Morgunblaðið - 02.11.2019, Page 54
54 ÚTVARP | SJÓNVARP
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2019
Á sunnudag Austan 5-10 m/s, en
hægari vindur á Vesturlandi. Skýjað
og úrkomulítið austanlands, en
þurrt og bjart á vesturhelmingi
landsins. Hiti rétt yfir frostmarki við
sjóinn, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag Breytileg átt, 3-8 og líkur á éljum eða
skúrum í flestum landshlutum. Vægt frost, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.
RÚV
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Molang
07.19 Refurinn Pablo
07.24 Húrra fyrir Kela
07.48 Hæ Sámur
07.55 Nellý og Nóra
08.02 Hrúturinn Hreinn
08.09 Bubbi byggir
08.20 Djúpið
08.41 Bangsímon og vinir
09.03 Millý spyr
09.10 Friðþjófur forvitni
09.33 Konráð og Baldur
09.46 Hvolpasveitin
10.10 Dýradans
11.00 Líf fyrir listina eina
12.40 Stúlka ekki brúður
15.05 Með sálina að veði –
Berlín
16.05 Kiljan
16.50 Danskur skýjakljúfur í
New York
17.20 Innlit til arkitekta
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.01 Guffagrín
18.23 Líló og Stitch
18.45 Sætt og gott
18.53 Lottó
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Sporið
20.20 Dansást: Grease
20.25 Grease
22.15 Carrie
23.55 Karl þriðji
Sjónvarp Símans
11.55 Everybody Loves Ray-
mond
12.16 The King of Queens
12.39 How I Met Your Mother
13.00 The Voice US
14.30 Aston Villa – Liverpool
BEINT
17.05 How I Met Your Mother
17.30 Futurama
17.55 Family Guy
18.20 Superior Donuts
18.45 Glee
19.30 The Voice US
20.15 She’s Funny That Way
21.50 The Sum of All Fears
23.55 A Million Ways to Die
in the West
02.05 Haywire
03.35 Síminn + Spotify
Stöð 2
Hringbraut
Omega
N4
Rás 1 92,4 93,5
08.00 Strumparnir
08.25 Skoppa og Skrítla
08.35 Mæja býfluga
08.45 Stóri og Litli
08.55 Blíða og Blær
09.20 Heiða
09.45 Tappi mús
09.50 Mía og ég
10.15 Latibær
10.40 Zigby
10.50 Lína langsokkur
11.15 Ninja-skjaldbökurnar
11.35 Friends
12.00 Bold and the Beautiful
12.20 Bold and the Beautiful
12.40 Bold and the Beautiful
13.00 Bold and the Beautiful
13.20 Bold and the Beautiful
13.45 X-Factor Celebrity
15.00 Um land allt
15.40 Gulli byggir
16.20 Föstudagskvöld með
Gumma Ben
17.15 Leitin að upprunanum
18.00 Sjáðu
18.28 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Sportpakkinn
19.05 Lottó
19.10 Top 20 Funniest
19.55 Goosebumps 2: Hun-
ted Halloween
21.30 Halloween
23.20 Tag
01.00 Sicario 2: Day of the
Soldado
20.00 Heilsugæslan (e)
20.30 Fjallaskálar Íslands (e)
21.00 Suður með sjó (e)
21.30 Bókahornið (e)
endurt. allan sólarhr.
14.30 Jesús Kristur er svarið
15.00 Ísrael í dag
16.00 Global Answers
16.30 Joel Osteen
17.00 Omega
18.00 Joni og vinir
18.30 The Way of the Master
19.00 Country Gospel Time
19.30 Joyce Meyer
20.00 Tomorroẃs World
20.30 Í ljósinu
21.30 Bill Dunn
22.00 Áhrifaríkt líf
22.30 Á göngu með Jesú
20.00 Landsbyggðir
20.30 Föstudagsþátturinn
21.00 Föstudagsþátturinn
21.30 Föstudagsþátturinn
22.00 Nágrannar á norð-
urslóðum (e)
22.30 Eitt og annað (e)
23.00 Að vestan
23.30 Taktíkin
24.00 Að norðan
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Til allra átta.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Þar sem kreppunni lauk
1934.
09.00 Fréttir.
09.03 Á reki með KK.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Loftslagsþerapían.
11.00 Fréttir.
11.02 Vikulokin.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Gestaboð.
14.00 Útvarpsleikhúsið:
Suss!.
15.00 Flakk.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Orð um bækur.
17.00 Tónlist frá A til Ö.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Í ljósi sögunnar.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Sveifludansar.
20.45 Fólk og fræði.
21.15 Bók vikunnar.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Heimskviður.
23.00 Vikulokin.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
2. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:14 17:10
ÍSAFJÖRÐUR 9:32 17:02
SIGLUFJÖRÐUR 9:15 16:44
DJÚPIVOGUR 8:47 16:36
Veðrið kl. 12 í dag
Hæg austlæg átt og yfirleitt þurrt, en 8-13 m/s og smáskúrir syðst á landinu. Austan 5-10
á morgun, en 10-15 með suðurströndinni. Víða bjart veður, en skúrir eða él um landið
austanvert, einkum framan af degi. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en vægt frost norðanlands.
Ef ég væri spurð um
hversu mörg morð ég
hefði séð í sjónvarpi eða í
bíómyndum gæti ég ekki
fyrir nokkra muni svarað
því.
Fjöldinn hlýtur þó að
hlaupa á tugþúsundum,
sé eitthvað að marka
rannsókn sem sýndi að
Bandaríkjamaður hefur að meðaltali séð 200.000 of-
beldisverk á sjónvarpsskjánum þegar hann nær 18
ára aldri. Þar af eru 40.000 morð.
En ég get vel svarað því hversu oft ég hef séð
dömubindi með blóði í sjónvarpi eða bíómyndum.
Aldrei.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum varð uppi fótur og fit
þegar auglýsing breska dömubindaframleiðandans
Bodyform var sýnd í sjónvarpi. Þar mátti sjá blóð-
rauðan vökva sem hellt var á dömubindi til að sýna
rakadrægnina, en hingað til hefur heiðblár vökvi
verið notaður í þessu skyni. Þetta var líka í fyrsta
skiptið sem blóð sást renna niður læri konu í sturtu í
þessu samhengi.
Viðbrögðin voru gríðarleg. „Þetta á að vera
einkamál kvenna. Svona auglýsingar ætti ekki að
sýna á meðan börn eru vakandi,“ skrifaði einn fjöl-
margra sárreiðra sjónvarpsáhorfenda á vefsíðu við-
komandi sjónvarpsstöðvar. Býsna áhugavert í ljósi
þess að auglýsingin var sýnd í auglýsingahléi
glæpamyndar þar sem fólk var myrt á hrottafullan
hátt og blóðið rann í stríðum straumum.
Hugsiði ykkur annars allt blóðið sem hefur runn-
ið úr myrtum og píndum konum á sjónvarps-
skjánum í gegnum tíðina. En það er ekki sama í
hvaða samhengi blóðið rennur.
Ljósvakinn Anna Lilja Þórisdóttir
Það er ekki sama
hvaðan blóðið rennur
Auglýsing Bodyform
fékk hörð viðbrögð.
10 til 14
100% helgi
á K100
Stefán Val-
mundar rifj-
ar upp það
besta úr
dagskrá
K100 frá liðinni viku, spilar góða
tónlist og spjallar við hlustendur.
14 til 18 Algjört skronster Partí-
þáttur þjóðarinnar í umsjá Ásgeirs
Páls. Hann dregur fram DJ græj-
urnar klukkan 17 og býður hlust-
endum upp á klukkutíma partí-mix.
18 til 22 100% helgi á K100
Besta tónlistin á laugardagskvöldi.
Á þessum degi árið 2007 var
ákveðið að fresta endurkomu rokk-
sveitarinnar Led Zeppelin um tvær
vikur vegna fingurbrots gítarleik-
arans Jimmys Page. Tónleikarnir,
sem haldnir voru í minningu Ahmet
Ertegun, stofnanda Atlantic-plötu-
fyrirtækisins, áttu upprunalega að
vera 26. nóvember en var frestað
til 10. desember. Page, söngvarinn
Robert Plant og bassaleikarinn
John Paul Jones höfðu ekki spilað
saman síðan árið 1998 og því var
mikil eftirvænting fyrir tónleik-
unum. Slegist var um miðana, sem
kostuðu um 15.000 krónur.
Fingurbrotinn
gítarleikari
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 4 skýjað Lúxemborg 10 súld Algarve 24 léttskýjað
Stykkishólmur 2 alskýjað Brussel 12 súld Madríd 18 skýjað
Akureyri -2 skýjað Dublin 12 rigning Barcelona 19 léttskýjað
Egilsstaðir -4 léttskýjað Glasgow 8 súld Mallorca 22 skýjað
Keflavíkurflugv. 4 skýjað London 14 skýjað Róm 17 skýjað
Nuuk 2 skýjað París 15 alskýjað Aþena 15 léttskýjað
Þórshöfn 5 heiðskírt Amsterdam 10 súld Winnipeg 0 snjóél
Ósló 1 þoka Hamborg 3 rigning Montreal 4 skýjað
Kaupmannahöfn 6 alskýjað Berlín 4 alskýjað New York 11 heiðskírt
Stokkhólmur 4 alskýjað Vín 6 skýjað Chicago 1 rigning
Helsinki 0 léttskýjað Moskva 0 snjókoma Orlando 23 alskýjað
Hrollvekja frá 1976 byggð á samnefndri skáldsögu Stephens King. Carrie er feim-
in unglingsstúlka sem er alin upp af strangtrúaðri móður og lögð í einelti í skól-
anum. Þegar undarlegir atburðir verða í kringum hana fer hana að gruna að hún
búi yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þegar skólasystkini hennar ákveða að hrekkja
hana á lokaballi skólans taka kraftar hennar völdin með voveiflegum afleiðingum.
Leikstjóri: Brian De Palma. Aðalhlutverk: Sissy Spacek, Piper Laurie og Amy Irv-
ing. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
RÚV kl. 22.15 Carrie
Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is
Metabolic Reykjavík
Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú
Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt
Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi