Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 62
Heimagerð kryddolía er mjög góð ofan á salatið.
Það er einfalt að gera sína eigin kryddolíu. Það er hægt að gera chili-, hvítlauks, eða
basilolíu sem er gott að nota með
salati, pitsu eða til að bragðbæta
fisk eða kjöt. Nota þarf vandaða
og góða jómfrúarolíu.
Góð ólífuolía
Chili-pipar
Hvítlauksbátar
Krydd eins og kanill, stjörnuanís,
basil eða annað.
Skolið kryddjurtir og þerrið.
Hvítlaukurinn er skorinn smátt.
Chili-pipar má nota heilan. Setjið
olíu í hreina f lösku og setjið hvít-
lauk eða annað það krydd sem þið
hafið valið ofan í. Best er að láta
þetta standa í nokkra daga til að
bragðið nái að brjóta sig.
Það er auðvelt að gera kryddolíu
og hægt að nota hugmyndaf lugið
til að auka úrvalið. Til dæmis gera
sítrónuolíu eða aðrar skemmti-
legar bragðtegundir.
Heimagerð kryddolía
Mikilvægt er að kenna börnum
góða tannumhirðu frá unga aldri.
Mikilvægt er að börn læri að þeim líði vel með hreinar og heilbrigðar
tennur. Mælt er með því að
hreinsa tennurnar eftir mat og
fyrir svefn, að lágmarki tvisvar á
dag og tvær mínútur í senn. Nota
skal tannkrem með mildu bragði
og 1.000-1.500 ppm f lúorstyrk en
f lúor herðir glerung tannanna og
er því mikilvæg vörn gegn tann-
skemmdum.
Börn yngri en 10 ára þurfa
aðstoð við tannburstun og sum
þurfa aðstoð með tannþráðinn
lengur. Byrja skal að bursta
tennur barna þegar fyrsta tönnin
kemur í ljós. Tannburstinn á að
vera með þéttum, mjúkum hárum
á nettum haus, með skafti sem
passar í fullorðinshendi. Hreinsa
skal með tannþræði einu sinni á
dag.
Yngstu börnin er best að hafa
vel skorðuð í útaf liggjandi stöðu,
til dæmis á skiptiborði eða í fangi
foreldris. Burstið með litlum
nuddhreyfingum, fram og aftur,
utan og innan á tönnunum og
bursta vel ofan í bitf letina. Ekki
skola tannkremið af tönnunum,
bara skyrpa svo f lúorinn virki
lengur.
Heimild: Embætti landlæknis
Burstum saman
til 10 ára aldurs
Gott ráð til að auka hreyfingu er að
nota stigann í stað þess að taka lyftu.
Fyrir margt fólk er líkams-rækt eitthvað sem það gerir aukalega, ef það hefur lausan
tíma. Það er miklu auðveldara að
bæta reglulegri hreyfingu inn í
líf sitt ef hreyfingin verður hluti
af daglegri rútínu. Það tekur ekki
nema um það bil einni mínútu
meira að ganga upp tröpp-
urnar upp á þriðju hæð en að taka
lyftuna. Í vinnunni er hægt að
hafa minna vatnsglas við höndina
svo það þurfi oftar að standa upp
og fylla á. Þá er sniðugt að venja
sig á að ganga til vinnufélaganna
til að koma skilaboðum áleiðis
í stað þess að nota tölvupóst. Ef
fólk passar upp á að hreyfa sig
reglulega yfir daginn þá kemur
það síður að sök þó fólk missi af
einum og einum degi í ræktinni.
Ráð til að auka
hreyfingu
Íþróttavöruverslun
Sundaborg 1 Sími 553 0700
NÆG BÍLASTÆÐI VIÐ VERSLUN Fylgdu okkur á
Öll helstu merkin á einum stað
Opnunartími
Virka daga 11-18
Laugardaga 11-16
32 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA