Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 6
 www.gildi.is Frá og með áramótum breytist afgreiðslutími á skrifstofum okkar og verður eins og hér segir: Mánudaga til fimmtudaga frá 09.00 til 16.00 Föstudaga frá 09.00 til 15.00 Gildi–lífeyrissjóður Breyttur afgreiðslutími HOLLAND Hollendingar hafa ákveðið að taka heitið Holland út úr öllum auglýsingum, opinberum tilkynn- ingum og merkingum. Þess í stað verður opinbera heiti landsins, Niðurlönd, notuð til kynningar og markaðssetningar. Er þetta hluti af nýrri landkynningarstefnu. Hingað til hafa Hollendingar notað heitið í landkynningu, þó að það sé aðeins hérað innan landsins. Mun breytingin sjást á Eurovision sem haldið verður í borginni Rotterdam í vor og á Ólympíuliði landsins á Sumarólympíuleikunum í Tókýó. Fleiri breytingar verða einnig gerðar, svo sem að breyta hinum appelsínugula túlípana, sem landið hefur notað sem merki hingað til. Áherslan í hinni nýju stefnu er ekki að fjölga ferðamönnum. Þegar heim- sækja 19 milljónir landið árlega og áætluð fjölgun þeirra er um 10 millj- ónir á næsta áratug. Holland glímir því við svokallaða offjölgun ferða- manna. Þess í stað verður áherslan á að stjórna flæðinu og dreifa því, bæði eftir landsvæðum og árstíðum. Mestur er vandinn í höfuðborg- inni, Amsterdam. Þar býr ein milljón manna en þangað koma 17 milljónir árlega, sem leggst þungt á allt sam- göngu- og þjónustukerfi borgarinn- ar. Stofnuð hafa verið samtök sem berjast gegn offjölguninni, til dæmis Untourist Amsterdam. – khg Hætta að nota Holland Appelsínugulur er áberandi einkennislitur Hollands.NORDICPHOTOS/GETTY ÞÝSKALAND Þjóðverjar eru þekktir fyrir ást sína á f lugeldum, bæði stórum f lugeldasýningum og ein- staklingum sem sprengja um áramót. Vitaskuld slá Íslendingar þeim þó við á þessu sviði. Af umhverfisástæðum hafa margar stórverslanir í Þýska- landi ákveðið að hætta sölu á flug- eldum fyrir þessi áramót. Ein af þessum verslanakeðjum er REWE, sem er stór á svæðinu í kring- um borgina Dortmund í vesturhluta landsins. „Flugeldarnir vara aðeins í eina klukkustund en við viljum vernda dýrin og hafa hreint loft alla 365 daga ársins,“ sagði Uli Budnik, eigandi keðjunnar. Edeka, ein stærsta verslanakeðja landsins, hefur einnig ákveðið að taka flugelda úr sölu. Talsmenn keðjunnar Hornbach segja of seint að hætta sölu fyrir þessi áramót en að f lugeldar verði ekki seldir fyrir þau næstu. Talsmenn Bauhaus segjast ætla að endurskoða stefnuna á næsta ári. Umhverfissinnar í Þýskalandi fagna þessum breytingum og von- ast eftir að sjá færri f lugelda með hverju árinu. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Þýskalands er 5.000 tonnum af fínu ryki dreift yfir landið með sprengingunum um hver áramót, sem samsvari tveggja mán- aða bílaumferð. Þegar hafa margar borgir í landinu afmarkað ákveðin „flugeldafrí“ svæði, sem fólk getur sótt sem þolir illa mengunina og hávaðann. Samkvæmt skoðanakönnun styðja 57 prósent Þjóðverja bann við sölu flugelda. En 84 prósentum finnst þeir þó fallegir. – khg Stórverslanir taka flugelda úr hillunum Flugeldasýning við Brandenborgar- hliðið. NORDICPHOTOS/GETTY TYRKLAND Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur endurvakið áætl- anir sínar um risavaxinn skipa- skurð í útjaðri Istanbúlborgar, þrátt fyrir mikil mótmæli bæði íbúa, verkfræðinga og borgar- stjórans. Erdogan tilkynnti upphaf lega um áætlunina árið 2011, í miðri kosningaherferð, og sagði að skurð- inum væri ætlað að létta álaginu á skipaumferðinni um Bosporus- sund. Skurðurinn átti að vera 45 kílómetra langur og 150 metra breiður og tengja saman Svarta- hafið og Marmarahafið. Ekki var þó gefin upp nákvæm staðsetning skurðarins. Sagði Erdogan skurð- inn verða „mestu framkvæmd aldarinnar“. Um tíma var verkefnið algjör- lega slegið út af borðinu en nú er það komið efst á forgangsverkefna- lista forsetans. Skurðurinn á nú að vera stærri en upphaf legar áætl- anir gerðu ráð fyrir, eða 400 metra breiður. Kostnaðurinn er áætlaður 75 milljarðar tyrkneskra líra, eða rúmlega 1.500 milljarðar króna. Hundruð borgarbúa í Istanbúl hafa skrifað undir mótmælabréf gegn skurðinum og á föstudag var mótmælt á götum úti. Telja mót- mælendur að skurður af þessari stærðargráðu yrði umhverfislegt stórslys. Skurðurinn hefur nú þegar farið í gegnum umhverfismat en and- stæðingar framk væmdarinnar segja það hroðvirknislega unnið og ekki svara stórum spurningum. Eitt af því sem mótmælendur hafa miklar áhyggjur af er vatns- öryggi borgarinnar og hvaða áhrif skurðurinn hefur á það. Miðað við þá staðsetningu sem nú hefur verið ákveðin myndu tvö vatnsból, sem útvega um þriðjungi borgarinnar vatn, eyðileggjast. Þá myndi aukin selta komast inn í neðanjarðar vatnskerfið og skemma ræktunar- land bænda í námunda við borg- ina. Einnig hafa íbúarnir áhyggjur af offjölgun borgarbúa og skorti á grænum svæðum. Aðrir hafa áhyggjur af því að framkvæmdin sé knúin áfram af hagsmunum iðnaðar- og skipafyr- irtækja og að hagsmunir almenn- ings skipti engu máli, hvorki til skemmri eða lengri tíma. „Við höfum ábyrgð gagnvart barna- börnunum okkar og við erum að reyna að verja framtíðina,“ sagði Gulcan Erdogan Boyraz, 56 ára kennari, sem mótmælti á föstudag. Samtök tyrkneskra verkfræðinga og arkitekta leggjast einnig gegn skurðinum og skiluðu inn athuga- semdum til stjórnvalda. Auk vatns- öryggisins hafa samtökin áhyggjur af því að skurðurinn myndi verða grafinn í gegnum lón, sem er mikil- vægt líf kerfi sjávar og fuglalífi, og eyðileggja það. Cevahir Akcelki, talsmaður samtakanna, er vonlítill um að hægt sé að stöðva verkefnið þó að fjöldi fólks leggist gegn því. Enn er ýmsum spurningum ósvarað varðandi framkvæmdina. Til dæmis hvernig staðið verði að fjármögnuninni, en hingað til hefur Erdogan haft góðan aðgang að ódý r um erlendum lánum. Þá gæti skurðurinn haft áhrif á alþjóðastjórnmálin. Samkvæmt sáttmála kenndum við Mont- reux, frá árinu 1936, lofa Tyrkir að halda Bosporussundi herlausu. Sáttmálinn segir vitaskuld ekkert um skipaskurðinn og hafa stjórn- völd í Rússlandi áhyggjur af því að Bandaríkjamenn gætu sent beiti- skip eftir skurðinum inn á Svarta- haf. kristinnhaukur@frettabladid.is Istanbúlskurðinum harðlega mótmælt en áformin óbreytt Forseti Tyrklands hefur endurvakið áætlanir sínar um risavaxinn skipaskurð í útjaðri Istanbúlborgar, þrátt fyrir mikil mótmæli bæði íbúa, verkfræðinga og borgarstjórans. Óttast fólk að þriðjungur vatns- birgða borgarinnar glatist og vistkerfi raskist. Framkvæmdin er þó í forgangi á verkefnalista forsetans. Mótmælendur segja umhverfislegt stórslys í vændum og umhverfismat hroðvirknislega unnið. NORDICPHOTOS/GETTY Við höfum ábyrgð gagnvart barna- börnunum okkar og við erum að reyna að verja framtíðina. Gulcan Erdogan Boyraz, mótmælandi Flugeldarnir vara aðeins í eina klukkustund en við viljum vernda dýrin og hafa hreint loft alla 365 daga ársins. Uli Budnik, eigandi REWE-verslanakeðjunnar 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.