Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 32
Benecol er skrásett vörumerki fyrir vörur sem innihalda ákveðna gerð plöntustanól
esters, en rannsóknir hafa sýnt
að hann hefur áhrif til lækkunar
kólesteróls í blóði. Mikilvægt er
að halda kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of hátt kólest
eról í blóði er einn helsti þáttur
kransæðasjúkdóma og æskilegt
að heildarkólesteról í blóði sé
undir 5 mmól/l þar sem allt yfir 6
mmól/l telst hátt. Kólesteról er ein
tegund blóðfitu og gegnir ýmsum
mikilvægum hlutverkum í líkam
anum. Það er framleitt í lifrinni
en berst einnig með fæðunni í
líkamann. En ef kólesterólmagn
í blóði eykst umfram þörf getur
það valdið æðakölkun og krans
æðasjúkdómum. „Algengi of hás
kólesteróls eykst með aldri og hér
Lækkaðu kólesterólið með Benecol
Á undanförnum
áratug eða svo
hafa komið fjöl-
mörg matvæli
á markað víða
erlendis undir
vöruheitinu
Benecol.
á landi hafa rétt tæplega 40% karla
á aldrinum 4050 ára og kvenna á
aldrinum 5060 ára kólesterólgildi
yfir 6 mmól/l og því er mikilvægt
að þeir sem komnir eru á fullorð
insár láti fylgjast með blóðfitunni
hjá sér,“ segir Guðný Steinsdóttir,
markaðsstjóri MS.
Benecol er heilnæmur
drykkur sem hefur áhrif
Benecol er náttúrulegur mjólkur
drykkur sem ætlaður er þeim
sem vilja lækka kólesteról í
blóði. Drykkurinn frá MS er sýrð
undanrenna sem inniheldur 5%
plöntustanólester og hentar vel í
baráttunni gegn kólesteróli sem
hluti af fjölbreyttu mataræði.
„Allra nýjustu niðurstöður hafa
sýnt fram á að mun betri árangur
næst sé Benecols neytt með eða
strax eftir máltíð en ef þess er
neytt á fastandi maga. Því er mælt
með að neyta Benecols í kringum
einhverjar af máltíðum dagsins,
t.d. morgunverð, hádegisverð eða
kvöldverð,“ segir Guðný.
Rannsóknir hafa staðfest
góða virkni Benecols
„Fjölmargar rannsóknir hafa
verið gerðar á áhrifum plöntu
stanólesters, hinu virka efni
í Benecol, á kólesteról í blóði.
Benecol er nátt-
úrulegur mjólkur-
drykkur sem ætl-
aður er þeim sem
vilja lækka kólest-
eról í blóði.
Niðurstöður eru einróma á þá leið
að neysla á honum lækkar blóð
kólesteról þar sem efnið hindrar
upptöku á því úr fæðu í þörmum
og kemur lækkunin yfirleitt fram
nokkrum vikum eftir að neysla
hefst og er allt að 15% að meðal
tali þó engar aðrar ráðstafanir
séu gerðar. Lækkunin er einkum
í heildarkólesteróli og hinu svo
kallaða „vonda kólesteróli“ (LDL),
en engar breytingar verða í „góða
kólesterólinu“ (HDL). Rannsóknir
hafa einnig sýnt að mikilvægt er
að neyta vörunnar reglulega til að
árangurinn haldist og sé neyslu
hætt, fer kólesterólgildi aftur í
fyrra horf.“
Mataræði og kólesteról
Mataræði er meðal þeirra þátta
sem helst hafa áhrif á magn kól
esteróls í blóði. Meðal þess sem
ráðlagt er til að lækka kólesteról
er að stilla fituneyslu í hóf, velja
frekar mjúka fitu en harða og
neyta grænmetis, ávaxta og grófs
kornmetis í ríkum mæli. Benecol
mjólkurdrykkur er því góð viðbót
við hollt mataræði til að halda
kólesteróli innan eðlilegra marka
og ein f laska á dag dugar til að ná
hámarksvirkni.
Sundlaugin í Birkihofi er svalandi og dásamleg og þar hægt að fljóta og næra líkama og sál. Birkihof er paradís og falin perla rétt austan við Laugarvatn. Þar leiðir Laila svett árið um kring.
Ég byrjaði að stunda svett hjá guðfeðrum svettsins á Íslandi, þeim Nonna Ragnars
syni, sem féll frá nú í nóvember,
og Heiðari Hallssyni, sambýlis
manni hans. Þetta var árið 1992.
Skömmu áður hafði indjáninn
Sompnoh noh komið til landsins
og kennt þeim Nonna og Heiðari
ritúal svetts og héldu þeir svett
athafnir í Elliðaárdalnum þar til
fyrir nokkum árum að þeir hættu.
Úthald þeirra og utanumhald var
ómetanlegt og án þeirra hefði svett
ekki orðið eins stórt og raun ber
vitni,“ segir Laila Awad sem frá
árinu 2008 hefur sjálf leitt svett
athafnir við miklar vinsældir.
„Ég var svo heppin að vera í
svetti með Sompnoh noh og læra
hans aðferð. Allar götur síðan
hef ég haldið mig eins nálægt því
sem Sompnoh noh kenndi og
þeirri nálgun sem stunduð var hjá
Nonna og Heiðari. Þangað fórum
við óteljandi oft í svett fyrstu árin
en þá var svettsamfélagið lítið og
þótti ansi framandi. Sjálf varð ég
algjörlega heilluð og gat helst ekki
sleppt einu einasta svetti ef ég vissi
að það væri á döfinni,“ segir Laila
og brosir.
Farið í kirkju náttúrunnar
Laila byrjaði að leiða svett hjá
hjónunum Gunnýju og Tolla
Morthens, þegar þau voru haldin á
þáverandi heimili þeirra hjóna við
Meðalfellsvatn. Laila segir gjafir
þeirra til svettsins ómetanlegar.
„Fyrir mér er svett eins og að fara
í kirkju náttúrunnar. Að tengjast
náttúrunni í kyrrð og þögn og
öllu sem það hefur í för með sér;
að sleppa tökunum og gefast upp
fyrir því sem er hverju sinni.“
Hún segir uppruna svetts ekki
vitaðan með vissu en að indjánar
hafi varðveitt athafnir þess.
„Indjánar fóru með svettið í
skógana og héldu því leyndu fyrir
hvíta manninum sem hefði senni
lega eyðilagt og útrýmt athöfn
inni í nafni trúarbragða. Svett er
andstæðan við trúarbrögð þótt
það hafi gríðarmikið með trú að
gera – trú á náttúruna, sjálfan sig
og kærleikann,“ segir Laila.
„Svettathöfn er í raun bæna
athöfn. Þar er beðið fyrir hreinsun
á huga og líkama og beðið fyrir
öðrum. Glóandi steinar gegna einu
af lykilhlutverkum athafnarinnar
en hitinn frá þeim hjálpar okkur
að ná slökun og betri tengingu við
okkar innsta kjarna. Upplifunin er
fyrir mörgum ólýsanleg því ekkert
svett er eins og annað og hver og
einn upplifir það á sinn persónu
lega hátt.“
Steinaberi og eldberi
Laila stendur nú fyrir svetti í Birki
hofi, falinni perlu í landi Syðri
Reykja rétt austan við Laugarvatn.
Þau eru þrjú sem eiga og reka stað
inn: Laila, Valur Ásgeirsson og kona
hans, Laufey Guðmundsdóttir.
„Svettið okkar er mjög vinsælt
og sérstaða þess er að við erum
alltaf þrjú sem stöndum að athöfn
inni. Ég er shaman svettsins og
leiði það, Laufey er eini kvenkyns
steinaberi landsins og Valur er eld
berinn, sem gegnir stóru hlutverki
í athöfninni, að koma upp eldinum
og halda honum gangandi þannig
að steinarnir verði rauðglóandi og
heitir,“ útskýrir Laila.
Í paradísinni Birkihofi er gisting
fyrir allt að 18 manns, sundlaug,
heitur pottur og sauna árið um
kring.
„Við stöndum fyrir svettathöfn
um á öllum árstíðum, þegar
staðurinn er ekki í útleigu, en
Birkihof er tilvalinn staður fyrir
hvers kyns námskeið og hafa þar
verið haldin stjörnuspekinám
skeið, f lotkennaranámskeið, jóga
námskeið og slökun, og boðið upp
á nuddara í lauginni, fyrirlestra,
hugleiðslu og alls kyns athafnir,“
upplýsir Laila.
Hægt er að skoða allt um staðinn
á birkihof.is.
Svett er bænaathöfn í náttúrunni
Í svetti er beðið fyrir hreinsun huga og líkama við glóandi steina sem hjálpað geta við tengingu
hins innsta kjarna. Laila Awad lærði ritúalið af indjánanum Somphoh noh.
Laila Awad er shaman í svetti og
hefur leitt svettathafnir frá 2008.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA