Morgunblaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um síðastliðinn þriðjudag að nýta
fjórar milljónir króna af sameigin-
legu ráðstöfun-
arfé sínu til
stuðnings við
Hollvinasamtök
Óðins, félag vel-
unnara hins
gamla varðskips.
Peningana á að
nota til þess að
gera sjóklárt, en
27. janúar næst-
komandi eru liðin
60 ár frá því skip-
ið kom til landsins, þá spánnýtt. Af
því tilefni stendur til að ræsa aðal-
vélar skipsins, en það hefur ekki ver-
ið gert síðan 2006 þegar Óðinn var
dreginn í var við Grandagarð og er
nú hluti af sýningu Sjóminjasafnsins
þar.
„Við höfum alltaf sinnt viðhaldi á
skipinu sem er í þokkalegu standi.
Þetta hefur hins vegar kostað tals-
verða peninga og við höfum því
reglulega sótt um framlag úr ríkis-
sjóði og fengið. Núna þurfum við að
fara í meiri viðgerðir, svo sem að
koma stjórn- og spilbúnaði skipsins í
lag. Í því erum við Óðinsmenn að
brasa þessa dagana, en í hópnum eru
alls sjö vélstjórar sem flestir voru
forðum í áhöfn skipsins,“ segir Ing-
ólfur Kristmundsson sem hefur mik-
ið starfað á vettvangi hollvinasam-
takanna.
Í tilefni afmælis skipsins stendur
til að sigla skipinu mánudaginn 27.
janúar næstkomandi og hugsanlega
meira síðar. „Okkur langar til þess
að sigla hér eitthvað út á Sundin í
tilefni dagsins. En til þess þarf pen-
inga til að dytta að ýmsu og fá haf-
færnisskírteini. Vonandi gengur
dæmið upp,“ segir Ingólfur.
Þorskastríðsskip
Saga varðskipsins Óðins er merk
og löng, en það var upphaflega eitt
fullkomasta björgunarskip í Norð-
urhöfum. Það kom að góðum notum
í þorskastríðunum og við almenna
landhelgisgæslu, en einnig þjónustu
við afskekktar strandbyggðir þá
einkum á veturna.
Skipið var í almennri notkun
Landhelgisgæslunnar fram yfir
aldamót, en ríkið afhenti Hollvina-
samtökum Óðins það svo árið 2008
til verndar og varðveislu. Á vegum
gamalla varðskipsmanna fær skipið
gott viðhald og margir leggja mál-
inu lið. Má þar nefna að Alþingi
samþykkti nýlega að veita 15 millj-
ónir króna á fjárlögum næsta árs.
Þá veitir menntamálaráðuneytið ár-
legt rekstarframlag til sjóminja-
safnsins vegna skipsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grandagarður Óðinn er nú hluti af Sjóminjasafninu og er einn af mörgu eftirtektarverðu í sýningum þess.
Veita stuðning til viðgerða á Óðni
Gamla varð-
skipið senn 60 ára
Aftur í siglingar
Ingólfur
Kristmundsson
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Landsvirkjun og Reykjavík Data
Center, nýtt hátæknigagnaver í
Reykjavík, undirrituðu grænan raf-
magnssamning í gær um afhendingu
Landsvirkjunar á allt að 12 mega-
vöttum til gagnaversins.
Gagnaverið er frábrugðið öðrum
gagnaverum hérlendis, sérstaklega
hvað varðar öryggi og gæði.
„Samningurinn hefur gríðarlega
mikla þýðingu fyrir okkur. Þarna er-
um við að gera stórnotendasamning
við Landsvirkjun um raforkukaup til
lengri tíma. Þetta er vottaður grænn
orkusamningur sem mun hjálpa
okkur í markaðssetningu og í þeirri
vegferð að sækja okkur viðskipta-
vini,“ segir Gísli Valur Guðjónsson,
stjórnarformaður Reykjavík Data
Center.
Mikið lagt upp úr öryggi
Gagnaverið mun hefja rekstur
snemma árs 2020 en það mun vera
staðsett við Korputorg í Reykjavík.
Reykjavík Data Center er í eigu
Opinna kerfa, Sýnar, Reiknistofu
bankanna og Korputorgs.
Gísli segir að Reykjavík Data
Center skeri sig úr hópi þeirra
gagnavera sem hafa starfað hérlend-
is hingað til, vegna hæstu öryggis-
og gæðastaðla samhliða einstakri
staðsetningu gagnaversins í Reykja-
vík m.t.t. orku- og gagnatenginga.
Í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu í sumar kom fram að gagna-
verið myndi verða hið fullkomnasta
og öruggasta á landinu.
„Það verður mikið lagt upp úr ör-
yggi, áreiðanleika og ekkert verður
til sparað þegar kemur að því,“ segir
Gísli og bendir á að Reiknistofa
bankanna sé fyrsti viðskiptavinur
gagnaversins og eðli starfsemi
Reikningsstofu bankanna kalli á
mjög stífar kröfur er varða meðal
annars öryggi og gæði.
Náttúruleg kæling kostur
Gísli segir að spurn eftir þjónustu
gagnavera sé mikil og þá sé Ísland
talið vænleg staðsetning fyrir upp-
byggingu slíkrar þjónustu.
„Eftirspurnin eftir kostum sem
byggja á endurnýjanlegri orku, ör-
yggi og stöðugleika er mikil.
Á Íslandi má finna stöðugt lágt
hitastig sem hentar starfsemi
gagnavera vel þar sem það myndast
mikill hiti við þessa starfsemi sem
þarf að eyða mikilli orku í að kæla
annars staðar í heiminum.
Hérlendis búum við vel með okkar
náttúrulegu kælingu, sem er ein af
ástæðunum fyrir því að þessi iðnað-
ur hefur vaxið hratt undanfarin ár.
Við hefðum kannski mátt vera
fljótari af stað en við erum að gera
okkur gildandi núna og með okkar
endurnýjanlegu, grænu orku eigum
við að geta tekið sneið af þessum
markaði.“
Ljósmynd/Landsvirkjun
Samningurinn Framkvæmdastjóri Korputorgs, fulltrúar frá Landsvirkjun
og SÝN voru viðstaddir undirritun samningsins. Gísli er hér fyrir miðju.
Ekkert sparað
í öryggismálum
Stórnotendasamningur við gagnaver
Verslanir í Kringlunni söfnuðu alls rúmlega 2
milljónum króna á góðgerðardaginn ,,Af öllu
hjarta“ sem fram fór 19. september sl. í Kringl-
unni.
Dagurinn er verkefni sem Kringlan hleypti af
stokkunum fyrir nokkrum árum en í því felst að
einn dag á ári gefa verslanir og veitingastaðir
hússins 5% af veltu dagsins til góðs málefnis, að
því er segir í fréttatilkynningu.
Að þessu sinni var dagurinn í Kringlunni helg-
aður Foreldrahúsi Vímulausrar æsku, sem safnar
fyrir eigin húsnæði fyrir starfsemina.
„Samstillt átak verslunareigenda í einni stærstu
verslunarmiðstöð landsins áorkar miklu til sam-
félagslegs málefnis af þessu tagi auk þess sem fé-
lagið fær ómetanlegt tækifæri til kynningar og
fræðslu. Söfnunarféð, rúmlega 2 milljónir króna,
mun koma félaginu að miklu gagni við að veita
sem bestan stuðning til ungmenna í vímuefnavanda
sem og fjölskyldum þeirra,“ segir ennfremur í til-
kynningu frá Kringlunni.
Tvær milljónir til Foreldrahúss
Kringlan Framkvæmdastýra Foreldrahúss, Berglind
Gunnarsdóttir Strandberg, tekur við ávísun frá Sig-
urjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar,
og Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra.
MSEY | E-Tip hanskarKr. 2.990.-RÍ
BAKKI | 100% ullarhúfKr. 1.990
LILY | K
KLETTUR | HúfaKr. 2.490.-
Angora
r. 1.2
sokkar
98.
.
a
-