Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 45
Þróun á íslenskum fasteignamarkaði var nokkuð í fréttum á árinu og var þá eink-
um rætt um vandamál þeirra sem væru að reyna að kaupa sér sína fyrstu fast-
eign, auk þess sem fasteignaverð í Reykjavík var talið í hæstu hæðum.
Morgunblaðið/Helgi Sig.
Júlí
Fyrsta fasteignin vefst fyrir mörgum
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í septembermánuði. Ís-
lensk stjórnvöld lögðu í aðdraganda fundarins áherslu á að þar yrðu einkum
rædd efnahags- og viðskiptamál, en ekki varnarmál. Pence virtist á öðru máli.
Morgunblaðið/Ívar
September
Varaforseti Bandaríkjanna heimsækir landið
Samherjamálið svonefnda kom upp í nóvember þegar Kveikur, fréttaþáttur RÚV,
birti í löngu máli uppljóstranir sínar um meintar misgjörðir Samherja í Namibíu.
Málið vakti athygli, enda þóttu ýmsir angar þess allt að því reyfarakenndir.
Morgunblaðið/Ívar
Nóvember
Reyfarakennt Samherjamál í sjónvarpinu
Vaxandi umferðarþungi, þrengingar á götum og borgarlínan voru sívinsæl um-
ræðuefni þeirra sem hafa áhuga á skipulagsmálum í ár. Ýmsar breytingar á gam-
algrónum götum í miðbænum þóttu nokkuð ruglingslegar að mati sumra.
Morgunblaðið/Helgi Sig.
Ágúst
Umferðarmál í Reykjavík
Það er góð skemmtun að horfa á bíómyndir oftast nær, jafnvel þegar þær eru
stundum átakanlegar. En hvort sem um er að ræða hina frábæru mynd 12 Years A
Slave frá 2013 eða 12 Years a Sleif, hafa þessar kindur vonandi skemmt sér vel.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Október
Átakanlegar raunir sleifarinnar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði fram frumvarp í des-
ember, sem fól í sér ríkisaðstoð til einkarekinna fjölmiðla til að bæta úr bágborinni
stöðu þeirra. Einhverjir töldu þó vanta umræðu um stöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði.
Morgunblaðið/Helgi Sig.
Desember
Fjölmiðlar í frelsandi faðm ríkisins