Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 45

Morgunblaðið - 02.11.2019, Síða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019 Enska fótboltaliðið Chelsea hefur aldrei heillað mig sér- staklega, enda þótt ég hafi eins og flestir aðrir Íslendingar haft taugar til þess á meðan Eiður Smári Guðjohnsen var þar á meðal leikmanna. Þá heimsótti ég einmitt Eið og leikmenn liðsins á æfinga- svæðið og var tekið afar vel og fékk að spjalla við nokkra af þekktustu köppum þess á þeim tíma. Skömmu seinna keypti hinn rússneski Roman Abramovich fé- lagið og það hefur síðan unnið marga stóra titla og jafnan skartað öflugum og dýrum leik- mannahópi. Nú eru hins vegar áhugaverðir tímar á Stamford Bridge. Chelsea var sett í kaupbann og gat ekki styrkt sig í sumar, og mun ekki heldur geta keypt menn í komandi janúarmánuði. Chelsea hefur í vetur „neyðst“ til þess að tefla fram ungum leikmönnum sem hafa verið á mála hjá félaginu en verið lánaðir annað, þar sem ekki var pláss fyrir þá í liðinu. Þetta hefur gengið vonum framar. Chelsea hitti líka greini- lega á hárrétta stjórann, gömlu hetjuna Frank Lampard, til að taka við liðinu í sumar. Chelsea hefur unnið sex af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni og er í fjórða sæti. Undir hans stjórn blómstra strákarnir í ensku úrvalsdeild- inni. Í síðasta leik í deildinni not- aði Lampard sjö leikmenn sem voru á bekknum eða í láni annars staðar síðasta vetur og vann 4:2 útisigur. Mér hugnast það mun betur að sjá lið byggjast upp á þennan hátt en að keypt sé stjarna í hverja stöðu. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þýskaland Hoffenheim – Paderborn......................... 3:0 Staða efstu liða: Mönchengladb. 9 6 1 2 19:9 19 Bayern M. 9 5 3 1 24:11 18 Freiburg 9 5 2 2 17:10 17 Wolfsburg 9 4 5 0 11:5 17 Hoffenheim 10 5 2 3 14:13 17 Dortmund 9 4 4 1 20:11 16 RB Leipzig 9 4 3 2 17:10 15 Schalke 9 4 3 2 14:9 15 Leverkusen 9 4 3 2 14:13 15 E.Frankfurt 9 4 2 3 16:14 14 B-deild: Hannover – Sandhausen......................... 1:1  Rúrik Gíslason lék fyrstu 90 mínúturnar fyrir Sandhausen. Spánn B-deild: Real Oviedo – Almería ............................ 0:0  Diego Jóhannesson var ekki í leik- mannahópi Oviedo. Ítalía B-deild: Spezia – Chievo........................................ 0:0  Sveinn Aron Guðjohnsen lék fyrstu 74 mínúturnar með Spezia. Frakkland Dijon – París SG....................................... 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður hjá Dijon. Holland B-deild: De Graafschap – Excelsior..................... 0:0  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Katar Al-Arabi – Al Wakrah ............................. 2:2  Birkir Bjarnason lék allan leikinn og skoraði jöfnunarmark Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. KNATTSPYRNA Í NJARÐVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvík og Stjarnan mættust í Dominos-deild karla í körfuknatt- leik í gærkvöldi við vægast sagt hættulegar aðstæður í Njarðtaks- gryfju Njarðvíkinga. Fyrir utan íþróttahúsið hafði fundist gamalt dínamít fyrr um daginn og þurftu allir sem inn í húsið komu að ganga inn bakdyramegin. Hvað um það, leikurinn fór fram á tíma og var hin besta skemmtun. Það þurfti fullar 40 mínútur til að skera úr um sigurvegara kvöldsins og var það Nick Tomsick sem lok- aði leiknum með síðustu körfunni þegar lokaflautið gall, eftir ótrúlegt áhlaup Njarðvíkinga í lokaleikhlut- anum. 78:76-sigur Stjörnumanna varð raunin og það voru svekktir Njarðvíkingar sem gengu til bún- ingsherbergja í leikslok. Njarðvíkingar frumsýndu Kyle Williams, nýjan leikmann sem á að taka við keflinu af Evaldas Zabas sem var látinn fara frá félaginu. Kyle kom í vikunni og kannski erf- itt að dæma hann út frá sinni frammistöðu þetta kvöldið. Stjörnu- menn hins vegar án Hlyns Bær- ingssonar ennþá vegna meiðsla og hafa þeir saknað hans sárt í síðustu leikjum. Það virtist ekki ætla að koma að sök því Stjörnumenn spiluðu vel framan af leik og stefndi í nokkuð auðveldan sigur. Það voru í raun bara ótrúlegar lokasekúndur leiksins þar sem Maciej Baginski jafnaði leikinn í 76 stigum með þristi sem dansaði á hringnum. Sem fyrr segir lokaði Nick Tomsick kvöldinu með sigur- körfunni. Stjörnumenn spiluðu vel í kvöld og rúlluðu sóknarleik sínum vel. Ægir Steinarsson tætti varnar- leik Njarðvíkinga í sig hvað eftir annað og bjó til fyrir félaga sína sem skiluðu sínu. En að missa slík- an leik niður er ákveðið áhyggju- efni. Njarðvíkingar halda sínu striki, þ.e.a.s. leikur þeirra virðist vera í einhverju haltu-mér-slepptu- mér-sambandi við andstæðingana. Það sem stóð upp úr í gærkvöldi virtist vera að þeir spiluðu best þegar Bandaríkjamaður þeirra, Wayne Martin, sat á tréverkinu. Sóknin rúllaði hratt og gæti þetta mögulega verið einhver vísir að þeirra næstu skrefum. Nýliðarnir grátlega nálægt Nýliðar Fjölnis voru grátlega ná- lægt sigri á heimavelli gegn Grindavík. Fjölnismenn voru með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir en Grindavík skoraði sjö síðustu stigin og tryggði sér sigur, 92:91. Í Grafarvoginum var einnig mikil spenna og dramatík. Jamal Olasawere tryggði sigurinn á víta- línunni þegar tæp sekúnda var til leiksloka. Fjölnismenn geta nagað sig í handarbökin því þeir fóru illa með síðustu sóknir sínar í leiknum. Í þeirri næstsíðustu, áður en Grindavík skoraði síðustu stigin, köstuðu þeir boltanum einfaldlega frá sér. Grindavík hefur unnið tvo leiki í röð eftir þrjú töp í upphafi móts. Nú er að komast betri mynd á Grindavíkurliðið, sem var svolítið þunnskipað til að byrja með. Fjöln- ismenn hafa tapað þremur leikjum í röð en eins og sást berlega í gær eiga þeir erindi í efstu deild í vet- ur. Háspenna í báðum leikjum  Magnaðar lokasekúndur í Njarðvík  Sprengiefni í grennd setti ekki fram- kvæmd leiksins úr skorðum  Grindvíkingar unnu naumlega í Grafarvogi Ljósmynd/Skúli Sig Sigurkarfan Úr þessari þröngu stöðu tókst Nikolas Tomsick að hitta og tryggja Stjörnunni sigurinn. Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers hefur komist að samkomulagi við Stjörnuna um að yfirgefa félagið eftir eitt sumar í Garðabænum. Diljá er á leiðinni til Ajax í Hol- landi til reynslu þar sem hún verð- ur í tíu daga, samkvæmt frétt hjá Fótbolta.net í gær. Diljá kom til Stjörnunnar frá FH fyrir sumarið og skoraði eitt mark í sextán leikjum á síðustu leiktíð. Hún hefur skorað eitt mark í fimm leikjum með U17 ára landsliði Ís- lands. Alls hefur hún skorað tvö mörk í 39 leikjum í efstu deild. Diljá verður til reynslu hjá Ajax Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ajax Diljá Ýr Zomers er á leið til Amsterdam til æfinga. Í gær kom fram í Fréttablaðinu að Kolbeinn Sigþórsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefði verið handtekinn í Stokkhólmi en hann leikur með AIK í Svíþjóð. Var vísað í frétt Expressen um að leikmaður í deildinni hefði verið handtekinn vegna hegðunar á skemmtistað en Fréttablaðið full- yrti að um Kolbein væri að ræða. Expressen nefndi heldur ekki nafn liðsins og það gerði Aftonbladet ekki heldur. Samkvæmt sænsku blöðunum mun viðkomandi hafa lent í ryskingum við dyraverði. Sagður hafa verið handtekinn Morgunblaðið/Eggert Stokkhólmur Kolbeinn Sigþórsson er til umfjöllunar utan vallar. Dalhús, Dominos-deild karla, föstudag 1. nóvember 2019. Gangur leiksins: 7:2, 11:6, 18:19, 20:25, 25:29, 33:35, 37:47, 48:54, 56:56, 61:60, 64:64, 67:70, 76:74, 81:78, 86:82, 91:92. Fjölnir: Viktor Lee Moses 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 19/7 fráköst, Róbert Sigurðsson 19/13 stoðsendingar, Jere Vucica 18/7 fráköst, Vil- hjálmur Theodór Jónsson 13, Egill Agnar Októsson 2. Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn. Grindavík: Jamal K Olasawere 28/ FJÖLNIR – GRINDAVÍK 91:92 16 fráköst, Valdas Vasylius 25/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björns- son 13, Ingvi Þór Guðmundsson 11/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 9/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafs- son 4, Björgvin Hafþór Ríkharðs- son 2. Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason. Njarðtaksgryfjan, Dominos-deild karla, föstudag 1. nóvember 2019. Gangur leiksins: 5:4, 13:6, 15:14, 18:24, 20:34, 24:39, 28:40, 32:47, 34:49, 38:57, 42:60, 46:63, 54:65, 60:71, 62:72, 76:78. Njarðvík: Mario Matasovic 23/15 fráköst/3 varin skot, Wayne Ernest Martin Jr. 16/5 fráköst/6 varin skot, Maciek Stanislav Baginski 15/4 frá- köst, Ólafur Helgi Jónsson 7/4 frá- köst, Jon Arnór Sverrisson 5/4 frá- köst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 5/6 fráköst, Kyle Steven Williams 4, Logi Gunnarsson 1. NJARÐVÍK – STJARNAN 76:78 Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn. Stjarnan: Nikolas Tomsick 19/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilm- arsson 19/18 fráköst, Jamar Bala Akoh 15/11 fráköst, Kyle Johnson 8/5 fráköst, Arnþór Freyr Guð- mundsson 6, Ágúst Angantýsson 5/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 5/6 fráköst/9 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 1. Fráköst: 28 í vörn, 21 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson. Áhorfendur: 213

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.