Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 82

Morgunblaðið - 19.12.2019, Side 82
AF LISTUM Anna Jóa annajoa@hi.is Byggingarlist er sú listgreinsem setur hvað sterkastansvip á almenningsrýmið. Nægir þar að nefna Hallgríms- kirkju, eitt höfundarverka Guðjóns Samúelssonar arkitekts, þegar höfuðstaðurinn á í hlut, enda kirkjan áberandi og sérstætt kennileiti í borgarlandinu. Eftirmyndir hennar má finna víða í netheimum og er kirkjan orðin helsta táknmynd Reykjavíkur í augum margra er- lendra ferðamanna. Byggingarlistin er líka samofin bæjar- og borgar- skipulagi og á þannig stóran þátt í að móta tilveru okkar, þótt áhrifum hennar sé mismikill gaumur gefinn. Þessi misserin komast þó fæstir hjá Borgarbragur í deiglu – Byggingar, saga og sýn því að taka eftir þeim miklu breyt- ingum sem eru að verða á höfuð- borgarsvæðinu. Hvarvetna má sjá rísa þyrpingar hárra og umfangs- mikilla bygginga (oft án þess að um- ferðarvandi hafi verið leystur). Á slíkum tímum er mikilvægt að huga að sögunni. Þegar Guðjón Sam- úelsson var skipaður í embætti húsa- meistara ríkisins fyrir tæpri öld, stóð hann á þröskuldi mikils upp- byggingar- og breytingarskeiðs í ís- lensku menningarlífi en þá voru að- stæður allt aðrar en nú. Þessar aðstæður eru rifjaðar upp á yfirlits- sýningu á æviverki Guðjóns í Hafn- arborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, en þar standa jafn- framt mörg húsa hans, þar með tal- inn elsti hluti Hafnarborgar sjálfrar. Mótun umhverfis „Fáir listamenn hafa haft meiri áhrif á mótun íslensks samfélags með áþreifanlegum verkum en Guð- jón Samúelsson á fyrri hluta 20. ald- ar“, segir í kynningartexta sýning- arinnar. Guðjón kom að skipu- lagsmálum margra bæja og teiknaði sem kunnugt er flestar opinberar byggingar sem risu hér á landi í um þriggja áratuga skeið, auk verka- mannabústaða og ýmissa verslunar- og íbúðarhúsa. Stór skörð höfðu myndast í miðbæ Reykjavíkur, sem samanstóð þá að miklu leyti af timburhúsum, þegar fyrsta stóra verkefnið barst á borð hans í kjölfar brunans mikla árið 1915. Hann gerði hlé á námi sínu við byggingar- listadeild Listakademíunnar í Kaup- mannahöfn og teiknaði stórhýsi Nat- han & Olsen á horni Aðalstrætis og Pósthússtrætis og hóf þar að móta nýja ásýnd Austurvallar og miðbæj- arins með aðferðum nýjustu bygg- ingartækni og byggingarefna: stein- steypu. Hinum megin Aðalstrætis stóð þá annað nýreist glæsihús úr steinsteypu, Pósthúsið, teiknað fá- einum árum áður af Rögnvaldi Ólafssyni. Austurvöllur fékk smám saman á sig evrópskan stórborgar- brag þegar fleiri byggingar hins nýja húsameistara risu þar; Hótel Borg og Landssímastöð og Útvarps- húsið sem risu á árunum kringum Alþingishátíðina 1930. Landssíma- húsið var að sögn Guðjóns „áreiðan- lega fullkomnasta skrifstofuhúsið hér á landi“ og vísar til frumkvöðla- þáttar hans í nútímavæðingu lands- ins. Arfleifð og nýsköpun Á sýningunni í Hafnarborg eru sögulegu samhengi gerð góð skil hvað snertir stíleinkenni og áhrifa- valda á tíð Guðjóns. Hún varpar ljósi á þróunarsögu húsameistarans og þá jafnframt hérlendrar byggingar- listasögu, að minnsta kosti hvað snertir framlag hans. Athyglis- verður þáttur sýningarinnar, sem samanstendur af líkönum, upp- dráttum og ýmsu kynningarefni, er sú áhersla sem lögð er á manninn Guðjón og sjónarhorn hans sjálfs á eigin verk. Drjúgt ævistarf hans var drifið af andríki og brennandi hug- sjón um endurreisn íslenskrar menningar sem mótaðist af umbóta- hugsun og nýsköpun – þar sem litið var til strauma og stefna samtímans – en byggði einnig á eldri grunni; bæði evrópskum byggingararfi og staðbundnum sérkennum í húsa- gerðarlist og náttúruformum. Þessi viðleitni Guðjóns, og annarra húsa- meistara og menningarfrömuða á fyrri hluta síðustu aldar gerir að verkum að íslensk byggingar- listasaga á traustan grunn í alda- gömlum hefðum og státar af sér- stæðum byggingarlistaverkum þar sem fara saman gömul gildi og ný. Á sýningunni er vikið að þætti Jónasar Jónssonar frá Hriflu enda verður ekki horft framhjá tengslum hans »Drjúgt ævistarf[Guðjóns] var drif- ið af andríki og brenn- andi hugsjón um end- urreisn íslenskrar menningar sem mót- aðist af umbótahugs- un og nýsköpun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tákn „Styttur Steinunnar vekja athygli á byggingu Guðjóns, sem nú hýsir fjármálaráðuneytið, og hvetja fólk til að horfa á hana, og borgarumhverfið, í nýju ljósi,“ segir um álstyttur Steinunnar Þórainsdóttur á Arnahvoli. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Byggingarlist „Á sýningunni í Hafnarborg eru sögulegu samhengi gerð góð skil hvað snertir stíleinkenni og áhrifa- valda á tíð Guðjóns. Hún varpar ljósi á þróunarsögu húsameistarans og […] hérlendrar byggingarlistasögu.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skipulag Fáir listamenn hafa hafa meiri áhrif á mótun íslensks samfélags með áþreifanlegum verkum en Guðjón. Teikning hans af miðborginni. 82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 3.290,- 140 gramma hreindýrahamborgari með piparsósu, trönuberja/melónusultu ruccola, rauðlauk og sætum frönskum kartöflum. HREINDÝRA BORGARINN er kominn! NÝTT Í DESEMBER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.