Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 37
Rafmagnshjólin
frá Cube verða flest
í boði hjá TRI á næsta ári.
Við ætlum að bjóða upp á
rafmagnshjól í nánast
öllum flokkum. Þú getur
þá valið þér flokk, lit og
stærð eftir því sem
hentar.Fyrir stuttu tóku gildi ný lög sem fjalla um að virðis-aukaskattur verði tekinn af
rafmagnshjólum sem kosta allt
að 500.000 krónur og af venju-
legum reiðhjólum sem kosta allt
að 250.000 krónur eða minna.
Hvernig útfærslan á þessum lögum
verður er enn óljóst en Valur Rafn,
markaðsstjóri TRI, telur að þetta
eigi eftir að breyta markaðnum
verulega og er strax farið að hafa
áhrif. Verslunin er með umboð
fyrir vörumerkið Cube sem fram-
leiðir gríðarlega fjölbreytt úrval af
rafmagnshjólum.
„Rafmagnshjólin frá Cube verða
flest í boði hjá TRI á næsta ári. Við
ætlum að bjóða upp á rafmagns-
hjól í nánast öllum flokkum. Þú
getur þá valið þér flokk, lit og
stærð eftir því sem hentar,“ segir
Valur Rafn, markaðsstjóri verslun-
arinnar. Valur segir að rafmagns-
hjólin geti auðveldlega komið í
staðinn fyrir bílinn á heimilinu, en
það er hægt að stilla þau eftir bæði
veðurfari og aðstæðum.
Engin ástæða til að svitna á
leiðinni í og úr vinnu
Nú þarf fólk ekki lengur að hafa
áhyggjur af því að svitna á leiðinni
til vinnu. „Þú getur stillt hjólið
þannig að það hjálpi þér mikið
á leiðinni til vinnu en minna á
leiðinni heim. Þá geturðu nýtt
tímann og tekið út þína líkams-
rækt á leiðinni heim.“
Í hjólunum er mótor sem hægt er
að stilla eftir því hve mikla vinnu
þú vilt leggja í að hjóla. „Það getur
farið eftir veðri og aðstæðum, það
getur verið mikill vindur og þá
geturðu kallað fram meiri hjálp í
hjólinu. Hjólið hjálpar þér líka upp
brekkur og ýmislegt annað sem
þú þyrftir annars að berjast við.
Þá svitnar maður og þarf kannski
að hafa með sér aukaföt í vinnuna.
Það hefur auðvitað verið vaninn
hingað til og fólk setur það ekkert
fyrir sig, en þetta er nýr möguleiki.
Þetta er það sem er að gerast í dag.“
Mikil gæði og gæðaeftirlit
Valur Rafn trúir því að öll hjól
í framtíðinni verði rafmagns-
hjól. Það verður bara spurning
um hvaða útfærslu á rafmagns-
notkuninni maður velur. „Öll
hjól eiga á endanum eftir að geta
framleitt orku sem er hægt að
nota til að hlaða tölvuna til dæmis
eða símann. Við sjáum til dæmis
framtíðina þannig að þú verðir
með GPS-kerfi í stellinu á hjólinu.
Það er það sem við erum að sjá
gerast hjá Cube.“ Hjólin frá Cube
eru hönnuð í samstarfi við Bosch,
en bæði merkin eru þýsk. „Cube
er hjólaframleiðandinn á meðan
Bosch framleiðir íhlutina eins og
til dæmis mótorinn og tölvuna.
Það að bæði merkin eru þýsk
þýðir oftast að gæðin eru mikil og
sterkt gæðaeftirlit. Við vitum að
hjólin eru sterk og þola íslenskar
aðstæður mjög vel.“ Cube hefur
undanfarna mánuði verið verð-
launað fyrir hönnun og framsækni
í samsetningu en fyrirtækið hefur
stækkað mjög mikið á stuttum
tíma. Rafmagnshjólin eiga stóran
þátt í þessari stækkun.
TRI hefur lagt mikla vinnu í að
bæta vöruúrval á nýrri vefverslun
sem var opnuð í ár, og að bæta upp-
lifun þeirra sem heimsækja síð-
una. Nú er hægt að panta allt sem
þú þarft fyrir reiðhjólið í gegnum
vefsíðuna. ,,Við stefnum svo að því
að allar okkar vörur verði komnar
á netið fyrir mitt árið 2020. Við
finnum alveg fyrir því að ef varan
er ekki á netinu þá heldur fólk að
við eigum hana ekki til.“ Valur
Rafn segir líka að verslunin sé að
færa sig í þá átt að geta þjónustað
alla á öllu landinu. Allar okkar
vörur sem er að finna í vefverslun-
inni er hægt að fá heimsenda.
Sendingarkostnaðurinn fellur
niður ef maður verslar fyrir hærri
upphæð en 10.000 krónur. „Það er
ekki stór tala ef maður er að kaupa
sér vandað reiðhjól, þannig það
má alveg segja að við sendum við-
skiptavinum okkar hjólin frítt um
land allt. Samstarfsaðilar okkar
eru Sportver Akureyri og Vaskur
Egilsstöðum en hjá þeim er hægt
að skoða fjölbreytt úrval Cube
reiðhjóla og aukahluta.“
TRI VERSLUN, Suðurlandsbraut 32,
108 Reykjavík www.tri.is.
TRI verslun býður mikið
úrval Cube rafmagnshjóla
Verslunin TRI er umboðsaðili vörumerkisins Cube sem framleiðir gríðarlega fjölbreytt úrval af rafmagnshjólum.
Hjólin frá Cube eru hönnuð í samstarfi við Bosch, en bæði merkin eru þýsk.
Cube merkið er þekkt fyrir gæði og glæsileika. Reiðhjólin eru fyrir alla.
Vönduð rafmagnshjól í mörgum flokkum fást hjá TRI verslun, mismunandi litir og stærð eftir því sem hentar.
Nú er hægt að
kaupa Cube raf-
magnshjól hjá TRI
VERSLUN í versl-
un og á netinu.
KYNNINGARBLAÐ 11 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA