Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 2

Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 2
Veður Norðaustan 8-15 og slydduél á Vestfjörðum, annars hægari breytileg átt og skúrir. Úrkomulítið í kvöld og frost 1 til 6 stig, en frost- laust sunnan til á landinu. SJÁ SÍÐU 36 Votviðri í höfuðborginni Það hlánaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þessi unga kona var á ferli í miðborginni og lífgaði svo sannarlega upp á umhverfið með björtum litum í fatnaði sínum, regnhlíf og fylgihlutum. Rigningu gærdagsins fylgdi nokkur vindur og þá getur reynst erfitt að hemja regnhlífar. Ekki var annað að sjá en að henni færist það vel úr hendi en hún hafði þó vökult auga með regnhlífinni ef skyndilega tæki að blása úr óvæntri átt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Náðu tökum á þunglyndi Við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) er að hefjast sérhæfð hóp- meðferð við þunglyndi, byggð á hugrænni atferlismeðferð. Þunglyndi er með algengari vandamálum sem fólk glímir við og ein kennist af depurð eða áhugaleysi, þreytu, svartsýni, lífsleiða, breyttri matarlyst og of- eða vansvefni. Hópmeðferðin hefst 6. janúar og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu KMS www.kms.is. Skráning fer fram á kms@kms.is SAMFÉLAG Dæmi eru um að sjálf- boðaliðar björgunarsveitanna séu lengi að jafna sig eftir erfið útköll á borð við þau sem áttu sér stað á aðventunni norðan heiða. Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að andlegri hlið þeirra sem gefa kost á sér í slík útköll en mikil vakning hefur verið í þeim efnum undanfarinn áratug. „Það helst í raun í hendur við umræðuna í þjóðfélaginu. Það er ekki langt síðan áfallahjálp í höndum fagfólks þekktist ekki sem úrræði. Eðlilega var fyrst um sinn einblínt á þá sem áttu um sárt að binda en töluvert síðar var farið að leiða hugann að viðbragðsaðilum,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að sögn Þórs hafi björgunar- sveitirnar á árum áður misst fólk úr starfi sveitanna út af því að ekki var tekið á slíkum málum. „Það koma oft upp mjög erfiðar og krefjandi aðstæður sem erfitt er að vinna úr. Afleiðingarnar geta verið mjög lúmskar. Þannig eru dæmi þess að björgunarsveitarfólk gangi í gegn- um erfiða reynslu og bæli þessar til- finningar niður. Löngu síðar koma svo upp sambærilegar aðstæður og þá fer allt í baklás hjá þessum ein- staklingum,“ segir Þór. Hafa sumar sveitir brugðið á það ráð að greiða fyrir sálfræðitíma ein- stakra meðlima, sem geta leitað sér þeirrar hjálpar án aðkomu skrif- stofu sveitanna. „Við höfum líka átt í mjög góðu samstarfi við Rauða krossinn um slíka sálfræðiþjónustu sem hefur gefið góða raun,“ segir Þór. Þá hafa margar sveitir innan Landsbjargar komið á fót félaga- stuðningsteymi, en markmið þess er að huga að hinum sálræna þætti starfsins. Slík teymi stjórna viðrun eftir erfið útköll og uppákomur. „Í viðrun hittast sjálf boðalið- arnir og fara yfir aðgerðirnar. Sem betur fer á fólk orðið auðveldara með að ræða erfiða hluti á opinská- an hátt,“ segir Þór. Hann bendir á að mikil áhersla sé lögð á að eðlilegt sé að finna til ýmissa tilfinninga eftir erfið útköll. „Sorg, doði, svefnleysi, þreyta, reiði og samviskubit er dæmi um tilfinningar sem blossa upp hjá okkar fólki. Í þessum til- vikum getur félagsstuðningur og viðrun skipt sköpum ef vanlíðanin hverfur ekki á 4-6 vikum og er fólki ráðlagt að leita til sálfræðings og fá frekari aðstoð,“ segir Þór. Erfið útköll geta kallað fram mismunandi viðbrögð hjá ein- staklingum. Félagastuðningur er mjög mikilvægur fyrir björgunar- sveitarfólk því það hjálpar ótrúlega mikið að geta rætt um erfiða lífs- reynslu við einhvern sem hefur lent í svipaðri reynslu. „Svo ég tali fyrir sjálfan mig þá hef haft samband við vini og kunningja í öðrum sveitum eftir erfið útköll og sagt þeim frá því hvað ég sé að takast á við. Þann- ig passar fólk upp á hvert annað, heyrir í manni og kíkir í kaffi,“ segir Þór. bjornth@frettabladid.is Sjálfboðaliðar upplifa oft sorg, doða og reiði Mikil vakning hefur verið á undanförnum árum varðandi þær andlegu áskor- anir sem sjálfboðaliðar björgunarsveitanna standa frammi fyrir eftir erfið útköll. Aðstoð fagfólks, vinátta og náungakærleikur skiptir þar sköpum. Sjálfboðaliðar björgunarsveita ganga oft í gegnum erfiða lífreynslu. Sem betur fer á fólk orðið auðveldara með að ræða erfiða hluti á opinskáan hátt. Þór Þorsteinsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar SKIPULAGSMÁL Skipta á lóðunum á Laugavegi 170 til 174 í tvær lóðir samkvæmt umsókn Yrki arkitekta um nýtt deiliskipulag á svokölluð- um Heklureit. Alls er gert ráð fyrir 250 íbúðum auk valkvæðrar heim- ildar um að fjölga íbúðunum um 90. „Heimilt verður að auka bygg- ingarmagn á lóðinni, byggja þrjár hæðir ofan á núverandi byggingar og byggja við 3. hæð norðurhliðar núverandi álmu við Laugaveg. Nýju hæðirnar og viðbyggingin eru undir atvinnustarfsemi,“ segir í bókun skipulagsfulltrúa. – gar Hundruð íbúða á Heklureitinn Á Heklureitnum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR STJÓRNSÝSLA Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barna- málaráðherra, um sameiningu Íbúða lánasjóðs og Mannvirkja- stofnunar voru samþykkt fyrir jól á Alþingi. Ný stofnun mun heita Hús- næðis- og mannvirkjastofnun og er markmið stjórnvalda að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari hús- næðismarkaði. Hermann Jónasson, núverandi forstjóri Íbúðalánasjóðs, verður forstjóri hinnar nýju stofnunar og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri. Björn Karlsson, núverandi forstjóri Mannvirkja- stofnunar, fer til starfa sem ráðgjafi hjá félagsmálaráðuneytinu. Ljóst er að stjórnendastöðum mun fækka nokkuð. Alls voru ellefu svið hjá stofnunum tveimur, sex hjá Íbúðalánasjóði en fimm hjá Mann- virkjastofnun. Hjá nýrri stofnun verða þau fimm talsins og því mun stjórnendastörfum fækka verulega. Í tilkynningu um sameining- una kom fram að allir starfsmenn myndu fá tilboð um nýtt starf hjá hinni nýju stofnun. Í ljósi þessa kom það starfsfólki ekki á óvart að fá uppsagnarbréf rétt fyrir jól. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hluta starfsfólks- ins þó brugðið við launakjör sem boðin voru á nýjum stað. Dæmi eru um að starfsfólki bjóðist 40 prósent lægri laun og í öðrum verkefnum en það sinnti áður. Líta margir starfsmenn á tilboðið sem móðgun og liggja undir feldi yfir hátíðirnar um hvort hverfa eigi frá störfum. – bþ Óánægja innan Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður lýkur göngu sinni. 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.