Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 31

Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 31
Neyslumynstur okkar tekur stöðugum breytingum og hefur neysla jurtafæðis á kostnað dýraafurða aukist töluvert. Fæði án allra dýraafurða getur verið afar heilsusamlegt en þó þarf að huga sérstaklega að ákveðnum næringarefnum sem gæti skort í þess háttar fæði. Í flestum tilfellum geta grænkerar uppfyllt nær­ ingarþörf sína en nauðsynlegt er að kynna sér vel hvaða annmarka þetta fæði getur haft með tilliti til þarfa líkamans. Grænmetisætur/vegan Þeir sem sneiða hjá öllum dýra­ afurðum þurfa að hafa augun sér­ staklega vel opin fyrir því að fæðan innihaldi nægilegt magn af pró­ teinum, járni, sinki, kalki, joði, B12 vítamíni og D­vítamíni. D­vítamín þurfa allir að taka inn sem bætiefni, alltaf, en hin efnin má finna í ýmsum matvælum, hvort sem það er hluti af náttúrulegu innihaldi vörunnar eða viðbætt. Hvað pró­ tein varðar þá finnast þau í flestum fæðuflokkum en mælt er með því að baunir, sem eru afar prótein­ ríkar, séu notaðar í jurtafæðinu í svipuðum mæli og kjöt og fiskur eru í blönduðu fæði. B12-vítamínskortur Fjöldi fólks sem borðar matvæli úr öllum fæðuflokkum tekur ekki upp lágmarksmagn af því B12 og járni sem nauðsynlegt er til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Skortur á B12 getur verið vegna einhæfrar fæðu eða vegna þess að líkaminn getur ekki unnið það úr fæðunni. Þetta er það vítamín sem flesta skortir á efri árum og er það oftast vegna skorts á efninu „intrinsic factor“ sem er mikilvægt prótein, framleitt í maganum og sér um upptöku á þessu lífsnauðsynlega vítamíni. Það þýðir að þó svo að við borðum dýraafurðir eða tökum vítamínpillur, verður upptakan engin og við lendum í skorti. Einkenni járnskorts Járnskortur er einn algengasti nær­ ingarefnaskortur í heiminum og snertir u.þ.b. 25 prósent jarðarbúa. Það eru þó nokkur vel þekkt og algeng einkenni járnskorts sem gott er að vera vakandi yfir: n Orkuleysi n Svimi og slappleiki Fær líkami þinn allt sem þarf? Vegan Health munnúði frá Better You er samsettur úr D-vítamíni og joði ásamt B12 og járni fyrir þá sem eiga erfitt með upptöku þess úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. Grænmeti er orðið fyrirferðar- meira í fæðuvali fólks en áður. Valið BESTA NÝJA BÆTI- EFNIÐ á Natural & Organics í London 2019. Ástæða járn- skorts er oftast ónógt járn í fæðunni, blóð- missir, ákveðnir sjúkdómar eða aukin járnþörf (t.d. vegna með- göngu). Frásog getur líka verið lélegt af ýmsum ástæðum en svo eru líka margir sem fá ekki nóg af járnríkum mat eins eins og rauðrófum, rauðu kjöti, grænu græn- meti, baunum, hnetum, fræjum og fleiru. Járn- skortur er einn algengasti næringar- efnaskortur í heiminum og snertir um það bil 25 prósent jarðarbúa. Vissir þú að til framleiðslu á rauðum blóð- kornum þarf m.a. járn, B12-víta- mín og fólínsýru en ef skortur er á einhverju þessara efna, minnkar framleiðsla rauðr a blóðkorna. Við þetta minnkar flutningsgeta þeirra á súrefni um líkamann og frumurnar tapa orku sem getur valdið ýmsum líkamlegum kvillum. n Hjartsláttartruflanir n Föl húð n Andþyngsli n Minni mótstaða gegn veik- indum n Hand- og fótkuldi Ástæða járnskorts er oftast ónógt járn í fæðunni, blóðmissir, ákveðnir sjúkdómar eða aukin járnþörf (t.d. vegna meðgöngu). Frásog getur líka verið lélegt af ýmsum ástæðum en svo eru líka margir sem fá ekki nóg af járn­ ríkum mat eins eins og rauðrófum, rauðu kjöti, grænu grænmeti, baunum, hnetum, fræjum og fleiru. Gott er að hafa í huga að til að frásoga járn úr fæðunni, hjálpar til að taka inn C­vítamín þar sem það eykur frásog. Að sama skapi skal forðast mjólkurvörur þar sem þær hindra eða draga verulega úr upptöku. Joðskortur og skjaldkirtill Vegna breytts mataræðis er í fyrsta sinn farinn að mælast joðskortur á Íslandi og er það fyrst og fremst rakið til samdráttar á neyslu mjólkurvara og fisks. Joðskortur getur verið mjög alvarlegur og hjá börnum getur hann valdið þroska­ skerðingu. Joðið hefur helst áhrif á skjaldkirtilsvirkni og eru helstu einkenni skorts þreyta, aukin þyngd og aukið næmi fyrir kulda svo dæmi sé tekið. Það eru ekki til margar joðuppsprettur svo að það getur verið nauðsynlegt að fá það úr bætiefnum, sérstaklega ef neysla á mjólkurvörum og fiski er undir útgefnum ráðleggingum um mataræði. Vegan Health frá Better You Vegan Health er fyrsti munnúði sinnar tegundar í heiminum en með honum fer öll upptaka gegn­ um slímhúð í munni, magaónot verða engin og hámarksupptaka er tryggð. Þessi blanda inniheldur: n D3-vítamín (vegan) n B12 (methylcobalamin og adeno- zylcobalamin) n Járn n Joð Fjórir úðar daglega gefa 5 mg af járni, 3000 ae af D­vítamíni, 6 μg af B12 og 150 μg af joði. Vegan Health hentar öllum, einnig á meðgöngu. Byrjaðu árið hress með After PartyTM Inniheldur: Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract, öfluga blöndu af B-vítamínum og Magnesíum. 2 töflur fyrir fyrsta drykk 2 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.