Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 66

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 66
„Hver sefur hjá hverjum, hver er heiðarlegur og hver svindlar“ 66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Þeir sem starfa á sviði hégómavísinda verða oft mjög sárir og svekktir þegar fréttir þeirra eru kallaðar slúður. Eitt er þó víst að heimur hinna ríku og frægu hefur breyst töluvert eft- ir komu samfélagsmiðla og mun eflaust breyt- ast miklu meira því mannlegt eðli er í grunn- inn alltaf það sama þótt einhver örlítil þróun eigi sér stað. Orðið slúður merkir ósanna sögusögn sem gjarnan er komið á kreik til að hæðast að fólki. Fólk sem starfar á hégómavísindasvið- inu myndi aldrei gangast við því að dægur- málafréttir væru slúður því til þess að búa til góðar dægurmálafréttir þarf fólk að hafa fréttanef og gott hugmyndaflug. Góður blaða- maður ber ekkert á borð nema greint sé satt og rétt frá og ekkert dregið undan sem máli kann að skipta. Þeir sem skara fram úr á þessu sviði hugsa nefnilega svolítið eins og lögreglan og gæta þess að hafa heiðarleikann í forgrunni. Það sem satt reynist fellur þó ekki alltaf í kramið því sannleikurinn er oft miklu meira krassandi og særandi en nokkur skáld- skapur. Manneskjan hefur frá upphafi haft afbrigði- legan áhuga á öðru fólki. Í Sapiens, Mann- kynssaga í stuttu máli, eftir Yuval Noah Harari segir að tungumálið hafi þróast með sögusögnum og slúðri. „Önnur kenning er að okkar einstaka tungumál hafi orðið til sem tæki til að skiptast á upplýsingum um heiminn. Mikilvægustu upplýsingarnar sem þurfti að miðla snerust þó um manneskjur, ekki um ljón eða vísindi. Tungumálið okkar þróaðist til að við gætum slúðrað. Samkvæmt þessari kenningu eru Homo sapiens fyrst og fremst félagsverur. Félagsleg samvinna er lykillinn okkar að því að lifa af og fjölga okkur. Körlum og konum nægir ekki að vita hvar ljónin eða vísundarnir eru niðurkomnir. Það er mun mikilvægara fyrir þau að vita hver í hópnum þeirra hatar hvern, hver sefur hjá hverjum, hver er heið- arlegur og hver svindlar,“ segir í bókinni. Þrátt fyrir að flestir séu upplýstir um mannlegt eðli er alltaf ákveðinn hópur sem setur sig á háan hest og þykist ekki hafa minnsta áhuga á náunganum. Sá sem þarf að segja okkur hinum að hann „slúðri“ aldrei um aðra er í raun og veru að gefa það í skyn að viðkomandi sé ekki manneskja heldur vél- menni. Reyndar eru vélmennin orðin svo tæknileg að þau geta orðið gengið í flest störf og mögulega væri hægt að forrita vélmenni þannig að það væri með góðar sögur á færi- bandi en það er áhyggjuefni seinni tíma. Þessi þörf mannsins að vita hvað aðrir eru að gera sést best á lestrartölum mbl.is. Allar fréttir sem fjalla um krassandi hegðun fólks fá mikinn lestur. Árlega segja blaðamenn mbl.is frá því hver dúxaði hverju sinni nema síðasta vor. Þá birtist viðtal við Þorstein Davíð Stef- ánsson sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík en fyrirsögnin var: Fall á hverju lokaprófi fararheill. Þess má geta að þetta við- tal við Þorstein fékk miklu meiri lestur en dúxfréttir ársins til samans. Ein mest lesna fréttin á Smartlandi Mörtu Maríu 2019 var frétt um að einn þekktasti leikari og leikstjóri og ein efnaðasta hesta- kona Íslands hefðu farið hvort í sína áttina. Það er enginn að ýkja þegar því er haldið fram að Ísland hafi logað í kjölfarið. Tölvu- póstum og skilaboðum rigndi inn á ritstjórn- ina með sögum af þessu góða fólki. Þar á með- al að hann hefði sést úti að borða í erlendri stórborg með íslenskri ungri konu með ljóst hár. Þótt mannlegt eðli sé eins í grunninn hafa uppeldi, lífsstíll, áföll og umhverfi áhrif á fólk. Það breytir því hins vegar ekki að það eru ekki bara „lágstéttir“ heimsins sem „slúðra“ heldur spyr athæfið hvorki um stétt né stöðu. Ef fólk vill ekki vera í fréttum eða að „slúðrað“ sé um það þarf það að haga sér eftir ákveðnum reglum. Það er líklegra að það sé „slúðrað“ um manneskju sem fer í skemmtistaðasleik í miðborg Reykjavíkur að næturlagi en um manneskju sem fer að sofa klukkan tíu á kvöldin og drekkur ekkert nema vatn. Manneskjan sem fer í skemmtistaða- sleikinn sýnir ákveðna áhættuhegðun því hún veit ekki hver tekur upp síma og tekur mynd- band af viðkomandi. Hún veit heldur ekki hvaða fjölmiðill fær myndbandið sent eða hvort því verður deilt á YouTube. Heilræði mitt til þeirra sem ekki vilja vera í fréttum er því bara að lifa eftir boðorðunum tíu og þá sérstaklega tíunda boðorðinu: Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokk- uð það, sem náungi þinn á. Gleðilegt ár! Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að skoða hvað bar hæst 2019. Í heimi hégómavísindanna, eins og Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður á RÚV kallar dægurmálaheiminn, gerðist margt á árinu sem vert er að skoða nánar. MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR er fréttastjóri dægurmála á mbl.is hefur starfað hjá Árvakri frá apríl 2011. Hún hóf blaðamannaferil sinn árið 2001 hjá tímaritaútgáfunni Fróða, var blaða- maður á Fréttablaðinu 2004-2006, ritstjóri Veggfóð- urs 2006, ritstjóri Sirkus og Föstudags 2007-2009. Áður en Marta María hóf störf á mbl.is var hún að- stoðarritstjóri Pressunnar. Sá sem þarf að segja okkur hinum að hann „slúðri“ aldrei um aðra er í raun og veru að gefa það í skyn að viðkomandi sé ekki manneskja heldur vélmenni. HÉGÓMAVÍSINDI ’’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.