Morgunblaðið - 02.11.2019, Qupperneq 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
NÝTT
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GÁMAFESTINGAR
Einföld lausn til að tryggja að gámar fjúki ekki.
Gámafestingar og undirstöður
fyrir flutningagáma
Tryggðu gámnum þínum góða festu
á undirstöðu eða steypt plan
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Hljómsveitin Mógil gaf í september
út sína fjórðu breiðskífu er nefnist
Aðventa. Í þetta skipti notar hljóm-
sveitin sígildu skáldsöguna Aðventu
eftir rithöfundinn Gunnar Gunnars-
son sem innblástur fyrir bæði lög og
texta. Hvert lag tekur á ákveðnum
hluta sögunnar og reynir hljóm-
sveitin að skapa þá tilfinningu og
stemningu sem fylgir sögunni.
Meðlimir Mógils eru þau Heiða
Árnadóttir, söngvari hljómsveit-
arinnar, Joachim
Badenhorst sem
spilar á klarínett,
Hilmar Jensson á
gítar, Kristín
Þóra Haralds-
dóttir á víólu og
Eiríkur Orri Ólafsson á trompet.
„Þetta kom bara upp sem hug-
mynd,“ segir Heiða um aðdragand-
ann að því að gera plötu innblásna af
Aðventu. „Við vorum á tónleika-
ferðalagi í Belgíu í fyrra og hugs-
uðum hvað okkur langaði að gera
næst því við ætluðum að taka upp
nýja plötu í sumar.
Allar okkar plötur eru þema-
kenndar; á fyrstu plötunni, Ró, var
haustþema, önnur platan, Í stillunni
hljómar, var sumarplata og svo var
vetrarþema á Korriró, þeirri þriðju.
Við vorum að velta fyrir okkur hvað
væri næst og okkur datt í hug að
gera jólaplötu en þá kom Eiríkur
Orri trompetleikari með þessa hug-
mynd að nota Aðventu.“
Heiða segir að sér þyki mjög vænt
um söguna og hún les hana á hverri
aðventu. „Þetta var einhvern veginn
fyrsta hugmyndin og sú besta,“ seg-
ir hún og hlær. „Við lásum öll bókina
og fengum innblástur frá henni.“
Saga sem býður upp á margt
Aðventa fjallar um fjárhirðinn og
vinnumanninn Benedikt sem á
hverju ári gengur aleinn uppi á
öræfum landsins í leit að sauðfé sem
ekki hefur skilað sér við smala-
mennsku um haustið. Það hefur
hann gert í 27 ár og fylgir sagan
einni slíkri svaðilför Benedikts, eða
Fjalla-Bensa eins og hann er kall-
aður, er hann heldur af stað upp á
hálendið á fyrsta sunnudegi aðventu.
Heiða nefnir lag Hilmars á plöt-
unni, Botn, sem dæmi um hvernig
hljómsveitin reynir að fanga tilfinn-
inguna sem Aðventu fylgir. „Botn er
síðasti bærinn sem Bensi heimsækir
áður en hann fer upp á hálendi og
fyrsti bærinn sem hann heimsækir
er hann kemur til baka,“ segir Heiða
og bætir við að þá reyni hljómsveitin
að koma fólki í takt við hlýjuna sem
Bensi finnur fyrir á Botni. „Við
sköpum stemningu við hluta af sög-
unni með hverju lagi,“ segir hún.
„Þessi saga býður upp á svo
margt. Hún er svo köld og það er
þetta frost, þessi dimma og þetta
veður en svo er hún líka með þessa
hlýju og mannkærleik. Hún hefur
einhvern veginn allt þessi saga.
Þessi góðmennska að ætla að bjarga
kindunum frá dauða. Einnig þessi
einvera og þessi maður með sína
brostnu drauma sem eyðir sínum frí-
tíma í að fara og bjarga kindum.“
Gunnar Gunnarsson byggði sögu
sína á raunverulegum manni, Bene-
dikt Sigurjónssyni úr Mývatnssveit,
eins og kom fram í Morgunblaðinu
nýlega. „Það er sagt að það sé hægt
að sjá hvert hann fór þegar hann
þurfti skjól á hálendinu,“ segir
Heiða.
Gefa út hjá þýskri útgáfu
Heiða segir plötuna nokkuð ólíka
fyrri plötum hljómsveitarinnar að
því leyti að nú er um að ræða mun
þrengra viðfangsefni. „Hún er nokk-
uð fastmótaðri en fyrri plötur þar
sem hún einblínir á þessa sögu.“
Þýska plötuútgáfan Winter &
Winter gefur plötuna út og er þetta í
fyrsta skipti sem Mógil vinnur með
útgáfunni. „Fyrsta platan okkar var
gefin út af Radical Duke í Belgíu og
það gekk rosalega vel. Það var mikil
auglýsing og við gátum spilað mikið
úti vegna þess. En svo gáfum við
sjálf út næstu tvær plötur og það
gekk ekki eins vel. Það var erfiðara,“
segir Heiða og kveðst heppin að fá
að starfa með Winter & Winter, það
sé frábær útgáfa.
„Við vorum svo glöð að þau skyldu
taka okkur upp á sína arma en þau
dreifa út um allan heim, meira að
segja í Japan. Þá rætist kannski
draumurinn minn um að spila í Jap-
an,“ segir Heiða sposk en Joachim
Badenhorst, meðlimur sveitarinnar,
hefur verið í samstarfi við Winter &
Winter áður.
Mógil heldur útgáfutónleika á
morgun, sunnudaginn 3. nóvember, í
Gunnarshúsi kl. 17 en í dag, laug-
ardag, kl. 14 leikur hljómsveitin í
Vinaminni á Akranesi á vegum Kal-
man - listafélags. Orri Huginn
Ágústsson leikari mun lesa upp val-
inn texta úr sögunni Aðventu á hvor-
um tveggja tónleikum sem eru
styrktir af Reykjavíkurborg.
Þá hyggst hljómsveitin einnig fara
um landið næsta sumar og spila.
Miða á útgáfutónleikana má kaupa á
midi.is.
Reyna að skapa stemningu
Hljómsveitin Mógil gaf nýverið út sína fjórðu plötu, Aðventu Nota skáld-
sögu Gunnars Gunnarssonar sem innblástur Útgáfutónleikar á morgun
Stemning Hljómsveitin Mógil.
„Hjartað í fjallinu“ er yfirskrift
tónlistardagskrár í Reykholts-
kirkju á morgun sem tileinkuð er
Páli á Húsafelli. Dagskráin hefst
kl. 20.30 og flytjendur eru
Kammerkór Suðurlands undir
stjórn Hilmars Arnar Agnars-
sonar ásamt Reykholtskórnum
undir stjórn Viðars Guðmunds-
sonar. Herdís Anna Jónsdóttir
víóluleikari og slagverksleikarar
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands,
þeir Frank Aarnink og Steef van
Oosterhout sem leika á stein-
hörpur Páls, ásamt honum sjálf-
um, verða einnig meðal flytjenda.
Ljóð við verk Páls hafa í flestum
tilfellum verið ort til hans eða um
hann, m.a. ljóðið við titillag tón-
leikanna en það er eftir Sigurð
Pálsson.
Hljóðfærasmiður Páll á Húsafelli.
Hátíðartónleikar
tileinkaðir Páli
Hin árlega keppni ungra einleik-
ara fór fram 25. og 26. október í
Hörpu. Í dómnefnd sátu Sigrún
Eðvaldsóttir, fiðluleikari og for-
maður dómnefndar, Stefán Jón
Bernharðsson hornleikari, Signý
Sæmundsdóttir söngkona og pí-
anóleikarinn Richard Simm.
Dómnefnd valdi fjóra einleikara
sem koma munu fram með SÍ í
Eldborg á næsta ári, þau Sólveigu
Vöku Eyþórsdóttur sem leikur á
fiðlu, Flemming Viðar Valmunds-
son sem leikur á harmonikku,
Gunnar Kristin Óskarsson sem
leikur á trompet og Kristínu Ýri
Jónsdóttur sem leikur á þver-
flautu.
Fjögur valin
í einleikarakeppni
Konur í rokki verða hylltar með
tónleikum á Hard Rock Café á
morgun kl. 22 en hleypt verður inn
frá kl. 21. Söngkonan Katrín Ýr og
bassaleikarinn Erla Stefánsdóttir, í
samvinnu við VOX Collective,
standa fyrir kvöldinu og munu
flytja marga stórgóða slagara sem
koma allir úr vopnabúrum kvenna í
rokki víðs vegar úr heiminum í
gegnum tíðina, eins og segir á
Facebook um tónleikana. Meðal
þeirra kvenna og sveita sem þær
munu heiðra eru Cranberries, Janis
Joplin og Alanis Morissette.
Katrín er Reykvíkingur en hefur
búið í London og starfað við tónlist
síðastliðin 13 ár sem söngkona.
Erla hefur starfað við tónlist frá
unglingsárum og þá nýlega með
hljómsveit sinni Dalí og einnig með
hljómsveitinni Grúska Babúska. Í
hljómsveit kvöldsins eru, auk Katr-
ínar og Erlu, þeir Helgi Reynir
Jónsson, Jón Ingimundarson og Ed
Broad.
Hylla konur í rokki á Hard Rock Café
Heiðurskona Janis Joplin er meðal
þeirra kvenna sem verða heiðraðar.
Myndlistarmaðurinn Halldór Ragn-
arsson opnar sýningu í menningar-
húsinu Hofi í dag kl. 16. Í umsögn
Gunnars J. Árnasonar heimspek-
ings um verk Halldórs segir m.a. að
þau hafi undafarin ár einkennst af
stuttum setningum sem séu stimpl-
aðar æ ofan í æ með smágerðu og
daufu letri eða páraðar með ákafri
rithendi yfir myndflötinn. „Runur
og spíralar af endurteknum setn-
ingum sem vísa í sjálfa sig eða
merkingu myndarinnar eru eins og
bænaþula sem myndar samfelldan
klið á yfirborðinu,“ er haft eftir
Gunnari í til-
kynningu og að
Halldór hafi
ákveðið að
þurrka út öll um-
merki um rituð
skilaboð á sýn-
ingunni í Hofi.
Þar séu aðeins
auðir fletir sem
vegi salt í ein-
hverri óvissu
milli þess sem er annaðhvort rétt
nýlega yfirstaðið eða hér um bil að
skella á.
Öll ummerki um skilaboð þurrkuð út
Halldór
Ragnarsson