Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 18

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sóttvarnalæknir er andvígur áform- um umhverfisráðherra um að af- nema starfsleyfi og skráning- arskyldu fyrir brennur, almenningssalerni, daggæslu í heimahúsum og gæludýraverslanir. Frumvarp ráðherrans um breyt- ingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, þar sem þessi stefna er mörkuð, er nú til umfjöll- unar á Alþingi og hafa athugasemd- ir sóttvarnalækn- is við það fyrir hönd embættis landlæknis verið birtar á vef þingsins. Fram kemur að sótt- varnalæknir er ósammála mati ráðuneytisins um mörg atriði í frumvarpinu. Varðandi brennur bendir sóttvarnalæknir á að mönnum hafi á undanförnum misserum orðið æ betur ljós sú hætta sem fólki, einkum með und- irliggjandi heilsufarsvandamál, stafi af loftmengun af völdum bruna. Starfshópur þriggja ráðuneyta vinni að tillögum um hvernig draga megi úr þessari mengun um áramót, þeg- ar hún er mest, og sé líklegt að hann leggi til ýmiss konar takmark- anir til að minnka áhættu fyrir heilsu almennings. Það skjóti skökku við að fella niður leyf- isskyldu á sama tíma og megi telja líklegt að það geti leitt til aukinnar og hættulegri mengunar vegna mögulegra breytinga á því efni sem brennt er, stærð brennanna og stað- setningu þeirra frá íbúabyggð. Hefta þarf útbreiðslu sýkla Þá segir sóttvarnalæknir að hreinlæti á almenningssalernum á fjölförnum stöðum sé gríðarlega mikilvægt til að hefta útbreiðslu allra sýkla. Bendir hann á að fyrir tveimur árum hafi starfshópur heil- brigðisráðherra lagt fram tillögur til að sporna við útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmis og þar hafi sérstaklega verið hvatt til þess að bæta hrein- lætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Mikilvægi hreinlætis Enn fremur segir sóttvarnalækn- ir að mikilvægt sé að allur aðbún- aður og hreinlætisaðstaða í dag- gæslu í heimahúsum sé eins góður og völ er á. Börn séu á fyrstu mán- uðum ævinnar viðkvæm fyrir alls konar sýkingum sem geti reynst þeim erfiðari en eldra fólki. Loks segir í umsögn sóttvarna- læknis að í vestrænum samfélögum sé vaxandi hætta á dreifingu ýmissa smitsjúkdóma milli manna og dýra. Gæludýrabúðir hér á landi selji í mörgum tilfellum dýr sem hingað hafi verið flutt frá framandi löndum og geti borið með sér ýmsa smit- sjúkdóma. Aðbúnaður og hreinlæt- isaðstaða þessara dýra í gælu- dýrabúðum séu mikilvæg til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkinga. Fyrsta umræða um frumvarpið var 3. desember og að henni lokinni var því vísað til umfjöllunar í um- hverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem það er nú. Hörð ádeila á stjórnarfrumvarp  Sóttvarnalæknir gagnrýnir áform um niðurfellingu ýmissa starfsleyfa og afnám skráningarskyldu  Afleiðingin gæti orðið meiri mengun og aukin útbreiðsla sýkla, sýkinga og ýmissa smitsjúkdóma Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrettándabrenna Sóttvarnalæknir er undrandi á því að brennur eigi ekki að vera leyfis- og skráningarskyldar. Þórólfur Guðnason Salerni Hreinlæti er mikilvægt til að hefta útbreiðslu sýkla. Megintilgangur breytinga á lög- um um hollustuhætti og meng- unarvarnir er einföldun reglu- verks með því að fækka flokkum starfsemi sem er starfsleyfis- eða skráning- arskyld. Er þetta gert með hlið- sjón af stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks í þágu almennings og atvinnulífs að því er Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra sagði við fyrstu umræðu frum- varpins á Alþingi 3. desember. Samkvæmt frumvarpinu mun 41 flokkur starfsemi sem nú er starfleyfis- eða skráningarskyld ekki vera það lengur. „Við mat á því hvort starf- semi skuli vera háð starfsleyfi eða skráningu var byggt á áhættumati af viðkomandi starfsemi. Þannig er lagt til að sú starfsemi sem skorar hátt í áhættumati verði áfram starfs- leyfis- eða skráningarskyld en sú starfsemi sem skorar lágt verði ekki háð starfsleyfis- eða skráningarskyldu,“ sagði Guð- mundur Ingi. Vill einfalda regluverkið UMHVERFISRÁÐHERRA Morgunblaðið/Ómar Regluverk Deilt er um áform ráð- herrans að einfalda kerfið. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Innbrotsþjófur hefur herjað á fjölda bygginga Háskóla Íslands síðustu þrjá mánuði, brotið þar upp hurðir og glugga, brotist inn á skrifstofur starfsfólks og stolið nýjum fartölvum, flökkurum og myndavélum. Þetta staðfestir Björn Magnússon, deildar- stjóri rekstrar fasteigna HÍ, í samtali við Morgunblaðið en tilkynning um innbrotin var send starfsfólki og nemendun skólans í vikunni. Einn grunaður í málinu Rannsóknarlögreglan sem sér um málið hefur að sögn Björns einn grunaðan um innbrotin og sjálfur hefur hann grun um að þjófurinn hafi verið einn að verki. Segir hann þjófinn hafa þrætt nán- ast allar byggingar háskólans. Hon- um hafi þegar tekist að brjótast inn í Stapa, Gimli, Odda, Læknagarð, Nýja-Garð og í Öskju. Björn segir að oftast séu augljós ummerki um innbrot þar sem þjóf- urinn hafi verið að verki. „Í Nýja-Garði braut hann upp hurðina og rúðuna og komst þannig inn. Í Læknagarði spennti hann upp glugga og sparkaði upp hurðunum á skrifstofunum,“ segir hann. Björn segir þjófinn afar vandlátan, hann steli til að mynda aðeins nýleg- ustu fartölvunum. Kveðst Björn vona að innbrotunum linni yfir hátíðirnar og staðfestir að ákvörðun hafi verið tekin um að hafa sólarhringsvakt á öllu háskólasvæðinu í jólafríinu. „Það er bara ömurlegt að þetta skuli vera svona. Við erum búin að vera tiltölulega laus við svona í mörg, mörg ár. Það hefur bara ekki verið neitt um svona. Svo byrjar þetta bara allt í einu,“ segir Björn. „Vonandi er þetta bara búið og maður getur fengið fín jól án þess að það sé hringt í mann að nóttu til.“ Braut upp hurðir og rúður HÍ  Stelur aðeins nýlegustu fartölvunum Morgunblaðið/Ómar Innbrot Oft hefur verið brotist inn í HÍ á síðustu þremur mánuðum. m. Getur sagað járn, ryðfrítt stál, aðra málma, gifs, trefja/plastefni og keramík. POWERSTATE™ mótor 20.000 RPM. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 33.900 kr. (án rafhlöðu) M12 FCOT Fjölnota hjólsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.