Morgunblaðið - 19.12.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.2019, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 JÓLASÝNING Í GALLERÍ FOLD ERRÓ sölusýning á grafíkverkum 14. – 23. desember Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is úrval verka eftir listamenn Gallerís Foldar Þó ru nn Bá ra Bj ör ns dó tti r ÞorriH ringsson H rafnhildurInga Sigurðardóttir Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið leita að samstarfsaðilum í fleiri löndum. Skyrið kynnt 30. mars Vonir eru bundnar við að aftur fari að sjást veruleg aukning hjá Ísey útflutningi á næsta ári. Nokkr- ar ástæður eru fyrir því. „Við erum langspenntust fyrir Japan núna. Þar er að hefjast fram- leiðsla og sala á Ísey skyri í hönd- um afar öflugra samstarfsmanna,“ segir Ari Edwald. Fyrirtækið Nip- pon Luna er að undirbúa fram- leiðslu í mjólkursamlagi í Kyoto. Afurðirnar verða kynntar á vöru- sýningu sem móðurfélagið, Nippon Ham, heldur í Osaka janúar og um 20 þúsund viðskiptavinir þess sækja. Markaðssóknin hefst form- lega með blaðamannafundi í ís- lenska sendiráðinu í Tókýó 30. mars. Japönsku samstarfsmenn- irnir ætla sér síðan stóra hluti á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Tókýó næsta sumar. „Nippon Ham er stórt alþjóðlegt fyrirtæki í vinnslu og sölu matvæla sem selur afurðir sínar í tugum þúsunda verslana. Þeir hafa trú á þessu verkefni og standa á bak við það af fullum þunga,“ segir Ari. Liður í kynningunni er að japanska fyrirtækið tekur þátt í að koma upp Ísey skyrbar í Tókýó. Til gamans má geta þess að eftir að fulltrúar NH komu til Íslands síðasta sumar til að undirbúa verk- efnið fóru þeir til Englands til að semja við Liverpool knatt- spyrnuliðið um að kaup plássi fyrir merki þess á búningum félagsins. „Japan er áhugaverður markaður sem við bindum miklar vonir við. Þetta er fjölmennt land með næst stærsta jógúrtmarkað heims, á eftir Bandaríkjunum. Þá er meðalverð á skyri með því hæsta sem gerist, meira að segja örlítið hærra en í Noregi. Áætlanir gera ráð fyrir að hátt í 800 krónur fáist fyrir kílóið og við fáum hlutdeild af því.“ Skyr flutt til Ástralíu Samstarfsaðilar MS stefna að því að hefja framleiðslu á Ísey skyri í mjólkursamlagi í Melbourne í Ástr- alíu næsta haust. Verksmiðjan á að þjóna Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það sýnir alvöruna í því máli að væntanlegir framleiðendur hafa á undanförnum mánuðum flutt skyr frá Íslandi með skipi til Rotterdam og þaðan með flugi til Ástralíu til að búa markaðinn undir nýja afurð. Ari tekur fram að tap sé á hverri skyrdós sem seld er með þessum hætti en ástralska fyrirtækið líti á þetta sem fjárfestingu í markaðs- starfi. Ísey skyr sem aðallega er fram- leitt í Danmörku er selt í þremur þekktum verslanakeðjum í Bret- landi; Waitrose, Marks og Spencer og Aldi. Fyrirtæki sem Kaupfélag Skagfirðinga og Gover view foods eiga saman er að undirbúa fram- leiðslu á skyri í Swansea í Wales. Verksmiðjan er að verða tilbúin og verður framleiðslan færð þangað í febrúar. Ari segir mikilvægt að vera með framleiðslu í Bretlandi vegna út- göngu landsins úr Evrópusamband- inu. „Við erum með tæplega 20% markaðarins í þessum þremur verslanakeðjum. Þegar framleiðsla hefst verður betra að þjóna mark- aðnum. Við ættum að geta aukið hlutdeild okkar hjá núverandi við- skiptavinum með fleiri vörum og komist inn í aðrar keðjur.“ Ísey útflutningur er að huga að skipulagi markaðsstarfs og fram- leiðslu í Bretlandi við þessi tíma- mót, í samvinnu við samstarfsfyr- irtæki sín þar. „Allt er opið í því efni, til dæmis hvort þeir sem ann- ast dreifingu og framleiðslu koma með okkur að einu öflugu fyrirtæki. Það gæti skapað grundvöll til þess að breska fyrirtækið nýti möguleika til að þjóna mörkuðum annars stað- ar í Evrópu, þar sem við erum ekki fyrir. Allt er að renna saman í Evr- ópu. Skyr sem við seljum versl- anakeðju í einu landi Evrópu getur farið til sölu í verslunum hennar í öðrum löndum. Við þurfum að laga okkur að þessum breytingum,“ seg- ir Ari. Framleiðsla og sala á Ísey skyri hófst í Rússlandi sumarið 2018. Skyrið er komið inn í 1.700 versl- anir í Moskvu og Pétursborg en dreifingin jókst frekar hægt þar til nýlega. Ari telur að búast megi við aukningu á næsta ári og að salan fari í um 1.000 tonn. Stöðug aukning er í Bandaríkj- unum þar sem skyrið er selt undir merkjum Iceland Provisions í gegn um sjálfstætt fyrirtæki sem MS á aðild að. Fjöldi verslana er að nálg- ast 10 þúsund og seld verða um sjö þúsund tonn í ár. Ljósmynd/aðsend Helsinki Fyrsti Ísey skyrbarinn opnaður að viðstöddum fulltrúum frá Ísey útflutningi, finnsku umboðsmönnum skyrsins og Restel sem rekur barinn. Ísey útflutningur ehf. er að undirbúa innreið sína á Kínamarkað. Samstarfsaðilar fyrirtækisins í Hong Kong eru að setja upp framleiðslu á skyri í mjólkursamlagi í Qingdao sem er helsta borgin í Shandong-héraði við Gulaflóa. „Kína er spennandi verkefni. Stærð markaðarins gef- ur ótrúlega möguleika sem skilar góðum ávinningi, ef vel tekst til,“ segir Ari Edwald. Ísey útflutningur hefur gert framleiðslu- og vöru- merkjasamning við fyrirtæki í Hong Kong. Að fyrir- tækinu standa Haukur Harðarson sem stundar viðskipti í Asíu, Kaupfélag Skagfirðinga og Annie Wu Suk-ching sem fædd er og alin upp í Hong Kong og byggt hefur upp viðskiptaveldi í Kína. Annie Wu er áhugaverður samstarfsaðili vegna tengsla hennar. Hún gerði samstarfssamning við kínversk stjórnvöld á árinu 1978, þann fyrsta sem þau gerðu við erlend fyrirtæki, og stofnaði í kjölfarið fyrirtæki sem rekur fjölda veitingastaða, meðal annars á flugvöllum, sem og mat- vælaverksmiðjur til að sjá þeim fyrir veitingum. Ari segir að skyrframleiðsla hefjist í Kína undir lok næsta árs, ef allt gengur upp, en það kunni þó að frestast fram á árið 2021. Undirbúa innreið á Kínamarkað ÁHUGAVERÐUR SAMSTARFSAÐILI Annie Wu Ljósmynd/aðsend Kynning Ísey skyr er að koma sér fyrir í Hollandi og nágrannalöndum. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Útflutningur á skyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.