Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 58

Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 58
Það að stunda hormónajóga örvar hormónafram- leiðslu í eggjastokkum, dregur úr streitu og gerir líkamann betur í stakk búinn til að takast á við þungun, hvort sem hún verður af sjálfri sér eða fyrir tilstilli tæknifrjóvg- unar. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Þegar ég uppgötvaði horm-ónajóga var ég farin að finna aðeins fyrir einkennum breytingaskeiðsins og óttaðist satt að segja þetta óvissutímabil sem fram undan var. Sumar konur skauta léttilega í gegnum breyt- ingaskeiðið en aðrar eru undir- lagðar í mörg ár. Mér fannst lítið í boði til að mæta þessu tímabili með gleði og af skynsemi annað en hormónalyf sem ég kæri mig ekki um. Hormónajóga kom því eins og himnasending inn í mitt líf,“ segir Rakel en hún er eini hormónajóga- kennari landsins. Hún kynntist þessu jóga hjá þýskum lækni sem hafði stunda það með góðum árangri en hvað nákvæmlega er hormónajóga? „Hormónajóga er sérstök æfingaröð sem hefur ekki ein- göngu skilað konum úti um allan heim góðum árangri heldur líka körlum og sykursjúkum. Um er að ræða einfaldar, mjúkar jóga- æfingar og ákveðna öndunar- og orkutækni, sem örvar framleiðslu hormóna í líkamanum. Æfing- arnar í hormónajóga henta konum á breytingaskeiði einstaklega vel. Sjálf er ég á breytingaskeiðinu, 54 ára og því ágætis kandidat. Æfingaröðin tekur um 35 mínútur og hægt að gera þær heima eða mæta í opna tíma til að fá stuðning við eigin iðkun og félagsskap frá öðrum,“ segir Rakel. Líka fyrir karla Höfundur hormónajóga er frá Brasilíu og heitir Dinah Rodrigues. „Þessi 92 ára gamla orkumikla kona kom hingað til lands í maí sl. í tilefni af útgáfu bókarinnar Hormónajóga – leið til að endur- vekja hormónabúskap þinn, sem ég þýddi og gaf út á íslensku. Ég hef áður þýtt tvær bækur, Þarmar með sjarma (2015) og Leyndarmál húðarinnar (2016) þannig að mér fannst liggja beint við að þýða bókina sjálf. Dinah hefur einnig skrifað bækur um hormónajóga fyrir karla og hormónajóga fyrir sykursjúka og munu þær koma út á íslensku á næsta ári,“ upplýsir Rakel og bætir við að fjölmargir geti nýtt sér hormónajóga, sér til heilsubótar. „Það hentar konum sem eru með ójafnvægi á hormónastarfseminni. Þá erum við að tala um konur á breytingaskeiði, konur með óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga. Best er ef þær hefja iðkun snemma í ferlinu, eða helst um leið og þær sjá að þetta virðist ekki ætla að ganga eins og til var ætlast. Það að stunda hormónajóga örvar hormóna- framleiðslu í eggjastokkunum, dregur úr streitu og gerir líkamann betur í stakk búinn til að takast á við þungun, hvort sem hún verður af sjálfu sér eða fyrir tilstilli tækni- frjóvgunar. Í Tékklandi stunda konur sem stríða við ófrjósemi hormónajóga samkvæmt læknis- ráði,“ segir Rakel. Þá segir hún að ástundun þess geti dregið úr einkennum breyt- ingaskeiðs karla. „Þar er ég að tala um hluti eins og minni kynhvöt, minni kyngetu, minnkandi hár- og skeggvöxt, vöðvarýrnun og svefnleysi svo eitthvað sé nefnt. Hormónajóga hefur einnig reynst vel fyrir sykursjúka en með reglu- legri ástundun þess er hægt að ná betra jafnvægi á blóðsykurinn, æfingarnar eru góð forvörn gegn erfðafræðilegum þáttum, draga úr streitu, koma jafnvægi á hormóna- starfsemina og auka kynorku og frjósemi,“ bætir hún við. Rakel fékk kennararéttindi til að kenna hormónajóga fyrir konur hjá höfundinum sjálfum í Þýskalandi sumarið 2018 og síðan réttindi til að kenna hormónajóga, hjá Dinah sjálfri, fyrir sykursjúka í Prag í sumar. „Næsta sumar er stefnan sett á að fá réttindi til að kenna hormónajóga fyrir karla og þá verð ég komin með fullt hús. Ég er eini kennarinn á Íslandi sem er með réttindi til að kenna horm- ónajóga Dinah Rodrigues og kenni í Ljósheimum,“ segir Rakel. Óttaðist óvissuna við breytingaskeiðið Rakel Fleckenstein Björnsdóttir er eini hormónajóga- kennari landsins. Hún segir jógaæfingarnar góða forvörn og hafa reynst konum á breytingaskeiðinu sérlega vel. „Fjölmörgum konum hefur tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga,“ segir Rakel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð frá 94.999 kr. Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix Matarfíkn er líffræðilegur sjúkdómur sem veldur tilfinningalegu, huglægu og andlegu ójafnvægi Við hjálpum fólki að breyta mataræði og taka úr því fíknivalda og síðan heila undirliggjandi tilfinningaleg og andleg vandamál sem matarfíknin hefur valdið! Nú í byrjun nýs árs bjóðum við uppá þrjá kosti: 1. 5 vikna Nýtt líf námskeiðið fyrir byrjendur og endurkomufólk sem hefst 4.1.20. 2. 10 daga meðferðarnámskeið með Dr. Toverud í meðferð sem tekur á huglæga, tilfinningalega og andlega þætti vandans, sem hefst 24.1.20. 3. Möguleika á að taka þessi námskeið saman. Endilega kíkið á síðuna okkar og skoðið dagskrána! FRÁ MATARFÍKNIMIÐSTÖÐINNI: Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. og Dr. Guttorm Toverud MFM MIÐSTÖÐIN, Síðumúla 33, 108, Reykjavík esther@mfm.is • 699 2676 • www.matarfikn.is 28 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.