Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. 60 ára Ingrid ólst upp í Mosfellssveit en býr í Reykjavík. Hún er leik- kona og leiðsögumaður að mennt og leikstýrir þar að auki. Hún verður að heiman á afmælinu. Maki: Sólrún Jóns- dóttir, f. 1960, ljósmyndari og leið- sögumaður. Foreldrar: Sólveig Budsberg, f. 1936 í Noregi, d. 1988, húsmóðir. Stjúpfaðir: Einar Jóhann Jónsson, f. 1928, d. 2019, bifvélavirki og leigubílstjóri. Þau voru bú- sett í Mosfellsbæ. Ingrid Herdís Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Aukin ábyrgð á börnum gæti valdið þér hugarangri í dag. Smá skammtur af ást lagar allt. Sýndu oftar tilfinningar þínar. 20. apríl - 20. maí  Naut Treystu á sjálfa/n þig og varastu áhrif frá öðrum. Dustaðu rykið af gömlu áhugamáli og njóttu þín í botn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nægjusemi og þolinmæði eru góðir kostir. Það kemur ný persóna inn í líf þitt fljótlega sem verður til þess að þú endurmetur líf þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú tekur stórt skref fram á við í verkefni sem hefur of lengi legið í ládeyðu. Ástarsamband er byggt á sandi, gerðu þér grein fyrir því í tíma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver sem skiptir máli kann að leita álits þíns í dag. Hættu að hafa áhyggjur og reyndu að njóta dagsins. Kvöldið verður skemmtilegt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur verið gaman að fara ótroðnar slóðir en til þess þarf bæði kjark og þrautseigju. Vertu opinn fyrir hug- myndum sem geta haft jákvæð áhrif á starfsframa þinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sýndu börnum athygli í dag. Leggðu spilin á borðið í deilumáli og sjáðu hvað gerist. Ekki hlusta á kjaftasögur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það sem þig vantar birtist óvænt. Vertu viðbúin/n. Þú hefur enga ró í þínum beinum til að hlusta á afsakanir annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leitaðu aðstoðar vina varðandi breytingar á heimilinu. Reyndu að sigla á milli skers og báru í nágrannadeilum. Þú færð skemmtilegar fréttir af vini. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst lítið miða áfram og það er ekki á þínu valdi að breyta því. Taktu upp hanskann fyrir vini þína. Þú munt upp- skera eins og þú sáir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Brjóttu odd af oflæti þínu, hreinsaðu andrúms- loftið og gakktu til sátta við mótherja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að lenda ekki í milli þegar vinir þínir deila. Eyddu meiri tíma með fólki sem lætur þér líða vel. Einhver reynir að villa á sér heimildir. Feita Jarpi og á veturna heldur hann hesta á félagssvæði Fáks í Víðidal ásamt dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Með syni sínum á hann bát Sveinbjörn fór að stunda hesta- mennsku af krafti. Á tímabili fór hann á hverju sumri í vikulangar hestaferðir með Fjallavinafélaginu S veinbjörn Runólfsson er fæddur 2. nóvember 1939 í Ölvisholti í Flóa. Sem barn tók Sveinbjörn þátt í hefðbundnum sveitastörf- um en í Ölvisholti var stórt kúabú, um hundrað kindur og nokkrir hest- ar. „Ég minnist þess ekki að hafa átt frítíma utan sveitastarfanna,“ segir Sveinbjörn þegar hann er spurður frekar út í æskuárin. Sveinbjörn gekk í barnaskóla í Þingborg og var útskrifaður þaðan tólf ára gamall. Fimmtán ára réð hann sig í vinnu hjá Ræktunar- sambandi Flóa og Skeiða sem jarð- ýtustjóri. Sautján ára keypti hann sér vörubíl og hóf akstur fyrir bænd- ur og vegagerð. Tveimur árum síðar seldi hann bílinn. Á þeim árum kynntist hann eiginkonu sinni og festu þau kaup á lítilli íbúð í Reykja- vík. Þá réð hann sig í vélavinnu hjá Íslenskum aðalverktökum og síðar hjá Almenna byggingarfélaginu. Tví- tugur að aldri hóf hann akstur fyrir Mjólkursamsöluna. Eftir fjögurra ára starf þar keypti hann tvær loft- pressur og stofnaði fyrirtækið Svein- björn Runólfsson sf. og tók að sér múrbrot og síðar sprengingar. Fljótlega fjölgaði vélunum og fyrirtækið fór að gera tilboð í gatna- gerð með lögnum, sjóvarnargarða o.fl. Sveinbjörn setti einnig upp lax- eldi og framleiddi lax í sjókvíum í nokkur ár. Árið 1997 breyttist nafn fyrirtækisins í Sæþór ehf., en þá var fyrirtækið farið að sérhæfa sig í hafnardýpkunum. Sveinbjörn rak fyrirtæki sitt í um 50 ár með góðum árangri. Það fór rólega af stað en ekki leið á löngu þar til fyrirtækið var með 10-20 manns í vinnu og fyrir- tækið kom víða við sögu. M.a. við gerð Óseyrarbrúar, olíuhöfnina í Ör- firisey, gatnagerð víða, m.a. í Selási, Breiðholti, Grafarvogi, Flóaveg og hafnardýpkanir víðsvegar um landið. „Ég hafði mjög gaman af rekstrinum og hafði unun af því að skipuleggja fyrirtæki mitt og vinnu, setja saman hagstæð tilboð og ná árangri.“ En Sveinbjörn hefur líka haft nóg fyrir stafni í sínum frítíma. Fyrir um 35 árum hófu þau hjónin að byggja sumarbústað í landi Ölvisholts og sem þeir gera út frá smábátahöfninni Snarfara og veiða í soðið. Þá hefur Sveinbjörn fylgt börnum sínum og barnabörnum eftir í ýmsum íþrótt- um, auk þess sem hann hefur lengi verið fastagestur á leikjum Fylkis í Árbænum í fótbolta. Á efri árum hef- ur hann svo farið að stunda golf- íþróttina, auk þess sem hann hjólar um á rafmagnshjóli og fer í sund í Ár- bæjarlaug. „Ég fer út á hverjum morgni á rafmagnshjólinu og við hitt- umst gamlir verktakar sex sinnum í viku í Mjóddinni.“ Fjölskylda Eiginkona Sveinbjörns var Lilja Júlíusdóttir, f. 1.10. 1937, d. 13.2. 2016, húsmóðir og handverkskona. Foreldrar hennar voru Júlíus Bjarnason, f. 5.7. 1903, d. 10.11. 1939, og Sigurlín Árnadóttir, f. 8.12. 1905, d. 18.2. 1969, bændur í Akurey í Landeyjum. Börn Sveinbjörns og Lilju eru 1) Sigrún Sveinbjörnsdóttir, f. 29.1. 1973, uppeldis- og menntunarfræð- Sveinbjörn Runólfsson, fyrrverandi verktaki í Reykjavík – 80 ára Fjölskyldan Lilja og Sveinbjörn með börnum sínum, Sigrúnu og Runólfi, og yngstu barnabörnunum, Lilju Rún og Sveinbirni, í Frakklandi. Dýpkaði hafnir kringum landið Morgunblaðið/Árni Sæberg Verktakinn Sveinbjörn við stærsta dýpkunarprammann sinn. Í Snarfara Veitt í soðið. 30 ára Einar er Hafnfirðingur og er með BS-gráðu í íþróttafræði . Hann er eftirlitsmaður hjá Sérefni og handknatt- leiksmaður hjá FH. Maki: Unnar Ómars- dóttir, f. 1990, innkaupastjóri hjá Sér- efni. Dóttir: Móeiður, f. 2018. Foreldrar: Eiður Arnarson, f. 1951, d. 2006, eigandi AKS og síðar FMH, og Hafdís Jónsdóttir, f. 1957, eigandi Sig- urbogans, bús. í Hafnarfirði. Einar Rafn Eiðsson Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Móeiður Einarsdóttir fæddist 8. júní 2018. Hún var 16 merk- ur og 52 cm. Foreldrar hennar eru Einar Rafn Eiðsson og Unnur Ómarsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.