Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 38
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Fjölþjóðleg rannsókn komst að þeirri niðurstöðu að konur sem hafa fætt barn hafi yngri
heila en þær sem hafa ekki gert
það. Svo virðist sem heilar þeirra
séu að meðaltali á milli fimm og
sex mánuðum yngri en heilar jafn-
aldra þeirra sem hafa ekki eignast
börn. Sagt var frá niðurstöðum
rannsóknarinnar á vefsíðunni
Science Norway.
Rannsóknin var unnin með því
að skoða myndir af heilum 12 þús-
und breskra kvenna á aldrinum
40-70 ára, en þessar myndir gera
rannsakendum kleift að kanna
ástand heilans og reikna út aldur
hans með mikilli nákvæmni.
Rannsakendur segja að jákvæðu
áhrifin aukist með f leiri börnum,
en að þau minnki hjá konum sem
hafa fætt f leiri en fjögur börn.
Ólétta virðist yngja heilann
Samkvæmt nýrri rannsókn hafa konur sem hafa fætt barn yngri heila en þær sem hafa ekki gert
það. Áhrifin virðast vara í langan tíma og aukast með fleiri börnum, en minnka eftir fjórða barn.
Svo virðist sem heilar kvenna sem hafa fætt börn séu að meðaltali á milli fimm og sex mánuðum yngri en heilar jafnaldra þeirra sem hafa ekki gert það. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ÞURR AUGU?
Náttúruleg vörn gegn augnþurrki
Trehalósi kemur
á jafnvægi og
verndar frumur
hornhimnunnar
Inniheldur
trehalósa
úr náttúrunni
Hýalurónsýra
smyr og gefur
langvarandi raka
Sérstaklega milt
fyrir augun
Án rotvarnarefna
Tvöföld virkni - sex sinnum lengri ending
Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði og Glæsibæ, 5. hæð
Ekki er vitað hvers vegna.
Áhrifin eru ekki skammvinn
heldur. Rannsakendur segja að þau
geti verið til staðar allt að 30 árum
eftir barneignir, sem gefi til kynna
að þau séu varanleg. En þeir taka
fram að til að svara því betur þyrfti
að fylgjast með konum yfir langt
tímabil og þeir benda líka á að
það sé mikill munur innan beggja
hópanna.
Sýnir getu heilans til
að breytast
Rannsakendur hafa mikinn áhuga
á að kanna líffræðilega þætti og
umhverfisþætti sem gætu útskýrt
þennan mun á öldrun heilans.
Taugalæknirinn Erik Taubøll,
sem starfar hjá Óslóarháskóla,
segir að niðurstöður rannsóknar-
innar gefi ágæta vísbendingu um
getu heilans til að breytast á lífs-
leiðinni.
Hann segir það vel þekkt að kyn-
hormónar séu mjög mikilvægir í
mótun heilans á fyrstu stigum og
að hormónabreytingar, líkt og þær
sem eiga sér stað við blæðingar,
hafi f lókin áhrif á heilann. Hann
segir samt að það séu líka ýmsir
aðrir þættir sem geta haft áhrif
á lífsleiðinni og mótað öldrun
heilans á ýmsan hátt.
„Af hverju eru til dæmis minni
áhrif fyrir konur með mörg börn?“
segir Taubøll. „Aðrir hafa líka talið
tengsl milli margra barna og heila-
bilunar. Hver er ástæðan fyrir því?
Þessir þætti ætti að rannsaka á
kerfisbundinn hátt.“
Hann segir líka að það séu svo
margir þættir sem hafi áhrif á
heilann að við ættum ekki að
láta niðurstöður könnunarinnar
hafa nein áhrif á ákvarðanatöku
varðandi barneignir. Þó að þetta
sé tölfræðilega þýðingarmikill
munur þýðir það ekki að allar
konur sem eignast börn fái endi-
lega yngri heila fyrir vikið.
Breytingarnar hafa kosti og
ókosti
Í rannsókn frá árinu 2016 sem
birtist í vísindatímaritinu Nature
Neuroscience voru breytingar á
heila kvenna frá því áður en þær
urðu þungaðar og þar til eftir
barnsburð sýndar. Þær breytingar
virtust í beinum tengslum við
hversu náin barninu móðirin var.
Því nánari sem þau voru, því meiri
breytingar á heilanum. Þessar
breytingar vörðu í allt að tvö ár.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt að
það verði líka breytingar í heilum
feðra, en þær virðast annars eðlis
og ekki jafn miklar. Ýmsar rann-
sóknir á dýrum hafa líka komist
að þeirri niðurstöðu að ólétta hafi
jákvæð áhrif á heilann.
Geta heilans til að breytast getur
haft bæði kosti og ókosti. Hún
getur til dæmis gert fólk veikara
fyrir breytingum í umhverfinu,
eins og breyttu svefnmynstri eða
félagstengslum. Í sumum mæðrum
geta þessar breytingar, ásamt líf-
fræðilegum breytingum heilans,
aukið hættuna á andlegum erfið-
leikum eins og fæðingarþunglyndi,
sem virðist hafa áhrif á um um
10-15% mæðra.
Rannsakendurnir eru nú að
hefja rannsóknir á óléttum konum
þar sem segulómskoðun fer fram
fyrir getnað og á meðgöngu.
Teknar verða nýjar myndir af heil-
anum rétt eftir fæðingu og aftur
tveimur árum síðar. Vonast er til
að sú rannsókn veiti upplýsingar
um áhrif meðgöngu á heila og geð-
heilsu mæðra, bæði til skemmri
og lengri tíma. Rannsóknin gefur
vonandi líka nýjar upplýsingar um
áhættuþætti og orsakir geðrænna
vandamála sem tengjast barns-
burði.
Aðrar rannsóknir
hafa sýnt að það
verði líka breytingar í
heilum feðra, en þær
virðast annars eðlis og
ekki jafn miklar.
12 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA