Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 38

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 „Óveðrið kom í veg fyrir að við gæt- um afhent styrkinn 10. desember, sem er dagurinn okkar, en þá lauk 16 daga vitundarvakningu okkar gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir forseti Sorop- timistasambandsins á Íslandi, en sambandið afhenti í gær veglegan styrk til Byggingarfélags Kvenna- athvarfsins til byggingar íbúðarhúss fyrir skjólstæðinga athvarfsins. „Þetta verða ríflega fimm millj- ónir, en endanleg upphæð er ekki al- veg komin fram því konur í klúbb- unum okkar eru enn að safna,“ segir Ingibjörg og bætir við að vitundar- vakningin gegn kynbundnu ofbeldi hafi farið fram með fjölbreyttum hætti. „Við roðagylltum byggingar, létum lýsa þær upp með appelsínu- gulum lit, til dæmis Hörpu í kjölfar ljósagöngu með UN Women- hópnum sem við tökum þátt í. Kon- urnar í Keflavík voru mjög duglegar að fá fyrirtæki til að lýsa upp bygg- ingar í appelsínugulum lit, Isavia, kirkjur, bankar og sjúkrahús og fleiri fyrirtæki. Akureyri var með ljósagöngu við upphaf átaksins 25. nóvember sem tileinkaður er barátt- unni gegn kynbundnu ofbeldi. Á Austurlandi var farið í ljósagöngu, basar var haldin í Mjóddinni í Reykjavík og svo mætti lengi telja,“ segir Ingibjörg og bætir við að þær Soroptimistasystur séu að hugsa um að vera með átak og vitundarvakn- ingu aftur á næsta ári og safna fyrir Kvennaathvarfið. „Af því það er ekki nóg að styrkja bygginguna, við þurfum líka að styrkja starfið hjá Kvennaathvarf- inu, því konurnar þar vinna sér- staklega gott og mjög mikilvægt starf. Við höfum hug á að sameinast í átakinu að ári með öðrum sam- tökum sem vinna að því að styrkja konur og stúlkur sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi og einnig karla að sjálfsögðu, því þeir eru líka að stíga fram sem fórnarlömb ofbeld- is.“ Soroptimistasamband Íslands er hluti af Evrópusambandi Soroptim- ista. Íslenskir soroptimistar eru um 600 talsins í 19 klúbbum víðs vegar um land. Fyrsti íslenski klúbburinn var stofnaður árið 1959. Soroptim- istar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. Roðagylltu heiminn og styrktu Kvennaathvarfið  Soroptimistasystur vinna gegn kynbundnu ofbeldi Alþjóðasamtök » Soroptimistar eru alþjóða- samtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum. » Markmið Soroptimista er stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í samein- ingu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur. Morgunblaðið/Eggert Afhending Gleði ríkti þegar Soroptimistar afhentu styrkinn í gær. F.v. Eygló Harðardóttir, Ingibjörg Jónasdóttir forseti Soroptimistafélags Íslands, Sigrún Ása Sigmarsdóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu. Rúnar Örn Jó- hönnu Marinós- son og Rebecca Scott Lord, úr grínistahópnum Fyndnustu mínar, halda jólaviðburð í Þjóðleikhús- kjallaranum í kvöld kl. 20. Við- burðurinn nefnist einfaldlega „Jóla- glaðningur Re- beccu & Rúnars“. Húsið verður opn- að kl. 19.30. „Góðir gestir mæta og verða með atriði, það verður sungið, leikið á hljóðfæri, lesnar jólasögur, ný hátíð- armyndbandsverk verða flutt, gjafir búnar til og margt margt fleira. Kík- ið inn og eigið með okkur notalega kvöldstund til að fagna komu jólanna,“ segir í tilkynningu um við- burðinn. Auk Rúnars og Rebeccu koma fram leikararnir Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem ætlar að baka á sviðinu. Drengurinn Feng- urinn ætlar að spila splunkuný jóla- lög, svo fátt eitt sé nefnt. Jólasögur, söngur og tónlist  Gleði í Þjóðleik- húskjallaranum Ólafía Hrönn mun baka á sviðinu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ný slökkvistöð er risin á Hellu og verður hún tekin í gagnið næsta vor. Verktakinn Bjarni Sverrisson af- henti stjórn Brunavarna Rang- árvallasýslu bs á þriðjudag nýtt glæsilegt húsnæði að Dynskálum 49 á Hellu þar sem starfsemi Bruna- varna Rangárvallasýslu á Hellu verður í framtíðinni. Verktakinn hafði hengt lyklana að húsinu við lít- inn slökkviliðsbíl sem hann afhent slökkviliðsstjóra með tilþrifum. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, er slökkvistöðin nýja nú tilbúin til fullnaðarfrágangs. Útboð á þeim verkhluta hefur verið auglýst og skal skila inn tilboðum fyrir 21. janúar 2020. Útboðið miðar við að heildarverklok verði 15. maí 2020 en um er að ræða fulln- aðarfrágang þar sem á neðri hæð hússins verður tækjasalur auk snyrtinga og á efri hæð starfs- mannarými og skrifstofuaðstaða. „Þetta verður algjör bylting fyrir brunavarnir í héraðinu,“ segir Ágúst en nýja stöðin leysir af hólmi eldri aðstöðu sem er barn síns tíma og al- gjörlega ófullnægjandi miðað við þarfir samfélagsins í dag að sögn sveitarstjórans. Nýja stöðin er ríf- lega þrjú hundruð fermetrar að stærð auk millilofts. Tónlist í gömlu slökkvistöðinni Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað í síðustu viku að ganga að til- boði Brunavarna Rangárvallasýslu bs og kaupa gömlu slökkvistöðina á Hellu þegar hún losnar. Rangárþing ytra á þegar efri hæð þeirrar bygg- ingar og þar er til húsa Tónlist- arskóli Rangæinga. Að sögn Ágústs er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um nýtingu gömlu stöðv- arinnar en vel þykir koma til greina að stækka aðstöðu Tónlistarskólans og koma upp litlum tónleikasal og bættu kennslurými á neðri hæðinni. Það eru sveitarfélögin þrjú í Rang- árvallasýslu sem eru eigendur byggðasamlagsins um brunavarnir þ.e. Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur. „Algjör bylting fyrir brunavarnir í héraðinu“  Ný slökkvistöð á Hellu afhent til fullnaðarfrágangs  Tilbúin næsta vor Stór stund Slökkvistöðin afhent síðasta þriðjudag. Frá vinstri á mynd fyrir utan húsið: Anton Kári Halldórsson, stjórnarmaður í Brunavörnum Árnes- sýslu, Hjalti Tómasson, formaður stjórnar, Bjarni Sverrisson verktaki, Leif- ur Björnsson slökkviliðsstjóri og Guðmundur Gíslason stjórnarmaður. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum DESEMBER TILBOÐ Gerðu vel við þig, eða einhvern semþér þykir vænt um, þessi jól 15% afsláttur NÚNA af gjafabré fum hjá okkur Laserlyfting Gelísprautun HydroDeluxe 15-20% afsláttur: Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.