Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 92

Morgunblaðið - 19.12.2019, Síða 92
92 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2019 Ansi sérstakt atvik átti sér stað við Hofsá sumarið 2017. Friðrik Þ. Stef- ánsson, fyrrverandi formaður SVFR, var að veiðum í ánni um miðj- an ágústmánuð ásamt eiginkonu sinni Margréti Hauksdóttur. Friðik segir frá: „Þetta bar uppá síðasta morguninn, veiðiveðrið var afar óhagstætt, glæra, sólskin og hiti. Veiðin hafði verið frekar róleg, en smáar dökk- ar smáflugur veiddar á dauðareki höfðu þó gef- ið þokkalega. Við vorum í alvöru að velta fyrir okkur að taka það bara rólega og leggja snemma af stað heim, sleppa veið- inni þennan síðasta morgun. Það var líklega vegna þess að við áttum svæði 5 sem hafði verið mjög rólegt. Hins vegar heyrði ég á tali leið- sögumannanna að mjög stór lax hefði sést stökkva í Wilsons Run, Gamla Svartbakkahyl. Við ákváðum því að skjótast þangað, reyna hylinn og taka svo saman og fara í bæinn. Ég óð yfir á eyrina og veiddi hyl- inn að austan (eða sunnan), reyndi fyrst einkrækjuhits og reisti einn lax. Prófaði síðan Collie Dog númer 14 á hægu reki, en það voru engin viðbrögð við því. Þá fór ég að hugsa, hvað hefur hann ekki séð lengi. Dag- anna á undan höfðu menn ekki verið að nota annað en dökkar smáflugur. Þá fékk ég ótrúlega ófrumlega hug- mynd um að hann hefði ekki séð rauða Frances í langan tíma. Ég valdi númer 14 á gullkrók og fór nær alveg upp í hávaðann, kastaði, lengdi í og kastaði yfir að hinum bakkanum. Ég sá vel í sólinni hvar aðalholan var undir strengnum ofarlega og kastaði eiginlega beint niður fyrir mig til að fá hægt rek á fluguna. Þegar hún kom útúr strengnum í öðru kasti velti lax sér á hana og tók. Þetta virt- ist vera sæmilegur fiskur, en ég átt- aði mig þó alls ekki á stærðinni. Frú- in var á hinum bakkanum og kallaði til mín hvort hún ætti að koma yfir með háfinn, en ég kallaði á móti að þess gerðist ekki þörf, ég væri alveg að ráða við þetta. En hafði varla sleppt orðinu, þegar „bang“, það fór allt af stað og hvein hressilega í hjól- inu. Laxinn tók þarna 60-70 metra roku, fór langt niður í undirlínuna og niður undir brotinu stökk síðan risa- lax. „KOMDU MEÐ HÁFINN,“ öskraði ég þá og Margrét dreif sig yfir til mín með háfinn. Glíman stóð í 50 mínútur, en eftir þessa brjáluðu roku var laxinn frek- ar þægur. Þó stökk hann fjórum sinnum í viðbót. Ég tók allan tímann mjög fast á honum því flugan var svo lítil og ég vildi þá frekar missa hann strax. En þegar upp var staðið var flugan pikkföst í tungurótinni. Síð- asta korterið var hann á það grunnu vatni að það var ekki þorandi að beita háfnum, en alveg geggjað að sjá hann í svona nálægð í glampandi sólskininu. Loks náði ég að stranda honum og það var ekki fyrr en hann datt á hliðina á grynningunum að ég sá hversu hrikalega stór hann var. Mældur 109 cm og honum var að sjálfsögðu sleppt eftir myndatöku. Á leiðinni í bæinn rifjaðist það upp að 109 cm hængur hefði veiðst í Skógarhvammshyl og maður velti fyrir sér hvort að það væri tilviljun. Hitti mann á leið í bæinn og við ræddum þetta. Hann spurði hvort ég ætti mynd þannig að hægt væri að bera laxana sama, því til var mynd af hinum laxinum. Seinna fékk ég að vita að niðurstaðan var sú að þetta var sami laxinn, dröfnur á kinn virt- ust benda til þess. Laxinn veiddist sem sagt aftur 10-12 dögum seinna, þremur kílómetrum ofar í ánni. Fyr- ir mér er mórall sögunnar hvað veiða-sleppa aðferðin virkar vel og eykur gæði þessarar takmörkuðu auðlindar sem laxinn er og gefur fleirum kost á að njóta glímunnar við svo stórfenglega skepnu sem 109 cm laxhængur er.“ „Maðurinn“ sem Friðrik hitti á leiðinni til Reykjavíkur var Óskar Páll Sveinsson, þekktur veiðimaður og veiðileiðsögumaður. Veiðimaður að nafni Guðlaugur Frímannsson veiddi laxinn í fyrra skiptið í Skóg- arhvammshyl, eins og áður kom fram. Hann var með „skáskorinn“ Skugga eftir Sigurð Héðin (Sigga Haug). Óskar Páll bar saman mynd- ir af laxinum og um það verður vart deilt, eins og sjá má af myndinni, að þetta var einn og sami laxinn. Ekki veiddist annar slíkur risi í Hofsá þetta sumar, hann lét því ekki glepj- ast í þriðja skiptið. Gárubragðið virkaði Jón Magnús Sigurðarson, leið- sögumaður og formaður veiðifélags- ins, minnist í bókinni eftirminnilegs veiðimanns, Johns Berger sem hann fylgdi við Hofsá: „Mér er minnisstæður maður að nafni John Berger. Ameríkani sem veiddi í Hofsá í áratugi en hann er höfundur flugunnar Stekkur blá. John veiddi einungis með ein- krækjum og fannst ekki mikið koma til félaga sinna sem voru að veiða með þríkrækjum og þá iðulega rauðri Frances sem hann kallaði „bad and ugly“. Þegar John kom að veiðistað var hann alltaf rólegur, tók sér yfirleitt tíma til að horfa á hylinn og kannski fá sér vindil eða staup áð- ur en hann byrjaði. Oft valdi hann sér fisk sem hafði sýnt sig í hylnum og fékk hann yfirleitt til að taka. Ég var svo lánsamur að vera nokkur sumur með John Berger. Hann kenndi mér að nota einkrækju með gárubragðinu og sá ég hversu öflug sú aðferð getur verið og nota hana við vissar aðstæður. Með ein- krækjum eru hinsvegar þeir van- kantar á að hættara er að missa stóru fiskana. Eitt sinn var ég með John Berger og Jim Utaski þá fram- kvæmdastjóra Johnson&Johnson við veiðar í Brúarhyl. Það var norð- austan slagveður, mikið rok og öldu- gangur þannig að varla var stætt úti. Ég og Jim voru búnir að berja hylinn án nokkurs árangurs, þegar við fór- um inn í bíl kaldir og blautir til að ná í okkur hita. John Berger sagðist ætla að reyna einkrækju gárubragð- ið sem hann og gerði. Við sátum við í bílnum og höfðum ekki miklar vænt- ingar. Skautaði flugan á öldutopp- unum og sjáum við hvar kemur tveggja ára hrygna upp úr hylnum og neglir einkrækjuna hjá honum. Stuttu síðar landaði hann 14 punda hrygnu.“ „Hvein hressilega í hjólinu“ Bókarkafli | Út er komin bókin Hofsá & Sunnu- dalsá. Er þetta sjötta bókin sem Litróf gefur út um bestu laxveiðiár landsins. Eins og áður er Guðmundur Guðjónsson ritstjóri og Einar Falur Ingólfsson tekur ljósmyndir. Hér er gripið niður í bókinni þar sem ýmsir veiðimenn rifja upp sögur af bökkum Hofsár í Vopnafirði. Ljósmyndir/Einar Falur Ingólfsson Dalurinn Horft yfir hina rómuðu og gjöfulu efstu veiðistaði Hofsár. Eyðibýlið Foss í fjarska, ofan við fossbrúnina. Stórlax Veiðimaðurinn Þorsteinn J með 94 cm hæng sem tók flugu hans í Neðri-Fosshyl á hinu ævintýralega efsta veiðisvæði Hofsár. Veiðilegur Pálmi Gunarsson leggur flugulínuna á Skógarhvammshyl. Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Opið: 19.-22. des. 10-22 Þorláksmessa 10-23 Aðfangadagur 10-12 Demantar í úrvali fyrir ástina þína
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.