Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 76

Morgunblaðið - 19.12.2019, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Thora@mbl.is Hamborgarhryggur Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg 1 l vatn 4 msk. púðursykur 1 tsk. Dijon sinnep 1 tsk. tómatsósa 3 msk. rjómi 3-4 ananassneiðar Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinn- ep, tómatsósu og rjóma. Leyfið að bubbla aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. Setjið hamborgarhrygginn á ofn- grind, penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðj- an og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið hryggin einu sinni til tvisvar á meðan hann er í ofninum á þessum tíma. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið an- anassneiðarnar ofan á og penslið aft- ur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló, lengri tíma Sósa 2 skalottlaukar 2 msk. smjör 1 pk Toro Brun Saus 1 pk Toro Saus til Steg 500 ml rjómi 350 ml vatn 1 msk. fljótandi svínakraftur 1 tsk. rifsberjasulta Saxið laukinn smátt og steikið upp úr smjöri við miðlungshita þar til laukurinn mýkist. Hellið vatni og rjóma út í pottinn og pískið duftinu úr báðum sósupökk- unum saman við. Hitið að suðu og hrærið reglulega í allan tímann. Bætið krafti og sultu saman við og leyfið sósunni að malla þar til annað er tilbúið og hrærið reglulega í á með- an. Veislumáltíð Berglindar Hamborgarhryggur mun leika aðalhlutverk á ansi mörgum heimilum á aðfangadag og því eins gott að vera með á hreinu hvernig á að elda hann. Hér er uppskrift frá hinni einu sönn Berglindi Hreiðars sem stendur í ströngu nú fyrir jólin enda er hún höfundur hinnar rómuðu Veislubókar sem þykir einstaklega vel heppnuð og svo auðvitað afskaplega gagnleg. Berg- lind er ekkert að tvínóna við hlutina og hér er hún með frábæra uppskrift að hamborgarhrygg og sósu sem á eftir að bræða einhver hjörtu. Ljósmynd/Berglind Hreiðars Glæsileg veislumáltíð Berglind kann þá list framar flestum að galdra fram gómsætar veislur. Ljósmynd/Berglind Hreiðars Mikilvægasti hluti máltíðarinnar Það er fátt sem skiptir meira máli en sós- an og þessi uppskrift er alveg hreint frábær. Bókin sem öllu bjargar Það eru fá- ir flinkari í veisluhaldi en Berglind og í Veislubókinni deilir hún sínum allra bestu ráðum og uppskriftum. Bökunarkeppni matarvefsins, Jóla- kakan 2019, fór fram á dögunum í fyrsta skipti og var þátttaka framar björtustu vonum. Matarvefurinn þakkar öllum sem sendu inn kökur hjartanlega fyrir og við munum á næstu dögum og vikum birta upp- skriftir að kökum sem tóku þátt og þóttu framúrskarandi. Ljóst er að keppnin er komin til að vera og við hlökkum til að gera enn betur á næsta ári. Sigurvegarinn var Sandra Dögg Þorsteinsdóttir sem bakaði köku sem kemst í sögubæk- urnar. Um var að ræða tveggja hæða köku sem hún kallaði brodd- geltina þrjá. Sandra hlaut að launum 150 þúsund króna gjafabréf frá Heimsferðum, KitchenAid-hrærivél, 50 þúsund króna gjafakort í Hag- kaupum, veglega gjafakörfu frá Til hamingju og 10 þúsund króna gjafa- bréf frá veitingastaðnum GOTT. Sandra var að vonum ánægð með úrslitin en uppskriftin verður birt á matarvef mbl.is innan tíðar. Morgunblaðið/Eggert Sælir sigurvegarar Sandra Dögg Þorsteinsdóttir ásamt meðbökurum sín- um, Berglindi Eik sem er sex ára og Emilíu Björk sem verður tveggja ára þann 30. desember næstkomandi. Kökudrottningin fór klyfjuð út kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.