Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 83

Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 83
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Líkön Á sýningunni í Hafnarborg eru líkön af nokkrum kunnum byggingum Guðjóns og allrahanda kynningarefni um húsameistarann og verk hans. við Guðjón og hlut hans í þessum framkvæmdum. Innblásnar byggingar Margir hafa notið þess að eigra um gamlar borgir, drekka í sig „anda staðarins“ og láta hugann reika á vit grískrar fornaldar, got- neskra miðalda, ítalskrar endur- reisnar og íburðar barokksins svo dæmi séu nefnd. Á sýningunni segir: „Fyrir þjóð sem aldrei eignaðist got- neskar kirkjur eða hallir í klass- ískum stíl hafa verk Guðjóns sér- staka þýðingu.“ Vissulega fanga ýmis verk hans hina menningarlegu ímyndun og ljá umhverfi sínu ákveð- ið andrúmsloft. Hin stílhreina Sund- höll Reykjavíkur er gott dæmi um það hvernig klassískir fagur- fræðilegir þættir eins og hlutföll, samræmi og endurtekning orkar á andann (og það með býsna áþreifan- legum hætti þegar sundlaugargestir dýfa sér í vatnið) en laugin hefur verið notuð sem sviðsmynd í kvik- myndum og auglýsingum. Búnings- klefarnir búa yfir sérstakri rýmis- áferð og nánd, og urðu kvenna- klefarnir bandaríska listamanninum Roni Horn að yrkisefni í verkinu Her, Her, Her, and Her. Eftir að útilaugin kom til sögunnar (mikil bú- bót fyrir íbúa miðbæjarins) voru kvennaklefarnir lokaðir tímabundið, og finna gamlir fastagestir af kven- kyni beinlínis fyrir líkamlegum söknuði eftir þeim. Áhrifamáttur Hallgrímskirkju, sem kalla mætti okkar „sementsgótík“ er ótvíræður – staðsetningin skiptir þar líka máli – og hefur kirkjan á undanförnum árum verið tendruð upp í tilefni af ýmsum ljósasýningum. Í tengslum við hönnun Þjóðleikhússins er haft eftir Guðjóni að Íslendingar hafi „lít- ið haft af skrautlegum höllum að segja, og íslenska huldufólkið bjó blátt áfram í klettum. Því þá ekki að búa til einhverja klettaborg yfir allt það ævintýralega líf, sem sýnt er á leiksviði?“ List og vald Nýjasta tilbrigðið við sköpunar- verk Guðjóns er tímabundið verk Steinunnar Þórarinsdóttur, Tákn, sem prýtt hefur Arnarhvol við Ing- ólfsstræti síðan í vor í tilefni af ári listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur. Listamaðurinn snýr þar upp á hina klassísku og tákn- rænu hefð að staðsetja á voldugum, samhverfum byggingum styttur úr heimi goðsagna. Meðfram þakbrún- inni standa 11 álstyttur sem sýna mannverur í fullri líkamsstærð, kyn- og klæðalausar. Styttur Steinunnar vekja athygli á byggingu Guðjóns, sem nú hýsir fjármálaráðuneytið, og hvetja fólk til að horfa á hana, og borgarumhverfið, í nýju ljósi og ef til vill hugleiða flókin tímamót – á brún- inni – í lífi einstaklinga og sam- félaga. Samhengi byggingarinnar sem miðstöð valds skiptir máli en stytturnar voru áður settar upp í apríl í fyrra á framhlið sögusafns þýska hersins í Dresden undir heit- inu Trophies, eða Sigurtákn. Þegar horft er til Arnarhvols frá Lækjar- götu, þar sem aðrar styttur blasa við í forgrunni fyrir framan Stjórnar- ráðið og á Arnarhóli, sést vel að ólíkt þeim valdsmannslegu karl- mönnum sem þær sýna, eru mann- verur Steinunnar óræðar í líkamstjáningu. Vel heppnuð byggingarlista- verk og önnur listaverk í almenn- ingi geta fegrað mannlífið og vakið til umhugsunar. Þegar gestir virða fyrir sér líkön og uppdrætti á sýn- ingunni í Hafnarborg, er jafnframt horft á frumdrætti skipulags sem mótað hefur drjúgan hluta lífsrýmis þeirra. Sagnfræðingurinn Ólafur Rastrick hefur í skrifum sínum bent á að hugmyndir Guðjóns og sam- starfsmanna hans kallist á við síðari tíma hugmyndir um að byggingar og skipulag hafi áhrif á samskipta- hætti, hegðun fólks og hugsun. Póli- tíski þátturinn snúi að félagslega mótandi valdi sem byggt er inn í skipulagið – og hagnýtingu listar- innar í þeim tilgangi. Staðsetning verksins Tákn í opinberu rými talar raunar inn í slíkt samhengi og orkar eins og hugvekja á vegfarendur, hvað varðar sögu, félagsleg sam- skipti og nánasta umhverfi. Annan snúning á samslætti listar og valds má finna í verki sem listamennirnir Olga Bergmann og Anna Hallin unnu nýlega í fangelsinu á Hólms- heiði í kjölfar listskreytingar- samkeppni á vegum hins opinbera. Verkið tengist sýningu þeirra á neðri hæð Hafnarborgar, Fangelsi, sem kveikir áleitnar spurningar um arkitektúr valdsins, eftirlits- samfélagið og áhrif listarinnar, í óbeinu samtali við sýninguna á efri hæðinni. Skilaboð til framtíðar Þegar farið er um Suðurgötu, framhjá gömlu Loftskeytastöðinni, sem nú hýsir skrifstofur Náttúru- minjasafnsins – safns sem lengi hef- ur verið á hrakhólum – má koma auga á hógværa hugvekju lista- mannsins Önnu Júlíu Friðbjörns- dóttur er tengist verki hennar, Ég hef misst sjónar af þér. Loft- skeytastöðin myndaði fyrsta „þráð- lausa“ samband Íslendinga við um- heiminn fyrir rúmri öld. Húsið teiknaði aðstoðarmaður Guðjóns og annar mikilhæfur arkitekt, Einar Erlendsson, sem mótaði ásýnd borgarinnar og nútímavæðingu hennar með þekktum byggingum sem kenndar eru við íslenska stein- steypuklassík. Loftskeytastöðin hefur táknræna merkingu sem Anna Júlía nýtir sér til að flytja skilaboð. Utanáliggjandi ljósasería virðist í fyrstu jólaskreyting í skammdeginu, en þegar betur er að gáð, sést að serían er kaflaskipt og að ljósin eru morskóði; tilraun til að koma á sambandi við íslandsslétt- bakinn og steypireyði, hvali á vá- lista. Ég hef misst sjónar af þér reynist vera neyðarkall sem varðar samskipti manns og náttúru, og lífs- skilyrði á jörðinni. Guðjón Sam- úelsson og samferðafólk hans sóttist eftir því með verkum sínum að stuðla að mannbætandi umhverfi, og í þeim framtíðaruppdráttum sem nú eru að teiknast upp, berum við vonandi gæfu til að missa ekki sjón- ar á tengslunum við fortíð og um- hverfi. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Mors Verk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, K ( Með ósk um svar), prýðir gömlu Loftskeytastöðina, gert í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands. Birt með leyfi i8 gallerís Í Sundhöllinni Búningsklefar Sundhallar Reykjavíkur „búa yfir sérstakri rýmisáferð og nánd, og urðu kvenna- klefarnir bandaríska listamanninum Roni Horn að yrkisefni í verkinu Her, Her, Her, and Her,“ sem hér má sjá. ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 ICQC 2020-2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.