Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 32

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 JÓLASÝNING Í GALLERÍ FOLD ERRÓ sölusýning á grafíkverkum 14. – 23. desember Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is úrval verka eftir listamenn Gallerís Foldar Þó ru nn Bá ra Bj ör ns dó tti r ÞorriH ringsson H rafnhildurInga Sigurðardóttir Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið leita að samstarfsaðilum í fleiri löndum. Skyrið kynnt 30. mars Vonir eru bundnar við að aftur fari að sjást veruleg aukning hjá Ísey útflutningi á næsta ári. Nokkr- ar ástæður eru fyrir því. „Við erum langspenntust fyrir Japan núna. Þar er að hefjast fram- leiðsla og sala á Ísey skyri í hönd- um afar öflugra samstarfsmanna,“ segir Ari Edwald. Fyrirtækið Nip- pon Luna er að undirbúa fram- leiðslu í mjólkursamlagi í Kyoto. Afurðirnar verða kynntar á vöru- sýningu sem móðurfélagið, Nippon Ham, heldur í Osaka janúar og um 20 þúsund viðskiptavinir þess sækja. Markaðssóknin hefst form- lega með blaðamannafundi í ís- lenska sendiráðinu í Tókýó 30. mars. Japönsku samstarfsmenn- irnir ætla sér síðan stóra hluti á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Tókýó næsta sumar. „Nippon Ham er stórt alþjóðlegt fyrirtæki í vinnslu og sölu matvæla sem selur afurðir sínar í tugum þúsunda verslana. Þeir hafa trú á þessu verkefni og standa á bak við það af fullum þunga,“ segir Ari. Liður í kynningunni er að japanska fyrirtækið tekur þátt í að koma upp Ísey skyrbar í Tókýó. Til gamans má geta þess að eftir að fulltrúar NH komu til Íslands síðasta sumar til að undirbúa verk- efnið fóru þeir til Englands til að semja við Liverpool knatt- spyrnuliðið um að kaup plássi fyrir merki þess á búningum félagsins. „Japan er áhugaverður markaður sem við bindum miklar vonir við. Þetta er fjölmennt land með næst stærsta jógúrtmarkað heims, á eftir Bandaríkjunum. Þá er meðalverð á skyri með því hæsta sem gerist, meira að segja örlítið hærra en í Noregi. Áætlanir gera ráð fyrir að hátt í 800 krónur fáist fyrir kílóið og við fáum hlutdeild af því.“ Skyr flutt til Ástralíu Samstarfsaðilar MS stefna að því að hefja framleiðslu á Ísey skyri í mjólkursamlagi í Melbourne í Ástr- alíu næsta haust. Verksmiðjan á að þjóna Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það sýnir alvöruna í því máli að væntanlegir framleiðendur hafa á undanförnum mánuðum flutt skyr frá Íslandi með skipi til Rotterdam og þaðan með flugi til Ástralíu til að búa markaðinn undir nýja afurð. Ari tekur fram að tap sé á hverri skyrdós sem seld er með þessum hætti en ástralska fyrirtækið líti á þetta sem fjárfestingu í markaðs- starfi. Ísey skyr sem aðallega er fram- leitt í Danmörku er selt í þremur þekktum verslanakeðjum í Bret- landi; Waitrose, Marks og Spencer og Aldi. Fyrirtæki sem Kaupfélag Skagfirðinga og Gover view foods eiga saman er að undirbúa fram- leiðslu á skyri í Swansea í Wales. Verksmiðjan er að verða tilbúin og verður framleiðslan færð þangað í febrúar. Ari segir mikilvægt að vera með framleiðslu í Bretlandi vegna út- göngu landsins úr Evrópusamband- inu. „Við erum með tæplega 20% markaðarins í þessum þremur verslanakeðjum. Þegar framleiðsla hefst verður betra að þjóna mark- aðnum. Við ættum að geta aukið hlutdeild okkar hjá núverandi við- skiptavinum með fleiri vörum og komist inn í aðrar keðjur.“ Ísey útflutningur er að huga að skipulagi markaðsstarfs og fram- leiðslu í Bretlandi við þessi tíma- mót, í samvinnu við samstarfsfyr- irtæki sín þar. „Allt er opið í því efni, til dæmis hvort þeir sem ann- ast dreifingu og framleiðslu koma með okkur að einu öflugu fyrirtæki. Það gæti skapað grundvöll til þess að breska fyrirtækið nýti möguleika til að þjóna mörkuðum annars stað- ar í Evrópu, þar sem við erum ekki fyrir. Allt er að renna saman í Evr- ópu. Skyr sem við seljum versl- anakeðju í einu landi Evrópu getur farið til sölu í verslunum hennar í öðrum löndum. Við þurfum að laga okkur að þessum breytingum,“ seg- ir Ari. Framleiðsla og sala á Ísey skyri hófst í Rússlandi sumarið 2018. Skyrið er komið inn í 1.700 versl- anir í Moskvu og Pétursborg en dreifingin jókst frekar hægt þar til nýlega. Ari telur að búast megi við aukningu á næsta ári og að salan fari í um 1.000 tonn. Stöðug aukning er í Bandaríkj- unum þar sem skyrið er selt undir merkjum Iceland Provisions í gegn um sjálfstætt fyrirtæki sem MS á aðild að. Fjöldi verslana er að nálg- ast 10 þúsund og seld verða um sjö þúsund tonn í ár. Ljósmynd/aðsend Helsinki Fyrsti Ísey skyrbarinn opnaður að viðstöddum fulltrúum frá Ísey útflutningi, finnsku umboðsmönnum skyrsins og Restel sem rekur barinn. Ísey útflutningur ehf. er að undirbúa innreið sína á Kínamarkað. Samstarfsaðilar fyrirtækisins í Hong Kong eru að setja upp framleiðslu á skyri í mjólkursamlagi í Qingdao sem er helsta borgin í Shandong-héraði við Gulaflóa. „Kína er spennandi verkefni. Stærð markaðarins gef- ur ótrúlega möguleika sem skilar góðum ávinningi, ef vel tekst til,“ segir Ari Edwald. Ísey útflutningur hefur gert framleiðslu- og vöru- merkjasamning við fyrirtæki í Hong Kong. Að fyrir- tækinu standa Haukur Harðarson sem stundar viðskipti í Asíu, Kaupfélag Skagfirðinga og Annie Wu Suk-ching sem fædd er og alin upp í Hong Kong og byggt hefur upp viðskiptaveldi í Kína. Annie Wu er áhugaverður samstarfsaðili vegna tengsla hennar. Hún gerði samstarfssamning við kínversk stjórnvöld á árinu 1978, þann fyrsta sem þau gerðu við erlend fyrirtæki, og stofnaði í kjölfarið fyrirtæki sem rekur fjölda veitingastaða, meðal annars á flugvöllum, sem og mat- vælaverksmiðjur til að sjá þeim fyrir veitingum. Ari segir að skyrframleiðsla hefjist í Kína undir lok næsta árs, ef allt gengur upp, en það kunni þó að frestast fram á árið 2021. Undirbúa innreið á Kínamarkað ÁHUGAVERÐUR SAMSTARFSAÐILI Annie Wu Ljósmynd/aðsend Kynning Ísey skyr er að koma sér fyrir í Hollandi og nágrannalöndum. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Útflutningur á skyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.