Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 34

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Snorra,“ segir Guðrún. Aðeins var grafið í hluta bæjarhólsins, vegna þess hvað búið var að raska miklu. Svo var hluti svæðisins látinn bíða seinni tíma, ef áhugi myndast á því síðar að kanna meira. Unnið var að uppgreftri og rann- sókn á bæjarhólnum á vegum Þjóð- minjasafns Íslands á árunum 1998 til 2007 að viðbættri rannsókn á staðnum þar sem kirkjurnar stóðu áður fyrr. Kirkjurannsóknin var gerð fyrir fé úr Kristnihátíðarsjóði. Markmið rannsóknanna var með- al annars að kanna hvenær byggð hófst í Reykholti og hvenær kirkja var fyrst reist. Guðrún segir að tekist hafi að aldursgreina elstu byggð frá því um 1000. Kirkja hafi sömuleiðis verið byggð fljótlega eftir kristnitöku. Minjar fundust um átta kirkjubygg- ingar frá því um 1000 til ársins 1886 að Reykholtskirkja var byggð á nýj- um stað, „gamla kirkjan“ sem enn stendur. Kirkjan er talin hafa verið úr timbri fram til siðaskipta að torfi var bætt við, hlaðið utan á timb- urveggina. Hús að erlendri fyrirmynd Húsin sem voru í Reykholti á 12. og 13. öld voru öðruvísi en þekkist annars staðar á landinu. Í stað hefð- bundins skála frá fyrri tíð voru komin stök hús, væntanlega timb- urhús. Guðrún telur að þau geti ver- ið að erlendri fyrirmynd. Tekur þó fram að samanburð vanti hér innan- lands því ekki hafi verið nóg rann- sakað. Ýmis önnur mannvirki bendi til þess að staðurinn hafi verið byggður upp af miklum efnum, svo sem jarðgöng út að Snorralaug og vísbendingar um virki í kringum bæinn. Sá sem stóð fyrir þessum framkvæmdum, hvort sem það var Snorri eða einhver annar, hefur haft aðgang að timbri og miklum mann- skap til vinnu. Nefnir Guðrún sérstaklega at- hyglisverða notkun hveravatnsins. Það var leitt í stokk í laug sem nú er kölluð Snorralaug og gæti hafa verið í sömu mynd allt frá dögum Snorra. Enn merkilegri eru að hennar mati gufustokkar frá hvern- um Skriflu inn í hús á bæjarhólnum. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvort gufan hefur verið notuð til hitunar eða til annarrar starfsemi svo sem í brugghús eða baðhús eða til að verka skinn eða þæfa ull. Lík- legt er að Snorri hafi verið með rit- stofu og hefur þurft mörg skinn sem hráefni í handrit. Stokkurinn bendir til áhrifa frá Noregi eða Danmörku þar sem vitað er um dæmi þess að heitt loft hafi verið leitt um stokka til upphitunar. Það eru aftur talin áhrif frá Rómverjum. Snorri var vel tengdur Noregi, eins og kunnugt er. Við rannsóknina var stuðst við frásagnir Sturlungu um umsvif Snorra í Reykholti. „Þetta eru ólík- ar heimildir, lýsingar úr ritum og fornleifar, og ekki auðvelt að tengja þær beint saman. Samt er þetta fyrsta tilraun til að nota samtíma- heimildir til samanburðar við upp- grafnar minjar,“ segir Guðrún. Breyttist eftir staðamálin Guðrún tók þátt í alþjóðlegri og þverfaglegri rannsókn sem nefnd var Reykholtsverkefnið. Hún segir að hópurinn hafi í sameiningu reynt að varpa nýju ljósi á staðinn á tíma Snorra. „Á 14. öld breyttist margt. Fyllt var upp í jarðgöngin og húsin fóru að taka á sig mynd hefðbund- inna torfhúsa með bæjargöngum eins og varð ráðandi byggingarform hér á landi. Í samstarfi við sagn- fræðinga er sett fram sú kenning að þetta hafi gerst í kjölfar staðamál- anna síðari þegar kirkjan náði full- um yfirráðum yfir kirkjustöðum af höfðingjum. Prestar hafi þá hvorki haft áhuga né efni á að halda við þessum íburðarmiklu byggingum í Reykholti og ekki talið þörf á jarð- göngum,“ segir Guðrún. Rímar við frásagnir Sturlungu  Miklar framkvæmdir voru í Reykholti á 12. og 13. öld og ríkmannlega staðið að málum  Guðrún Sveinbjarnardóttir segir ekki hægt að fullyrða að Snorri Sturluson hafi staðið fyrir þeim Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkefnisstjóri Guðrún Svein- bjarnardóttir fornleifafræðingur leitaði fornleifa frá tímum Snorra Sturlusonar í Reykholti og varð nokkuð ágengt. Teikning/Þórhallur Þráinsson Tilgáta Teikning af bæjarþorpinu og kirkjunni í Reykholti, eins og húsin gætu hafa verið á tímum Snorra, grund- vallast aðeins að hluta á því sem grafið var upp. Myndin er úr bók Guðrúnar, birt með leyfi Snorrastofu. Guðrún Sveinbjarnardóttir, doktor í fornleifafræði, er Borg- firðingur í föðurætt en Reykvík- ingur í móðurætt og ólst upp í Reykjavík. Faðir hennar er frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þar á hún sumarbústað og hefur því miklar tengingar við Reykholts- dal og Reykholt. Guðrún fór til framhaldsnáms í London og hefur verið búsett þar síðan. Þar hefur hún verið við kennslu í sínum gamla skóla, University College Lond- on (UCL), og tekið að sér ýmis verkefni þar og á Íslandi. Reyk- holtsrannsóknin er eitt stærsta verkefnið sem hún hefur stýrt. Ættuð úr Borgarfirði FORNLEIFAFRÆÐINGUR VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Miklar framkvæmdir hafa verið í Reykholti í Borgarfirði á 12. og 13. öld. Þar voru stök timburhús og rík- mannleg, gufa var leidd í þau til upphitunar eða einhverrar starf- semi og jarðgöng út í Snorralaug. Vísbendingar eru um virki í kring- um bæinn. Margt af þessu rímar við frásagnir Sturlungu um Snorra Sturluson en Guðrún Sveinbjarn- ardóttir fornleifafræðingur sem stjórnaði fornleifarannsóknum í Reykholti telur sig ekki geta fullyrt að þessi miklu umsvif hafi verið á vegum Snorra. Fornleifauppgröftur hófst í Reyk- holti nálægt lokum níunda áratugar síðustu aldar. Rannsókninni lauk formlega nú í vetur með málþingi um lok Reykholtsverkefnisins sem haldið var í Snorrastofu og útgáfu bókar á íslensku, Reykholt í ljósi fornleifanna, sem Guðrún ritaði. Þar eru niðurstöðurnar, sem áður hafa birst í bókum á ensku, teknar sam- an og þótt hún sé fræðileg er reynt að hafa hana aðgengilega fyrir al- mennt áhugafólk. Bær og kirkja frá því um 1000 Snorri Sturluson hefur allan tím- ann verið miðdepill rannsókn- arinnar og upphaf hennar má rekja til umræðna um að minnast þess ár- ið 1991 að þá voru 750 ár liðin frá vígi Snorra í Reykholti 1241. En fleiri bjuggu í Reykholti, eins og Guðrún vekur athygli á, og rann- sóknin leiddi í ljós ýmis sannindi um byggingasögu staðarins. „Þegar við komum fyrst á staðinn gerðum við okkur ekki miklar vonir um að finna lítið skemmdar eða óskaddaðar leifar. Búið var að byggja mikið á bæjarhólnum. Þegar héraðsskólahúsið reis um 1930 var ekkert verið að spá í fornminjar. Það kom okkur því skemmtilega á óvart hvað mikið var þarna undir, meðal annars minjar frá tíma Gefðu slökun í jólagjöf Líkamslögun 25%afslátturaf gjafakortum Gjafakortin fást í likamslogun.is/vefverslun Nýbýlavegur 8 (Portið) 200 Kópavogur | sími 777 6000 | likamslogun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.