Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019
Fyrir áratug var Edward O. Wilson, prófessor
við Harvard og annálaður faðir félags-
líffræðinnar, spurður hvort maðurinn myndi
geta leyst úr þeim vandamálum, sem hann
myndi standa frammi fyrir næstu hundrað ár-
in.
„Já, ef við erum heiðarleg og snjöll,“ svar-
aði hann. „Hinn raunverulegi vandi mannkyns
er eftirfarandi: Við erum með steinaldar-
tilfinningar, miðaldastofnanir og goðumlíka
tækni.“
Frá því að Wilson lét þessi orð falla hefur
goðumlíkur máttur tækninnar snaraukist, en
hinir fornu steinaldarhvatar heilans eru eftir
sem áður þeir sömu. Það er þó yfirleitt ekki
hluti af þeim aðfinnslum, sem gerðar eru við
tæknifyrirtæki á okkar tímum – að stafrænir
innviðir Facebook og Google séu orðnir nátt-
úrulegri hæfni heilans ofviða. Þess í stað
heyrum við af áhyggjum yfir því að tæknifyr-
irtæki safni saman og reki persónulegar upp-
lýsingar um okkur. Eða að þau séu einfaldlega
of stór.
Gerum ráð fyrir að okkur hafi tekist að
leysa persónuverndarvandann. Í þessari nýju
framtíðarsýn myndum við eiga öll gögn um
okkur og tæknirisunum væri bannað að nota
snjalltengingar til að fylgjast með hvar við er-
um niðurkomin. Þau hefðu aðeins aðgang að
þeim upplýsingum sem við hefðum fallist á að
deila með þeim.
Þótt við myndum sjá færri uggvekjandi
auglýsingar og draga myndi úr vænisýki
vegna eftirlits hefði enn ekki verið tekið hin-
um viðsjárverðu þáttum í þróun netheima.
Fíkn okkar í félagslega staðfestingu og að
fá „læk“ við færslur myndi halda áfram að
rústa athygli okkar. Heilinn í okkur myndi
áfram hneigjast til heilagrar vandlætingar og
reiðilegra tísta, sem hafa vikið lýðræðislegri
umræðu til hliðar fyrir barnaleg hann-sagði,
hún-sagði orðaskipti. Táningar yrðu áfram
opnir fyrir félagslegum þrýstingi á netinu og
neteinelti, sem skaðar geðheilsu þeirra.
Innihaldsalgrím myndu halda áfram að
draga okkur niður í kanínuholur í átt að öfg-
um og samsæriskenningum því að sjálfvirkar
tillögur eru ódýrari en að borga mennskum
ritstjórum fyrir að ákveða hvað sé þess virði
að við eyðum tíma í það. Og róttækt innihald
innbakað í lokuðum netsamfélögum myndi
halda áfram að ýta undir skotárásir á fjölda
manns.
Með þessum áhrifum sínum á tvær milljónir
heila halda félagsmiðlar okkar tíma á penn-
anum, sem skrifar heimssöguna: Þeir hafa
leyst úr læðingi öfl, sem munu hafa áhrif á
kosningar framtíðarinnar og jafnvel getu okk-
ar til að greina á milli staðreynda og skáld-
skapar og dýpka þannig gjárnar í samfélag-
inu.
Persónuvernd á netinu er vissulega raun-
verulegt vandamál, sem þarf að taka á. En
jafnvel bestu persónuverndarlögin ná ekki
lengra en viðnám steinaldartilfinninga okkar
gagnvart seiðmagni tækninnar.
Smáforrit, sem kallast FaceApp, fór um
eins og eldur í sinu og lokkaði 150 milljónir
manna til að láta af hendi andlitsmyndir úr
einkasafni sínu ásamt nöfnum einfaldlega með
því að höfða til hégómleika þeirra. Hvernig?
Smáforritið gerði kleift að búa til fáránlega
sannfærandi myndir af því hvernig fólkið
kynni að líta út langt inni í framtíðinni. Hver á
smáforritið (og 150 milljón nöfn og andlit)?
Rússneskt fyrirtæki með aðsetur í Sankti Pét-
ursborg.
Hver þarf að hakka sig inn í kosningar eða
stela upplýsingum um kjósendur þegar fólk
lætur alsælt af hendi skannaðar myndir af
andliti sínu þegar höfðað er til hégómagirndar
þess?
Með eðlisávísun frá steinöld erum við ein-
faldlega ófær um að verjast gjöfum tækninn-
ar. En þetta skaðar friðhelgi einkalífsins. Það
takmarkar einnig getu okkar til að grípa til
sameiginlegra aðgerða.
Það er vegna þess að steinaldarheilar okkar
eru ekki gerðir fyrir alvísa vitund um þján-
ingu heimsins. Fréttaveiturnar á netinu mata
okkur á samsafni af öllum sársauka og
grimmd heimsins og draga heilann á okkur
Heilinn hefur
ekki roð við
tækninni
Við þurfum að laga stafræna miðla að þeim gildum sem
gera okkur að mönnum.
TRISTAN HARRIS
er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Stofnunar
um mannúðlega tækni (Center for Humane Techno-
logy) og annar stjórnenda hlaðvarpsins „Óskipt
athygli þín“ („Your Undivided Attention“).
TÍMAMÓT: BANDARÍSK YFIRVÖLD VEITA FACEBOOK FÁI METSEKT FYRIR AÐ BRJÓTA FRIÐHELGI EINKALÍFS
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
10 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
10 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1
Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með
fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru.
Gildir til 9. febrúar eða á meðan birgðir endast.
www.husgagnahollin.is
VE
FVERSLUN
A
LLTAF OP
IN
afsláttur
60%
Allt að