Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 53
53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019
Stjörnustríð Í gær sýndu Sambíóin rúmlega sjö samfelldar klukkustundir af Stjörnustríðskvikmyndum í tilefni þess að ný Stjörnustríðsmynd, The Rise of Skywalker, er frumsýnd í dag.
Eggert
Eitt af síðustu
verkum þingheims
fyrir jólafrí var að
samþykkja lög um
breytingu á ýmsum
lagaákvæðum um toll-
kvóta fyrir innfluttar
landbúnaðarafurðir.
Helsta markmið
frumvarpsins var að
koma úthlut-
unarreglum tollkvót-
anna í það horf að verð innfluttra
landbúnaðarvara gæti lækkað, ís-
lenskum neytendum til hagsbóta.
Vegna þeirra lagareglna sem gilt
hafa hingað til hafa neytendur
ekki notið markverðs ábata af inn-
fluttum landbúnaðarvörum, jafnvel
þó að þær megi í sumum tilvikum
flytja inn á lægri tollum en ella.
Frumvarpið hafði alla burði til að
breyta þessari stöðu, bæði hvað
varðar úthlutunaraðferðir og opn-
unartímabil tollkvóta fyrir vörur
sem hér hefur oft og tíðum skort.
SVÞ lýsti yfir stuðningi við frum-
varpið þar sem með samþykkt
þess hefði verið stigið skref í rétta
átt.
Þegar leið að því að frumvarpið
yrði afgreitt úr þingnefnd, gerðist
sá fáheyrði atburður að ellefu fé-
lög hagsmunaaðila ályktuðu gegn
frumvarpinu. Fyrir utan Bænda-
samtök Íslands og ýmis aðild-
arfélög þeirra, stóðu að álykt-
uninni Félag atvinnurekenda og
Samtök iðnaðarins. Til grundvallar
ályktuninni voru færð afar mót-
sagnakennd rök, þ.e. að finna
þyrfti málinu heppilegri farveg,
m.a. til að bregðast við mögu-
legum frávikum sem alltaf kunna
að koma upp í búvöruframleiðslu,
sem háð er veðurfari og öðrum
ytri aðstæðum. Neyt-
endasamtökin sáu
góðu heilli að sér og
drógu þátttöku sína í
ályktuninni til baka.
Þingheimur skákaði í
skjóli þessa atburðar
og gerði víðtækar
breytingar sem taka
mjög mið af sér-
kröfum innlendra
framleiðenda og eru
alfarið á kostnað
neytenda.
Maður hefði nú að fyrra bragði
ekki búist við að samtök á borð
við Félag atvinnurekenda og
Samtök iðnaðarins sem, í orði
kveðnu a.m.k., haldið hafa á lofti
sjónarmiðum viðskiptafrelsis og
frjálsrar samkeppni, sameinist
um að leggja stein í götu frum-
varps, sem hafði það að raunveru-
legu markmiði að færa íslenskum
neytendum ábata upp á fleiri
hundruð milljónir króna á ári.
Það er til kínverskur máls-
háttur sem segir: Það heyrist
jafnan meira í því sem þú gerir
en í því sem þú segir. Vörslu-
menn sérhagsmuna leynast
greinilega víðar en margur held-
ur.
Eftir Andrés
Magnússon
»Helsta markmið
frumvarpsins var að
koma úthlutunarreglum
tollkvótanna í það horf
að verð innfluttra land-
búnaðarvara gæti lækk-
að, íslenskum neyt-
endum til hagsbóta.
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ.
Sérhagsmunir
fá stuðning úr
óvæntri áttÁ útrásarárunum varþað eftirtektarverthvernig stóru fjölmiðl-
arnir gegndu hlutverki
klappstýra fyrir hina
svonefndu útrásarvík-
inga. Það þarf ekki ann-
að en að skoða fyrir-
sagnir, forsíðufréttir
eða helstu umfjallanir
fjölmiðla frá þeim tíma
til þess að átta sig á því
að þetta var raunin.
Ég hef nefnt það áður að mér er
það minnisstætt þegar Davíð Odds-
son, þáverandi forsætisráðherra,
mótmælti óhófi bankamanna í verki
árið 2003 með því að taka sparifé sitt
út úr Kaupþing Búnaðarbanka og
vitna í iðrun Júdasar þegar sýndar-
gjörningur var framkvæmdur í fram-
haldinu. Davíð var vegna þessa sak-
aður um að leggja bankamenn „í
einelti“ á forsíðu Fréttablaðsins. Það
er dálítið dapurlegt að hugsa til þess,
en sýnir líklega vald fjölmiðla, að þeg-
ar bankakerfið svo hrundi – eftir mis-
notkun bankamanna sem dómstólar
hafa fjallað um og staðfest – var öllu
snúið á hvolf og sá sem varaði við var
gerður að blóraböggli. Saklausum
manni var refsað fyrir eitthvað sem
hann ekki aðeins bar enga ábyrgð á
heldur hafði með öllum sínum mætti
barist gegn. Í þessu samhengi, þar
sem norskur jafnaðarmaður hefur
gefið út bók, skal það sérstaklega
nefnt að þau smánarlög sem sam-
þykkt voru í febrúar 2009 eru í raun
ígildi pólitísks réttarmorðs sem enn á
eftir að gera upp; ranglæti sem enn á
eftir að leiðrétta.
Ekki var þó látið staðar numið. Í
forsetakosningunum 2016 var haldið
uppi mjög óeðlilegum fréttaflutningi
og afskipti Ríkisútvarpsins af kosn-
ingunum mætti taka til sérstakrar
skoðunar. Hægt er að benda á að
stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, sem
lögum samkvæmt tekur þátt í að
móta dagskrárstefnu og megináhersl-
ur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri
tíma, hélt uppi linnulausum og op-
inberum áróðri gegn
Davíð Oddssyni. Fleira
var eftirtektarvert í
þeim kosningum, m.a.
möguleg notkun gervi-
manna á samskipta-
miðlum sem var beitt
með þeim hætti að þeg-
ar eitthvað jákvætt var
sagt um Davíð Oddsson
og bent var á stað-
reyndir, birtust hin og
þessi nöfn sem aldrei
hafa tekið þátt í póli-
tískri umræðu og fylltu
athugasemdakerfin af rangfærslum
og útúrsnúningi sem var rekjanlegur
til fyrrnefnds stjórnarmanns Ríkisút-
varpsins.
Það var þó annar viðburður sem
stóð upp úr árið 2016 og það var
„Panamamálið“ svonefnda. Þar fór
Ríkisútvarpið mikinn og blekkti þá-
verandi forsætisráðherra í viðtal sem
hefði aldrei átt að birta enda var
stofnað til þess með óheiðarlegum
hætti. Ég segi óheiðarlegum því þeir
sem að viðtalinu stóðu hafa við-
urkennt það að þeir óskuðu eftir við-
tali við forsætisráðherra undir því yf-
irskini að ræða efnahagsmál. Það
hefur einnig verið viðurkennt að við-
talið hafi verið margæft með það fyrir
augum að veiða forsætisráðherrann í
gildru. Arfur eiginkonu forsætisráð-
herra var svo gerður að meginefni
viðtalsins og hvort hún hefði fyrir
áratug hlustað á ráðgjöf bankafull-
trúa um að geyma innstæður sínar á
erlendum bankareikningi. Innstæð-
urnar fékk hún í arf en faðir hennar
var mjög duglegur athafnamaður.
Lítið var fjallað um þá staðreynd að
eiginkonur mega geyma sitt fé, án
samþykkis eiginmanna sinna, hvar
sem þeim sýnist ef út í það er farið.
Mætti segja að flest jafnréttisviðmið
hafi verið brotin gróflega í þeirri um-
fjöllun. Það var einnig eftirtektarvert
að Ríkisútvarpið margítrekaði að eitt-
hvað meira og jafnvel stærra yrði
upplýst um fleiri þekkta Íslendinga.
Væntanlega til þess að gera málið
tortryggilegt. Nú fjórum árum síðar
liggur það fyrir að ekkert annað eft-
irtektarvert var upplýst. Það er því
ekki hægt að álykta neitt annað en að
Ríkisútvarpið hafi logið að íslensku
þjóðinni og að málið hafi verið pólitísk
aftaka.
Það þarf ekki að eyða mörgum orð-
um í hið svokallaða „Klaustursmál“
en þó, þar sem ákveðnir fjölmiðlar
hafa rifjað það upp, er vert að benda á
að Persónuvernd hefur úrskurðað í
málinu og hin raunverulegu fórnar-
lömb voru þeir þingmenn sem setið
var um. Á þeirra mannréttindum var
brotið. Gerandinn – sá sem sat, hler-
aði og birti persónulegt samtal þing-
mannanna – gerðist brotlegur við lög.
Fáir vilja búa í einhverslags eftirlits-
ríki þar sem tekin eru upp einkasam-
töl og fjölmiðlar fengnir til að birta
þau að því virðist í þeim eina tilgangi
að smána og kalla fram einelti. Lík-
lega er „Klaustursmálið“ eitt það ljót-
asta í síðari tíð en ekki vegna þess að
fyllirí hafi átt sér stað á ölstofu, en
slíkt gerist að jafnaði alloft, heldur
frekar það að fjölmiðlar komust upp
með eina ferðina enn að hneppa al-
menningsálitið í gíslingu.
Sporin hræða og það er ekki að
ástæðulausu að gapastokkurinn var
aflagður. Þegar horft er til baka má
sjá að mörg mál sem sett voru upp í
æsifréttastíl reyndust önnur en okkur
var sagt. Sífellt fleiri spyrja sig hvort
stóru fjölmiðlarnir séu orðnir pólitísk
vopn í hugmyndafræðilegu stríði um-
rótsmanna.
Fyrir Alþingi liggja nú tillögur um
að leyfa einkareknum fjölmiðlum að
teygja sig ofan í vasa hins vinnandi
manns. Það er alvarlegt og ekki síður
í ljósi þess að með því skapast sú
hætta að almenningsálitið endi sem
fangi hinna fáu til frambúðar.
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Sífellt fleiri spyrja
sig hvort stóru fjöl-
miðlarnir séu orðnir
pólitísk vopn í hug-
myndafræðilegu stríði
umrótsmanna.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
sjálfstæðismaður
Fangi hinna fáu