Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Ómissandi á jólaborðið Reyktur og lax Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og 10-11. „Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði ... Og orðið varð hold,“ skrifar Jóhannes guð- spjallamaður, „og hann bjó með oss, fullur náð- ar og sannleika.“ (Jóh. 1.14.) Þetta er holdtekj- an, inkarnasjónin. Hér er engin vandskilin guðfræði, engin vafningasöm heim- speki. Kristindómurinn heldur því fram, að þetta sé svona og engan veg- inn öðruvísi. Öll þau trúarbrögð og heimspeki- kerfi, sem gera lítið úr hinu efnislega, eru í besta falli hæpin. Þegar Móse var staddur hjá þyrnirunnanum, sem stóð í ljósum loga og brann þó ekki, var honum sagt að draga skó sína af fótum sér því að staðurinn, sem hann stæði á, væri heilög jörð (2. Mós. 3.5). Holdtekjan (þegar hið skapandi orð Guðs varð hold í piltbarninu í jötunni í Betlehem) þýðir að öll jörðin er heil- ög, af því það er ekki aðeins að Guð hafi skapað hana, heldur gekk hann um á henni, borðaði og svaf og starfaði og þjáðist og dó – á henni. Sá boð- skapur, sem kirkjan á að flytja veröld- inni, hlýtur æ og ævinlega að vera fagnaðarerindið um frelsarann; boð- skapurinn unaðslegi um endurreisn hins fallna manns í Jesú Kristi. Þetta fagnaðarerindi er þau gleði- legu tíðindi, sem herma frá frelsun og endurlausn manneskjunnar, bæði hér og í komandi heimi, og er það gjöf Guðs í Jesú Kristi til syndugra, já glataðra manna. Syndin er sjúkdóm- ur, sem er sekt, og sekt, sem er örlög. Og mesta bölvun synd- arinnar er fólgin í því, að hún gerir oss blind á sjálfa sig, þannig, að vér sjáum hana ekki, kom- um ekki auga á hana. Að frelsast er að taka á móti fagnaðarboð- skapnum í trú. Trúin er að taka við tilboði fagn- aðarerindisins í hlýðni, auðmýkt og þökk, en fagnaðarerindið er sá gleðilegi boðskapur að Guð hafi frelsað oss glataða menn frá synd og dauða og gefið oss frelsið að óverðskuldaðri gjöf. Trúin er vegferð syndugs manns frá skírn til dauða í von um upprisuna. Í trúnni megum vér treysta því, að líf- ið nýja, hið fullkomna og syndlausa líf, sem Kristur færir með fyrirgefningu sinni, á að rísa upp á efsta degi. En það gamla og synduga og uppreisnar- gjarna líf, sem vér höfum örvað og glætt með synd vorri og sjálfsréttlæt- ingu, það á aftur á móti að deyja og verða jarðað í kirkjugarðinum. Jerúsalem verður ný Jerúsalem, sem stígur niður af himni frá Guði, búin sem brúður er skartar fyrir manni sínum (Op. Jóh. 21.2). Lík- ömum vorum er sáð forgengilegum, en þeir rísa upp óforgengilegir (I. Kor. 15.42). Gleðileg jól! Jól Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. siragunnar@simnet.is »Kristindómurinn heldur því fram, að þetta sé svona og engan veginn öðruvísi. Gegn uppbyggðum vegi á illviðrasömu og snjóþungu svæði í 530 m hæð um Öxi hefur þurft aðeins eina grein til að andstæðingar Fá- skrúðsfjarðar- og Norðfjarðarganga bregðist hinir verstu við þegar greinarhöf- undur hefur áður varað við því að erfitt sé að treysta þessari leið milli Berufjarðar og Skriðdals. Nú sannast það sem fyrr var sagt að krafan um hindrunarlausan heils- ársveg yfir Öxi er byggð á pólitískum falsrökum sem stuðningsmenn Axar- vegar tefla gegn Dýrafjarðargöngum. Allur málflutningur um að Vegagerð- in geti tryggt svo góðar vegasam- göngur alla vetrarmánuðina í 530 m hæð, á stystu leiðinni milli Djúpavogs og Egilsstaða, er úr tengslum við raunveruleikann. Svona þvælast stuðningsmenn Axarvegar fyrir til að afskræma allar staðreyndir um þær framfarir sem orðið hafa í jarðganga- gerð á undanförnum árum. Í Berufirði þykir engum það for- svaranlegt að sprengja burt klettana uppi í brattri fjallshlíðinni fyrir ofan Beitivelli og Háuöldu. Þangað á þessi vegur, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur nýlega lof- að Djúpavogsbúum, ekkert erindi. Nógu mikil er slysahættan í brekk- unum þar sem núverandi vegur ligg- ur í 17% halla. Hvort sem hann verð- ur endurbyggður eða nýr vegur lagður í brekkunni, fyrir neðan Mið- hjalla og Mannabeinahjalla, hverfur slysahættan aldrei. Í brattri fjalls- hlíðinni mæla andstæð- ingar Norðfjarðarganga með þessari fram- kvæmd sem Skipulags- stofnun neitar að sam- þykkja. Skynsamlegra væri fyrir stuðningsmenn Axarvegar, sem berjast fyrir því að Djúpivogur, Fljótsdalshérað, Egils- staðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður eystri verði á einu samfelldu atvinnusvæði, að klára dæmið strax með tvenn- um veggöngum inn í Breiðdal, sem tekin yrðu úr Berufirði og Skriðdal, þegar þeir kæra sig ekkert um greið- ar, hagkvæmar og nútímalegar sam- göngur við stóra Fjórðungssjúkra- húsið, í Neskaupstað. Áhugavert er fyrir talsmenn framtíðarinnar að leita svara við þeirri spurningu hvers vegna erindrekar fortíðarinnar voru svo veruleikafirrtir að krefjast þess í mars 2003 að hætt yrði við Almanna- skarðs- og Fáskrúðsfjarðargöngin. Allt fjármagnið sem fór í þessi veg- göng vildu andstæðingar jarðgang- anna frekar fá í hindrunarlausan heilsársveg yfir Öxi. Þeirri kröfu vís- aði Vegagerðin til föðurhúsanna. Þá reiddust stuðningsmenn Axarvegar þegar fyrrverandi þingmenn Austur- lands sögðu þeim fyrir 16 árum að út- boð Almannaskarðs- og Fáskrúðs- fjarðarganga stæðu óhögguð. Viðbrögðin frá stuðningsmönnum Héðinsfjarðarganga á Austfjörðum komust strax í fréttirnar þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, gerði rétt með því að tilkynna í fjölmiðlum í febrúar 2003 óvænt þá ákvörðun stjórnvalda að flýta fram- kvæmdum við veggöngin undir Al- mannaskarð vegna slysahættunnar, sem of margir flutningabílstjórar höfðu áhyggjur af. Fullyrðingar um að fjármunum í jarðgöng á Austfjörð- um hafi verið stolið frá Öxi eru fölsk skilaboð og í hróplegri mótsögn við góða blaðamennsku. Þessi vinnu- brögð nota erindrekar fortíðarinnar til að skaða samgöngumál fjórðungs- ins, sem hafa alltof lengi verið í mikl- um ólestri. Í öllum þessum rang- færslum sem notaðar eru gegn Norðfjarðargöngum og slæmu ástandi í samgöngumálum suður- fjarðanna kemur skýrt fram að stuðningsmenn Axarvegar eru úr tengslum við raunveruleikann. Kröfuna um flutning stóra Fjórð- ungssjúkrahússins frá Neskaupstað til Egilsstaða fá þeir aldrei sam- þykkta án þess að Norðfirðingar setji hnefann í borðið. Eltingaleikurinn við snjólétt svæði, hlýnandi veðurfar næstu áratugina og hindrunarlausan heilsársveg um Öxi er vonlaus og snýst alltaf upp í leik kattarins að músinni. Hvergi er hægt að tryggja svo góðar vegasamgöngur, í 530 m hæð á stystu leiðinni milli Egilsstaða og Djúpavogs. Til þess hefur Vega- gerðin engan tækjabúnað. Loforð um að hindrunarlaus heilsársvegur á þessu snjóþunga og illviðrasama svæði spari 700-800 milljónir króna á hverju ári fást aldrei. Illt er að eiga við Vegagerðina og fjárveitingavaldið, sem telja óhjá- kvæmilegt að berja í borðið til að forðast kostnaðinn við samfelldan snjómokstur á þessum farartálma og slysahættuna í brekkunum upp úr Berufirði. Hugmynd sveitarstjóra Djúpavogs um einkaframkvæmd á Öxi er vitlaus. Fækkum strax snjó- þungum fjallvegum. Snjóþyngsli á Öxi Eftir Guðmund Karl Jónsson » Fækkum strax snjó- þungum fjallvegum. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.