Morgunblaðið - 02.11.2019, Page 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
SALURINN Hamraborg 6 200 Kópavogi 44 17 500 salurinn.is
Jólatónleikar
8. og 9.12.
Aukatónleikar
10.12.
Miðasala
Salurinn.is
SÆTABRAUÐS
DRENGIRNIR
Bergþór, Gissur Páll, Hlöðver og Viðar
ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara.
Sýningin Sveinn Kjarval – það
skal vanda sem lengi á að standa
verður opnuð í sýningarsal Hönn-
unarsafns Íslands í dag kl. 16. Á
henni er sjónum beint að mikil-
vægu brautryðjendastarfi Sveins,
sem fæddist árið 1919 og lést
1981, á sviði húsgagna- og innan-
hússhönnunar um tveggja áratuga
skeið, frá 1950 til 1970. „Þá bárust
hingað ríkjandi hugmyndir um nú-
tímaleg og skynsamleg húsakynni
þar sem húsgögn áttu umfram allt
að vera einföld, létt og hentug og
gerð úr efnivið sem fengi að njóta
sín án nokkurs skrauts,“ segir í
tilkynningu um það tímabil.
Um Svein segir að hann hafi
verið afkastamikill hönnuður inn-
réttinga í nútímastíl fyrir versl-
anir, veitingahús og opinber rými
sem tískusveiflur og nýjar kröfur í
tímans rás hafi nú að mestu afmáð
en séu gerð skil á sýningunni í
samtímaljósmyndum og varð-
veittum teikningum. Húsgögn
Sveins hafi staðist vel tímans tönn
en stefna hans ætíð verið að vanda
það sem lengi ætti að standa.
„Húsgögn Sveins úr safneign
Hönnunarsafns Íslands eru megin-
uppistaðan í sýningunni en safnið
nýtur jafnframt velvildar einstak-
linga sem lána verk og Þjóðskjala-
safns Íslands um lán á teikn-
ingum. Sveinn tileinkaði sér
jafnan þann íslenska efnivið sem
fyrir hendi var – notaði nær ein-
göngu íslensk ullaráklæði og skinn
á stóla og var líklega einna fyrstur
til þess að nota íslenskar berg-
tegundir í innanhússhönnun hér á
landi,“ segir í tilkynningu og að
sýningunni sé ætlað að styðja
söfnunarmarkmið Hönnunarsafns
Íslands á sviði húsgagna- og
innanhússhönnunar og sé framlag
til miðlunar sögu hönnunar á
Íslandi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Áhrifamikill Sveinn hafði mikil
áhrif á íslenska húsgagnasmíð. Hér
er hann á vinnustofu sinni.
Það skal vanda sem
lengi á að standa
Sveinn Kjarval í Hönnunarsafninu
Yfirlitssýningin Guðjón Samúelsson
húsameistari verður opnuð í Hafnar-
borg í dag kl. 17 í tilefni þess að öld
er liðin frá því að Guðjón lauk há-
skólaprófi í byggingarlist árið 1919
og var í framhaldinu skipaður húsa-
meistari ríkisins árið 1920. „Það er
ekki hægt að ala upp góða menn
nema í fallegu umhverfi,“ er haft eft-
ir Guðjóni á boðskorti sýningar-
innar. Aðspurð segir Ágústa Kristó-
fersdóttir, forstöðumaður Hafnar-
borgar og sýningarstjóri ásamt
Pétri H. Ármannssyni arkitekt, sýn-
ingartextana að stærstum hluta
byggjast á frásögn Guðjóns sjálfs
um eigin byggingar. „Á sýningunni
er lögð áhersla á sýn Guðjóns sjálfs
á eigin verk, stílþróun í byggingar-
list hans og líklega áhrifavalda. Þar
verða til sýnis teikningar, ljósmynd-
ir og líkön af byggingum Guðjóns,
ásamt ýmsum tillögum sem ekki
urðu að veruleika,“ segir Ágústa og
bendir á að sýningin sé unnin í sam-
starfi við Þjóðminjasafn Íslands og
Þjóðskjalasafn Íslands sem veittu
ómetanlegt aðgengi að safnkosti sín-
um.
Spurð um tilurð sýningarinnar
rifjar Ágústa upp að Pétur hafi um
margra ára skeið rannsakað Guðjón.
„Fyrir fjórum árum ákváðum við
Pétur að um það bil þegar rannsókn
hans væri tilbúin til útgáfu í bókar-
formi myndum við gera saman sýn-
ingu á verkum Guðjóns,“ segir
Ágústa og bendir á að bók Péturs sé
væntanleg á næsta ári, en sýningin
stendur til 12. janúar 2020. „Guðjón
starfaði hérlendis sem arkitekt frá
því rétt fyrir 1920 og fram til 1950.
Lengst af gegndi hann embætti
húsameistara ríkisins og var sem
slíkur mjög mikilvirkur í því að
teikna allar helstu byggingar lands-
ins sem hið nýfullvalda ríki og síðan
nýstofnaða lýðveldi þurfti á að halda
til að staðfesta stöðu sína sem þjóð
meðal þjóða,“ segir Ágústa, en með-
al bygginga sem Guðjón teiknaði eru
Þjóðleikhúsið, aðalbyggingar
Háskóla Íslands og Landspítalans,
Hallgrímskirkja, Flensborg, verka-
mannabústaðirnir við Hringbraut og
apótekið við Strandgötu í Hafnar-
firði, sem í dag er einkennandi hluti
af sýningarrými Hafnarborgar.
„Guðjón var mjög áfram um það
að reyna að gera umhverfið hér á
landi betra, en umhverfið sem hann
kom inn í þegar hann var að stíga sín
fyrstu skref var Reykjavík strax í
kjölfar Reykjavíkurbrunans þar sem
miðbærinn var að stórum hluta í
rúst. Hans beið því mikið og stórt
hlutverk,“ segir Ágústa og bendir á
að Guðjón hafi verið frumkvöðull á
mörgum sviðum og átt veigamikinn
þátt í nútímavæðingu íslensks sam-
félags. „Opinber staða Guðjóns gaf
honum einstakt tækifæri til áhrifa á
byggingar- og skipulagsmál heillar
þjóðar sem fáum arkitektum hefur
hlotnast fyrr né síðar,“ segir Ágústa
sem verður með sýningarstjóra-
spjall á morgun kl. 14, en Pétur leið-
ir slíkt spjall 24. nóvember kl. 14.
silja@mbl.is
„Áfram um að gera um-
hverfið hér á landi betra“
Yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson opnuð í Hafnarborg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sýningarstjórar Pétur H. Ármannsson og Ágústa Kristófersdóttir.