Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 52

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HalldórBenjamínÞorbergs- son, framkvæmda- stjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir í samtali við Við- skiptamoggann að það sé áhyggjuefni fyrir okkur öll að hið opinbera hafi ekki hagrætt hjá sér eins og atvinnulífið hefur þurft að gera. Þetta eru orð að sönnu og ekki látin falla án ástæðu. Nýjar tölur Hagstofunnar benda til skuggalegrar þróunar á íslenskum vinnumarkaði. Á heildina litið hefur launþegum á landinu fækkað sé október í ár borinn saman við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn er 1,8%, sem er verulegt, ekki síst þegar horft er til þess að fólki fjölgar og atvinnutækifærum þarf að fjölga samhliða. En þetta er ekki eina áhyggjuefni, heldur ekki síður hitt, að á sama tíma og þetta gerist fjölgar þeim verulega sem starfa hjá hinu opinbera, eða um rúmlega 4%. Þetta felur líka í sér að fækkunin í einka- geiranum er enn meiri en sú 1,8% fækkun sem áður er nefnd, því að inni í þeirri tölu er fjölg- unin hjá hinu opinbera. Fækkun launþega hjá einkageiranum nemur rúmum 4%, eða um það bil sömu hlutfallstölu og fjölg- unin hjá hinu opinbera. Afar brýnt er orðið að ríki og sveitarfélög fari að endurskoða starf- semi sína í grund- vallaratriðum. Aug- ljóst má vera að ekki getur gengið að æ fleiri starfi hjá hinu opinbera á sama tíma og störfum í einkageir- anum fækki. Þessari þróun verður að snúa við og til þess þarf hugarfarsbreytingu hjá kjörnum fulltrúum, bæði hjá ríki og sveit. Það viðhorf að sífellt sé hægt að fjölga opinberum stofn- unum og ráða fleiri starfsmenn gengur vitaskuld ekki upp. Þar með gengur ekki heldur upp að auka stöðugt við regluverk hins opinbera og leggja sífellt auknar skyldur á herðar þess, því að þessar skyldur kalla á fleiri starfsmenn. Hafa verður í huga að fjölgun opinberra starfsmanna gerist ekki í tómarúmi. Starfsmönn- unum þarf að greiða laun og þeir fjármunir sem til þess eru nýttir koma af skattfé. Fjölgun op- inberra starfsmanna felur því í sér hærri skatta og hærri skatt- ar draga máttinn úr einkageir- anum sem verður til þess að störfum þar fækkar. Hið op- inbera er þess vegna að búa til vítahring með sífelldri fjölgun opinberra starfsmanna og verð- ur að grípa til aðgerða eigi ekki illa að fara. Ísland verður ekki rekið með opinber- um starfsmönnum einum saman} Öfugþróun hjá hinu opinbera Segja má að síð-ustu tvö ár hafi á heildina litið verið fremur jákvæð þeg- ar horft er til sam- skipta ríkjanna á Kóreuskaga, í það minnsta miðað við það spennu- stig sem ríkt hafði árin á undan. Eftir ítrekaðar tilraunir með bæði kjarnorkuvopn og eld- flaugar sem gætu borið þau á áfangastað drógu Norður- Kóreumenn úr hvoru tveggja að undirlagi einræðisherrans Kim Jong-un. Hin nýja afstaða Kim opnaði á ýmsa sögulega viðburði, líkt og fyrstu viðræður leiðtoga Norð- ur-Kóreu við forseta Bandaríkj- anna, sem og fyrstu heimsókn leiðtoga Norður-Kóreu til ná- grannanna í suðri. Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in, forseti Suður- Kóreu, hafa nú í viðræðum sín- um stigið söguleg og táknræn skref inn fyrir landamæri Norð- ur-Kóreu, nokkuð sem hefði jafnvel þótt óhugsandi fyrir um tveimur árum. En táknræn skref eru lítils virði ef ekki er hægt að fylgja þeim eftir með raunverulegum ávinningi. Og því miður eru nú allar líkur á að sú velvild sem unnist hefur á milli Norð- ur-Kóreu og ná- grannaríkjanna sé senn á þrotum. Orð- færi stjórnvalda í Pyongyang hefur farið síharðnandi á síðustu vikum, og hefur jafnvel leitað aftur í sama far hótana og gífuryrða og áður. Krafa Norður-Kóreumanna nú er að Bandaríkjastjórn leggi á borðið tillögur fyrir lok þessa árs um það hvernig létta eigi á refsiaðgerðum gegn Norður- Kóreu, áður en frekari viðræður geti haldið áfram. Þá hefur legið í loftinu hótun um að stór eld- flaugatilraun sé í farvatninu, en Norður-Kóreumenn hafa lofað „sérstakri jólagjöf“ verði ekki orðið við kröfum þeirra. Úr vöndu er að ráða. Það er engum í hag að ástandið á Kór- euskaganum verði aftur jafn spennuþrungið og var á verstu dögunum árið 2017. Á hinn bóg- inn er útilokað að senda þau skilaboð að óþokkahegðun sé besta leiðin fyrir Kim Jong-un til að ná sínu fram. Hann verður áfram að fá þau skilaboð að eng- in verðlaun séu í boði fyrir ógnir og hótanir. Táknræn skref eru ágæt svo langt sem þau ná. En þau ná aldrei alla leið. } Kólnar á Kóreuskaga? S kilningur á aðstæðum og líðan fólks með heilabilun er mikilvæg for- senda þess að komið sé fram við það af þeirri virðingu sem því ber og að það fái viðeigandi þjónustu í öllum aðstæðum. Með það markmið í huga ákvað ég á dögunum að veita Alzheimersam- tökunum 15 milljóna króna styrk til að hrinda í framkvæmd tveimur fræðsluverkefnum sem snúa að þjónustu við aldraða og fólki með heilabilun. Fræðsluverkefni Alzheimersamtakanna varða annars vegar svokölluð styðjandi sam- félög og hins vegar jafningjafræðslu á hjúkr- unarheimilum. Til að stuðla að styðjandi sam- félögum fyrir fólk með heilabilun munu Alz- heimersamtökin standa fyrir gerð fræðslu- efnis fyrir sveitarfélög og ýmsa þá sem veita almenningi þjónustu, s.s. afgreiðslufólk í verslunum, öryggisverði, lögreglu, fólk sem sinnir almenningssam- göngum o.fl. þar sem fjallað er um heilabilun og ýmsar birtingarmyndir heilabilunarsjúkdóma og farsæl við- brögð þjónustuaðila í samskiptum við fólk með einkenni heilabilunar. Fræðsluefnið verður meðal annars að- gengilegt í gegnum vefgáttina Heilsuveru. Verkefni Alzheimersamtakanna sem varðar jafninga- fræðslu á hjúkrunarheimilum snýst um að koma á fót teymi sem heimsækir hjúkrunarheimili, veitir fræðslu og styrkir getu starfsfólks til að veita fólki með heilabilun umönnun. Mikilvægur liður í verkefninu og megin- áhersla í störfum teymisins verður að aðstoða starfsfólk á hverjum stað við að koma á fót jafningjafræðslu um umönnun fólks með heilabilun. Gert er ráð fyrir að jafningjafræðsla hefjist á öllum hjúkrunarheimilum landsins á árunum 2020- 2021 undir stjórn Alzheimersamtakanna. Við sama tækifæri veitti ég Landssamtök- um eldri borgara þriggja milljóna króna styrk til gerðar fræðsluefnis í forvarnaskyni gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks. Vitað er að félagsleg einangrun er einn af áhættuþáttum heilabilunar. Meðal annars þess vegna skiptir miklu máli að eldra fólk haldi virkni og félagslegum tengslum og fái til þess markvissan stuðning ef þess er þörf. Fræðsluefnið mun snúa að þessu og beinast jafnt að einstaklingum og stjórnsýslunni. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok árs 2020 og að fræðsluefnið verði einnig aðgengi- legt á vefgáttinni Heilsuveru. Fyrrnefnd verkefni falla að aðgerðaáætlun í málefnum fólks með heilabilun sem verið er að leggja á lokahönd í heilbrigðisráðuneytinu og er unnin út frá drögum að áætlun um þjónustu við einstaklinga með heilabilun sem Jón Snædal vann fyrir ráðuneytið. Þá hafa fagmenn og aðstandendur lagt fram ábendingar um hvernig þjónust- unni verður best fyrir komið, auk þess sem litið hefur verið til reynslu annarra Norðurlanda af uppbyggingu þjónustu við þennan hóp. Þjónustan þarf að vera óslitin allt frá greiningu sjúkdómsins og það er dýrmætt að fá ábendingar frá þeim sem reynt hafa á eigin skinni hvar tækifæri eru til úrbóta. Svandís Svavarsdóttir Pistill Aukin fræðsla um heilabilun Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nú þegar tólf dagar eru eft-ir af árinu hefur ekki orð-ið banaslys meðal ís-lenskra sjómanna á fiski- og flutningaskipaflotanum og árið gæti því orðið það sjötta í sögunni sem slík slys verða ekki. Hafa ber í huga að slysin gera ekki boð á undan sér og fram að áramótum gæti alvarlegt slys orð- ið á sjó. Hins veg- ar dregur mjög úr sjósókn í kringum hátíðar og sér- staklega þegar helgar bætast við jóladagana eins og nú. Ástæða er til að fagna þeim góða árangri sem náðst hefur síðustu ár í baráttu fyrir auknu öryggi og fækkun banaslysa, en sá skuggi hvílir þó yfir að maður fórst við köfun í sjó út af Hjalteyri í Eyjafirði í byrjun sept- ember. Um var að ræða bandarískan ferðamann, sem hafði ásamt fleira fólki nýlokið köfun að hverastrýtum. Á síðasta ári lést maður í Sundahöfn sem hafði unnið að viðgerðum um borð í báti þar og er talið að hann hafa fallið útbyrðis í prufusiglingu. Árið 2008 var fyrsta árið án banaslyss á sjó við Ísland, kannski frá landnámi, og árin 2011, 2014, 2017 og 2018 fylgdu í kjölfarið. Ef heldur sem horfir verður þetta ár það þriðja í röð án banaslyss á sjómönnum. Þetta er mikil breyting frá því sem var á árum áður þegar tugir Íslendinga létust á sjó mörg árin og nokkur þúsund manns samtals á síðustu öld. Jón Arilíus Ingólfsson, rann- sóknarstjóri siglingasviðs Rannsókn- arnefndar samgönguslysa, segir að slíkt hafi verið raunalegur veruleiki sem sjómenn og fjölskyldur hafi mátt búa við. Oft hafi myndir af drukkn- uðum sjómönnum verið fyrirferð- armiklar á forsíðum dagblaða. Vakandi auga allan sólarhringinn Hann segir að sá árangur sem hafi náðst við Ísland hafi vakið at- hygli víða og nefnir m.a í því sam- bandi fólk sem starfar að rann- sóknum á sjóslysum í löndum Evrópusambandsins og í Kanada. Hann segir að margir samverkandi þættir séu að baki þessum árangri. „Vaktstöð siglinga hefur skipt miklu máli, en þar er vakandi auga allan sólarhringinn,“ segir Jón Ari- líus. „Allir okkar bátar eru með AIS- kerfi og ef þeir detta út kerfinu og koma ekki inn aftur eftir ákveðinn tíma gera tækin aðvart um að eitt- hvað sé að. Þetta kerfi og þessir menn í vaktstöðinni hafa án efa bjargað mörgum sjómönnum. Slysavarnaskóli sjómanna er mikilvægur, en allir sjómenn þurfa að fara á námskeið þar og síðan í endur- menntun á fimm ára fresti. Starfs- aldur til sjós hefur hækkað og þá um leið reynsla sem vegur þungt. Þá eru veðurspár orðnar nákvæmari en áður var.“ Hann segir búnað og öryggis- stjórnunarkerfi um borð í flutninga- og fiskiskipum margfalt meiri og full- komnari heldur en áður. Skipin sjálf hafi orðið betri og öruggari með hverju árinu og sérstök ástæða sé til að nefna stöðugleika þeirra. Sigl- ingasvið Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa hafi verið óspart á að koma með tillögur í öryggisátt vegna mála sem ratað hafi á borð þess. Allt skipti máli í stóra samhenginu. „Svo er það kvótakerfið,“ segir Jón Arilíus. „Það á örugglega sinn þátt í að meiri skynsemi er í sókninni heldur en áður. Nú vita útgerðir og skipstjórar hver þeirra hlutur er og menn þurfa ekki að sperra sig til að ná í fiskinn og vinnslan stýrir oft sókninni. Það er ekki ýkja langt síðan menn sögðu þeim mun meiri afli því betra, jafnvel þó að fiskurinn nýttist illa og færi að hluta í bræðslu.“ Gæti orðið sjötta árið án banaslyss á flotanum Nokkrum sinnum hafa sjómenn verið hætt komnir í ár, en verið bjargað á giftusamlegan hátt eins og sést á nokkrum tilvikum frá því í síðasta mán- uði. Þannig mátti ekki tæpara standa þegar þremur mönnum var bjargað er Blíða SH sökk norður af Langeyjum á Breiðafirði 5. nóvember. Mennirnir voru orðnir kaldir og þrekaðir þegar þeim var bjargað um borð í Leyni SH. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar bjargaði 13. nóvember fjögurra manna áhöfn fiskibátsins Einars Guðnasonar ÍS sem strandaði við Gölt á utanverðum Súgandafirði. Fjórum mönnum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar 29. nóvember eftir að Lágey ÞH strandaði í vestanverðum Þistilfirði. Kaldir og þrekaðir SJÓMÖNNUM BJARGAÐ Ljósmynd/Landhelgisgæslan Björgun Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kemur sjómönnum til að- stoðar eftir að bátur þeirra strandaði í Þistilfirði í nóvember. Jón Arilíus Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.