifæri til þess að kynnast
börnunum þeirra betur, en þeim
tækifærum hafði fækkað eftir að
við fluttum út. Við deildum sög-
um af börnunum í síma en mun
skemmtilegra var að geta verið
saman.
Ég mun alltaf vera glaður og
þakklátur fyrir einstakan vin og
mun alltaf halda í þær góðu
stundir sem við höfum átt sam-
an. Elsku Anna Sif, Páll Ísak,
Ingimar Albert og Kolfinna
Katla, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Kær kveðja,
Óli Barðdal.
Þegar sá góði drengur, Lárus
Dagur, hefur farið svo allt, allt
of fljótt verður mér hugsað til
ársins 2002. Fyrirhugað var að
halda landsmót hestamanna á
Vindheimamelum og bar ábyrgð
á rekstrinum nýstofnað félag
sem hafði ekki úr öðru að spila
en viljanum til að halda mótið
með glæsibrag. Mér fannst hins
vegar þekkingu á því hvernig
markmiðinu skyldi náð vanta
sárlega hjá okkur sem bárum
ábyrgðina og tíminn óðum að
renna út. Liðið var á vetur þeg-
ar hringt var úr Skagafirði og
kom í ljóst að viðmælandi minn
hafði sömu áhyggjur. En hann
taldi að lausnin væri sú að við
myndum leita til Lárusar Dags
og fá hann til að taka að sér
framkvæmdastjórn. Til að gera
langa sögu stutta þá gekk þetta
eftir, Lárus tók verkið að sér.
Ekki þarf að orðlengja að þegar
Lárus hafði tekið við stjórn
mála fóru hlutirnir að gerast.
Hann kom með nýjar og ferskar
hugmyndir um hvernig skyldi
staðið að málum og úr hinum
skagfirska hatti sínum dró hann
fram hina ýmsu snillinga sem
komu að undirbúningnum og
rekstrinum þá og síðar. Þegar
mótið hófst var umgjörðin þann-
ig að eftir var tekið. Og dæmið
gekk upp, gestir fjölmenntu
þúsundum saman, þar með talið
forsetahjónin og Bretaprins-
essa. Lárus Dagur átti eftir að
koma að næstu landsmótum og
setja mark sitt á þau. Alls voru
þau fjögur, á árunum 2002-2008,
sem öll gengu upp fjárhagslega
og meðalfjöldi áhorfenda var á
annan tug þúsunda og náði há-
marki 2008 þegar Lárus sat
sjálfur við stjórnvölinn. Hesta-
menn geta horft með stolti til
þessa tímabils í sögu landsmót-
anna en ég hef hins vegar stund-
um velt því fyrir mér hvernig
hefði til tekist hefði Lárusar
ekki notið við.
Ég á mjög góðar minningar
frá samstarfinu við Lárus á
þessum tíma. Hann hafði þegið í
arf það besta frá báðum foreldr-
um, ljúfmenni sem gat líka verið
fastur fyrir ef á þurfti að halda
og óhemju duglegur og sam-
viskusamur. Svo var hann Skag-
firðingur í húð og hár og átti
framtíðina fyrir sér. En enginn
veit. Þegar ég minnist þessa
tíma og Lárusar kemur upp í
hugann landsmótslagið sem
hann fékk Gunnar Þórðarson til
að semja og Guðmundur Andri
gerði texta við, Ég á mér stað.
„Brekkur anga
blær á vanga
á bak mig langar og svo halda‘ af
stað“
Nú þegar góður drengur er
genginn óskum við Ragna Önnu
Sif, börnum þeirra og öðrum að-
standendum Guðs blessunar á
þessum erfiðu tímum.
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Í dag fylgi ég góðum félaga
síðasta spölinn, á heimaslóðum
hans í Skagafirði.
Við Lárus Dagur hittumst
fyrst árið 2006 þegar BM Vallá
og Límtré Vírnet sameinuðust.
Hann kom frá Límtré Vírneti en
ég hafði unnið lengi hjá BM
Vallá. Lárus Dagur kom yfir til
BM Vallár, fyrst sem fjármála-
stjóri, en varð svo forstjóri
Hornsteins sem er móðurfélag
BM Vallár, Björgunar og Sem-
entsverksmiðjunnar.
Við náðum strax vel saman og
urðum strax góðir vinir. Við átt-
um margt sameiginlegt, vorum á
svipuðum aldri, báðir sveita-
strákar með hestadellu og báðir
að byggja okkur hús í sama
hverfi í Kópavogi.
Lárus var með hesthúspláss í
Spretti og þróuðust hlutirnir
þannig að ég fékk inni í sama
húsi. Við vorum oft á sama tíma í
hesthúsinu, seint á kvöldin, þeg-
ar aðrir voru farnir og við riðum
saman inn í kvöldblíðuna í Heið-
mörkinni, oft vel ríðandi. Lárus
sagði að hestamennskan væri
hans núvitund; maður, hestur og
náttúra.
Í þessum reiðtúrum ræddum
við um hestana sem við vorum á,
ræktunaráform og svo ræddum
við líka um hvernig við gætum
nálgast verkefni morgundagsins
í vinnunni. Þessar umræður
voru alltaf á jafningjagrundvelli
þótt Lárus væri yfirmaður minn.
Við fórum í margar skemmti-
legar hestaferðir saman, meðal
annars á Löngufjörur, komum
við á heimaslóðum mínum á
Suðurlandi þegar við riðum
Þjórsárbakka og Lárus Dagur
bauð okkur fjölskyldunni að
koma með sér, fjölskyldu sinni
og vinum að reka trippi á afrétt
og ríða í Austurdal. Sú ferð er
afar eftirminnileg og var ein-
staklega vel tekið á móti okkur
fjölskyldunni. Ég sé okkur fé-
lagana fyrir mér þegar við riðum
úr Ábæ í Merkigil, við riðum hlið
við hlið, ég á bleikálóttum, Lárus
á jörpum, við vorum vel ríðandi,
riðum alla af okkur og vorum
glaðir og kátir. Við vorum kóng-
ar um stund.
Lárus Dagur hafði mjög góða
nærveru og löðuðust strákarnir
mínir að honum, hann nálgaðist
þá á jafningjagrundvelli, spurði
þá að nafni og sagðist heita Lalli
og var til í sprell.
Í vinnunni var hann samherji,
hvatti til góðra verka. Hann var
fyrirliðinn í liðinu og notaði
leikjafræði úr körfunni til að
nálgast verkefnin og stillti upp
leikkerfi til sigurs.
Ég minnist góðs vinar með
hlýhug og af virðingu og sendi
Önnu Sif, börnunum þeirra og
foreldrum Lárusar og systrum
hans hjartanlegar samúðar-
kveðjur frá okkur Álfheiði og
strákunum okkar. Minningin um
góðan dreng mun lifa.
Gunnar Þór Ólafsson.
„Lítillátur, ljúfur, kátur“ birt-
ist Lárus í hesthúsinu hjá mér
fyrir hartnær tíu árum. Hann
bjó í nágrenninu og vantaði
pláss fyrir tvo hesta. Ég hafði
kynnst honum áður í hestaferð-
um með fjölskyldu hans og öðr-
um vinum mínum og þekkti til
starfa hans sem framkvæmda-
stjóra Landsmóts. Lárus var
góður vinur, einstaklega hlýleg-
ur, kátur og umfram allt traust-
ur. Lalli var góður söng- og
sögumaður, enda Skagfirðingur.
Hann var röskur til verka og
fljótur að járna hest. Hann kom
oft seint á kvöldin í hesthúsið
eða um helgar með fjölskylduna,
enda tóku önnur verkefni hans
tíma, fjölskyldulíf, húsbygging,
vinna og síðustu árin, stjórn
stórfyrirtækis. Það var gæfa
hans að eiga Önnu og börnin.
Honum virtust allir vegir færir.
Einn fallegan sumarmorgun
vorum við staddir í bítið á Mikla-
bæ í morgunhressingu og vorum
að fara með stóðið fram að Gils-
bakka. Mér er það minnisstætt
augnablik þegar við Lalli horfð-
um út um gluggann og virtum
fyrir okkur dásemdarútsýnið yf-
ir vötnin og héraðið. Þá spyr
Lalli mig hvernig mér lítist á fol-
öldin, ég sagði honum eins og
var að ég hefði ekki farið niður í
Nes til að líta á þau. En ég hefði
litið á þau áðan í gegnum sjón-
aukann og ég sæi ekki betur en
þau væru fjarska falleg. Að
þessu hlógum við vinirnir og sé
ég hann ennþá fyrir mér bros-
andi þessa morgunstund. Í fram-
haldinu fengum við okkur morg-
unhressingu og spurði ég Lalla
hvort við ættum ekki að fá okkur
hvolp með. Hann hafði ekki
heyrt þetta áður. Ævinlega eftir
þetta töluðum við aldrei um ann-
að en hvolp okkar á milli þegar
þessi staða kom upp og augna-
blikið hentaði.
Lalli var fyrirtaks reiðmaður
og í miklu uppáhaldi hjá honum
var hesturinn hans Tónn, sem
þau Anna ræktuðu út af hryssu
af heimakyni frá Ingimar pabba
Önnu. Tónn er fasmikill töltari
og sé ég þá fyrir mér glæsta á
leiðinni út í vornóttina spilandi
tóntegundina saman, hreinan og
góðan tölt tón. Þar voru þeir
sannarlega kóngar um stund.
Lárus var örlátur og góður
vinur vina sinna. Dag einn fyrir
jól sendu Anna og Lalli mér kort
um að hesturinn Askur væri mín
eign. Askur er bróðir hestsins
Tóns og töldu þau að ég myndi
hafa gaman af honum, sem sann-
arlega hefur ræst og er hann
einn af reiðhestum mínum í dag.
Það var happafengur að kynn-
ast Lalla. Við ætlum að muna
hann eins og hann var. Lítillát-
an, ljúfan, kátan, með stríðnis-
glampann í augunum í góðra
vina hópi.
Nú er komið að kveðjustund,
allt of fljótt. Með sorg í hjarta
kveðjum við góðan vin. Hugur
okkar er hjá Önnu Sif og börn-
unum, foreldrum hans og fjöl-
skyldunni allri.
Bjarni og Bjarnveig (Veiga).
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON
fyrrverandi borgarstjóri og
seðlabankastjóri,
Fjölnisvegi 15, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 28. október.
Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. nóvember
klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Ás styrktarfélag.
Björg Jóna Birgisdóttir Már Vilhjálmsson
Gunnar Jóhann Birgisson Sveinbjörg Jónsdóttir
Ingunn Mjöll Birgisdóttir Viktor Gunnar Edvardsson
Lilja Dögg Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir, amma, systir, mágkona og
tengdamóðir,
ÞÓRARNA V. JÓNASDÓTTIR
sérkennari og leiðsögumaður,
Skaftahlíð 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. október.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 5. nóvember
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Jón Sigfússon Freyja Valsdóttir
Bjarni Sigfússon
Ragnhildur, Ólafur og Krístólína
Jenný, Anna og Halldóra
Vilbergur, Þórarna og Valur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR STEINAR KETILSSON
fyrrv. skipherra,
lést á Landspítalanum 27. október.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 5. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarsjóð til búnaðarkaupa fyrir
Landhelgisgæslu Íslands. Reikningur 0301-22-2507, kt.
710169-5869.
Sólveig Baldursdóttir
Baldur Óli Sigurðsson Hildur A. Ármannsdóttir
Ketill Sigurðsson
Daníel Freyr, Brynhildur, Irma og Ármann Steinar
Okkar elskaða
HJÖRTFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Staðarhrauni 21, Grindavík,
lést sunnudaginn 27. október.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Erna Rún Magnúsdóttir Óðinn Árnason
Berglind Anna Magnúsdóttir Þráinn Kolbeinsson
Hjalti Magnússon
Andrea Dögg Björnsdóttir Þórólfur Gíslason
Guðmundur Jónsson
Brynja Jónsdóttir Sigurbjörn Elíasson
Ólafur Örn Jónsson Þóranna Ólafsdóttir
og ömmubörnin Hjörtfríður, Árni Jakob og Þröstur