Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 66

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 ✝ HallgrímurPétursson fæddist á Kvíabóli í Norðfirði 9. nóv- ember 1925. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. des- ember 2019. Foreldrar hans voru Pétur Ragnar Sveinbjörnsson, f. 15. desember 1894 á Kvíabóli í Norð- firði, d. 26. apríl 1933 á Norð- firði, sjómaður og útgerðar- maður í Neskaupstað, og Guðrún Eiríksdóttir, f. 9. sept- ember 1897 á Seli í Sandvík í Norðfjarðarhreppi, d. 5. apríl 1994 í Neskaupstað. Systkini Hallgríms eru: Eiríkur, f. 1918, d. 2003, Ragnar, f. 1919, d. 2013, Sveinþór, f. 1922, d. 2013, Jens, f. 1928, d. 1998, Nanna, f. 1930, og Pétur, f. 1932. Hallgrímur lauk Barnaskóla Neskaupstaðar 1939, minna mót- orvélstjóraprófi í Neskaupstað Varnarliðsins allt til ársins 1997. Fyrri kona Hallgríms var Júl- íana Ólöf Árnadóttir, f. 7. júní 1930, d. 3. okt. 1953. For.: Árni Sigurður Jónsson, sjómaður í Hafnarfirði, f. 10. júlí 1900 á Gjögri, Árneshr., Strand., d. 9. apríl 1987, og k.h. Guðmundína Ragúelsdóttir, f. 21. júní 1898 á Strandseljum, Ögurhr., N.-Ís., d. 4. maí 1986. Barn þeirra : a) Pjetur Sævar, f. 2. jan. 1953, verslunarmaður í Neskaupstað. Seinni kona Hallgríms var Helga Steingrímsdóttir, f. 22. sept. 1926, d. 5. maí 2016. For.: Steingrímur Steingrímsson, sjó- maður og verkamaður í Hafnar- firði, f. 30. sept. 1884 á Nesjum, Miðneshr., Gull., d. 11. okt. 1965, og k.h. Hallgerður Lára Andrés- dóttir, f. 10. nóv. 1888 í Hafnar- firði, d. 9. nóv. 1980. Börn þeirra: b) Guðrún, f. 31. jan. 1963 í Reykjavík, bús. í Hafn- arfirði. c) Steingrímur, f. 10. júlí 1972 í Reykjavík, bús. í Hafn- arfirði, sambýliskona Virginija Galinyté, f. 19. mars 1976, þau eiga tvö börn saman: Ingvar, f. 2009, og Kristín Eldey, f. 2012. Fyrir á Steingrímur dótturina Helgu Katharinu, f. 2006. Útför Hallgríms fór fram í kyrrþey 18. desember 2019. 1943, meiraprófi í Reykjavík 1949, Iðnskóla Hafn- arfjarðar 1954 og sveinsprófi í vél- virkjun 1956, vél- stjóraprófi í Vél- skólanum Reykja- vík 1956 og raf- magnsdeild 1957. Hann var vélstjóri á fiskibátum frá Norðfirði 1943-47, aðstoðarmaður í vél vs Ægi I 1947-48, afleysingavélstjóri á vs. Óðni II og vs. Sæbjörgu sum- arið 1949 en síðan aðstoðar- maður í vél á ms. Arnarfelli til 1952. Hann var vélstjóri á skip- um Hvals hf. 1957-69, vélstjóri í rafstöðinni á Keflavíkur- flugvelli 1969-70 og 1971 í af- leysingum, vann á tæknideild hjá ÍSAL um tíma 1971, starfaði síðan á dísilverkstæði Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli um skeið en hóf síðan störf að nýju sem vélstjóri í rafstöð Faðir minn, Hallgrímur Pét- ursson, lést 4. des. að kvöldi til. Hann var búinn að vera mikið las- inn síðustu vikurnar, en hann náði að hvílast og sofa að mestu þar til hann lagði í vegferðina miklu. Ég var svo heppinn að ég gat setið hjá honum síðustu stundirn- ar í lífi hans. Það er óhætt að segja að pabbi hafi átt mjög langa og viðburða- ríka ævi. Hann gekk í gegnum ýmis erf- ið tímabil á lífsleiðinni. Má þá helst nefna að ungur að árum varð hann fyrir því að missa föður sinn sem fórst í sjávarháska og síðar þegar hann var um þrítugt varð hann fyrir því að missa fyrri eiginkonu sína í hræðilegu um- ferðarslysi og það frá barnungum syni þeirra. Rúmlega tíu árum síðar varð upphaf á öðru erfiðu örlagatímabili þegar barnung dóttir hans, Guðrún, veiktist al- varlega af illvígum sjúkdómi sem setti sitt mark á örlagasöguna. Hann tók þessum áföllum með sinni miklu þrauseigju og styrk- leika sem hann bjó yfir með aðdá- unarverðum hætti. Oft vitnaði pabbi í æskustöðvar sínar á Norðfirði og Mjóafirði sem honum var afar annt um. Sagði hann mér og barnabörnum sínum oft skemmtilegar sögur af Kvíabóli og sögur af gömlum Norðfirðingum og atburðum sem áttu sér stað þar á bernskuárum hans. Æskuárin á Mjóafirði voru honum sérstaklega hugleikin og hafði hann alltaf gaman af að segja sögur þaðan. Þar má nefna sögur af Imbu frænku, Vilhjálmi á Brekku o.fl. ágætu fólki þar og ekki má gleyma öllum góðu stundunum hans með hundinum Kát og kisunni Sirrý. Pabbi var ekki eirðarlaus og lagði mikinn metnað í að fara vel með tímann. Hann var sérlega afkastamikill og vandvirkur í öllum sínum verk- um og einstaklega fjölhæfur og útsjónarsamur. Það var eins og ekkert verk væri pabba ofviða. Hann gat lagað vélar, stórar sem smáar, smíðað ólíklegustu hluti og reddingarnar voru marg- ar snilldarlega vel leystar. Hann afrekaði m.a. að byggja tvö ein- býlishús, í Grænukinn og í Mið- vangi, þar sem hæfileikar hans fengu vel að njóta sín. Hann var strangheiðarlegur, mikill reglumaður og frábær fyr- irmynd. Pabbi og mamma héldu gott heimili á Miðvanginum og var þar oft mikill gestagangur, enda þau mjög gestrisin og alltaf nóg að bíta og brenna. Þau voru mjög samheldin hjón og aldrei bar á neinu ósætti á milli þeirra. Blómarækt var þeim mikil ástríða og garðurinn á Miðvang- inum minnti oft helst á flottan skrúðgarð á sumrin. Pabbi átti sér fleiri áhugamál, hafði gaman af harmonikkum og gat spilað listavel á þannig hljóð- færi enda hafði hann spilað á nikkur á böllum sem ungur mað- ur í Neskaupstað. Síðan má nefna að hann var frí- múrari og meðlimur í Hamars- stúkunni í Hafnarfirði. Þeir voru ófáir veiðitúrarnir sem við pabbi fórum í saman, renndum fyrir silung í vötnum eins Kleifarvatni, Hlíðarvatni í Selvogi og í Þingvallavatni. Margt brölluðum og bardúsuð- um við feðgarnir saman í skúrn- um á Miðvanginum. Þar voru smíðaðir ýmsir hlutir og gert við alls konar mótora og ýmislegt annað og þar lærði ég mörg nyt- samleg handtökin af honum. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum á Hrafnistu á annarri hæð- inni, Bylgjuhrauni, fyrir frábæra umönnun föður míns. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Elsku pabbi, takk fyrir allar yndislegu, ómetanlegu stundirn- ar sem ég fékk að verja með þér. Fagrar minningarnar um þig og mömmu munu fylgja mér um ókomna tíð. Ég kveð þig með mikla sorg í hjarta. Þinn sonur, Steingrímur. Hallgrímur Pétursson Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þegar ég hugsa um Gunna brosi ég því ég man ekki eftir honum öðruvísi en síbrosandi. Ég var svo lánsöm að fá að koma og búa hjá Jónu og Gunna heil 4 sumur ef ég man rétt og vera ým- ist sjoppudama í Tjaldó eða tjald- rukkari á tjaldsvæðinu á Laug- Gunnar Vilmundarson ✝ Gunnar Vil-mundarson fæddist 29. júlí 1953. Hann lést 5. desember 2019. Útför hans fór fram 13. desember 2019. arvatni. Mikið hvað mér leið alltaf vel í Dalseli en ég gat varla beðið eftir því að skólinn kláraðist á vorin og við Eva frænka færum með rútunni í sumardvöl á Laugarvatn. Ég man hvað mér fannst Gunni alltaf óskaplega fyndinn og hann var iðinn við að stríða okkur frænkunum og það þótti mér sko ekki leiðin- legt. Stundum sátum við Eva langt fram á nótt í Tjaldó ef Gunni var þar líka því þá var svo gaman og mikið hlegið. Á sumrin unnu þau hjónin oftast sleitulaust og voru án efa oft á tíðum upp- gefin en aldrei var það að finna og alltaf stutt í hlátur og grín. Af Gunna stafaði líka alltaf þessi hlýja og góðmennska og alltaf var hann tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Seinna meir fluttist ég til út- landa og hitti þau hjónin þar af leiðandi lítið á þeim árum en mik- ið hvað mér þótti vænt um að fá boð í 60 ára afmæli Gunna og fá að hlæja saman og rifja upp gamla tíma. Í hjartanu geymi ég margar og góðar hláturfylltar minningar um einstakan og góðan mann. Ég ætla hér eftir að taka hann Gunna mér til fyrirmyndar og brosa meira og hafa gaman af líf- inu og þannig vil ég heiðra minn- ingu hans. Að lokum vil ég senda fólkinu hans alla mína ást og hlýju á þessum erfiðu tímum. Þið eruð í huga mínum. Hvíl í friði, elsku Gunni, og hafðu þökk fyrir allt. Þín Lína Dögg Ástgeirsdóttir. Stundum setur mann hljóðan. Þegar mér bárust þær fréttir að hann Gunnar vinur minn á Laugarvatni væri látinn voru til fá orð. Við Gunnar, eða Gunni eins og hann var alltaf kallaður af vinum, ólumst upp á nágrannabæjum í Laugardalnum, hann 6 árum eldri en ég, svo ég var bara ung- lingur þegar hann fór til Reykja- víkur til að læra vélvirkjun. Hann kynntist henni Jónu sinni og það var ekki fyrr en þau hjón fluttu aftur í sveitina, þá á Laugarvatn, að kynni okkar endurnýjuðust. Minningarnar streyma fram og þá er af mörgu að taka. Gunni var einstaklega skemmtilegur maður og vinur vina sinna. Hann var mikill vélamaður og kom ég stundum og sagði að það væri hljóð í bílnum mínum. „Á það ekki að vera?“ sagði hann og hló. „Lánaðu mér lyklana.“ Svo keyrði hann smá rúnt um Laug- arvatn og kom aftur til baka og sagði hvað væri að. Það stóðst allt saman. T.d. að demparagúmmí væri laust. Oft fórum við systkinin Guð- mundur Óli og ég út að Laugar- vatni í kaffisopa til þeirra Gunn- ars og Jónu, þá fórum við Jóna inn í stofu að spjalla um allt og ekkert, en þeir voru frammi í eld- húsi að tefla. Var mjög gaman að sitja og hlusta á þá, því orðaskip- in úr eldhúsinu voru ekki í sam- ræmi við skák. Við fórum nokkur saman í ógleymanlegar sumarbústaða- ferðir í Skorradalinn og víðar nokkur haust og var hann hrókur alls fagnaðar þar. Gat séð spaug út úr öllu. Var mikið hlegið, sungið og talað í þessum ferðum. Alltaf mikið brallað og reynt að laga það sem ekki var í lagi, s.s. vatns- leiðslu í Skorradalnum. Alltaf höfðu þeir vinir taflið með. Við fórum líka í góðar utan- landsferðir og stendur þar upp úr Dóminíkana. Langur biðtími á Kennedy-flugvelli, var það taflið góða sem bjargaði því að við misstum ekki af flugi frá NY til Dóminíkana. Þegar ég var í námi var ég mjög tíður gestur á þeirra heimili ásamt skólasystrum mínum og var lesið fyrir nokkur prófin inni í gistiheimilinu þeirra. Nú er þessi mikli og góði vinur genginn. Þó var aðdragandi að andláti hans allt of skammur. Elsku Jóna mín, Gestur, Rún- ar og Arnar ásamt fjölskyldum. Ég veit að missir ykkar er mikill og hugur minn er hjá ykkur. Megir góður Guð styðja ykkur í þessari miklu sorg. Minningin um góðan mann lif- ir. Hvíl í friði, elsku Gunni minn. Kveðja frá okkur hjónum, Fjóla og Vilhjálmur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ERLA EYMUNDSDÓTTIR skrifstofustjóri, Hlíð, Siglufirði, sem lést mánudaginn 9. desember, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. desember klukkan 14. Sigfús Dýrfjörð Anna María Guðmundsdóttir Helena Dýrfjörð Björn Jónsson Baldur Dýrfjörð Bergþóra Þórhallsdóttir Þórgnýr Dýrfjörð Aðalheiður Hreiðarsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA KR. EIRÍKSDÓTTIR, áður til heimilis á Hjallabraut 33, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi 16. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 30. desember klukkan 13. Margrét Pétursdóttir Guðmundur Frímannsson Sigrún Pétursdóttir Jón Sveinsson Daníel Pétursson Oddgerður Oddgeirsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SKÚLASON húsasmíðameistari, Löngmýri 31, Garðabæ, lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Akranesi, 17. desember. Bálförin verður auglýst síðar. Fríða Proppé Helgi Skúli Helgason Ölrún Marðardóttir Halldóra Gyða Matthíasd. Proppé, Óli Svavar Hallgrímsson Jóhannes Fr. Matthíasson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA BJÖRG OTTÓSDÓTTIR, Hornbrekku, Ólafsfirði, lést á heimili sínu á Hornbrekku sunnudaginn 15. desember. Hörður Sigurðsson Ottó J. Harðarson Birgitta H. Sæmundsdóttir Guðni K. Harðarson Aljon Paul Sabas Þóra Björg Ottósdóttir Inga H. Ottósdóttir Marín Líf, Andri Snær og Elín Rut Ástkær móðir okkar, NÍNA ÞÓRDÍS ÞÓRISDÓTTIR, Vesturbergi 42, lést sunnudaginn 15. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Inga Sigþrúður Ketilsdóttir Kristín Elfa Ketilsdóttir Okkar ástkæri, KARL EINARSSON stýrimaður, Suðurgötu 94, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 14. desember. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27. desember klukkan 15. Már Karlsson Sigríður Karlsdóttir Sigurdís Þórarinsdóttir Erna Einarsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNA STEINUNN RÖGNVALDSDÓTTIR, Bauganesi 39, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Fossvogi 6. desember. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. desember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Hilmar Guðjónsson Agnes Henningsdóttir Marta Guðjónsdóttir Kjartan Gunnar Kjartansson Raggý Björg Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.