Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 66

Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 66
ÞAÐ VAR ÁRSHÁTÍÐ HÚSMÆÐRASKÓLANS Á LAUGARVATNI OG MIKIÐ KVENNAVAL Á ÞESSU BALLI. ÉG VAR EKKI FYRR SESTUR EN ÉG SÁ UNGA DÖMU VIÐ BORÐ NÁLÆGT MÉR OG ÉG VISSI SAM- STUNDIS AÐ ÞETTA MUNDI VERÐA KONAN MÍN. Ljúfir orgeltónar berast til okkar Ernis ljósmyndara er við stígum út úr bíl að Forsæti í Flóa. Þar standa húsin þétt en við göngum á hljóðið. Í galleríinu Tré og list hittum við fyrst fyrir Berg- þóru Guðbergsdóttur húsfreyju. Það er maður hennar, Ólafur Sigurjóns- son, sem er að spila á eigið pípuorg- el í afmörkuðu rými innst í húsinu. Þar er orgelstofan með fimm hljóð- færum. Hún var vígð með viðhöfn fyrr á þessu ári, að sögn Bergþóru. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi. Þetta er gamla orgelið úr Landakirkju sem var þar fyrir gos,“ útskýrir Ólafur þegar hann hefur lokið leik sínum. Hann segir þetta tilkomumikla hljóðfæri hafa árum saman verið í bílskúrsenda hjá honum, þar hafi hann líka spilað á það. „Við opnuðum galleríið 2007 og það var orðin sterk löngun hjá mér að fá orgelið hingað inn, svo við ákváðum að stækka húsið með viðbyggingu sem væri helguð tón- listinni.“ Ólafur neitar því ekki að f lutn- ingur og uppsetning hljóðfærisins hafi tekið á. „Bara pípurnar eru 1.033, stórar og smáar. En ég reif orgelið niður og varð að gjöra svo vel að setja það upp aftur. Það var auðvitað í annað sinn því ég fór með tveimur bræðrum mínum og einum frænda til Eyja með Herjólfi að sækja það í nóvember 1977, í alveg kolbrjáluðu veðri. Við rifum orgelið niður á einum og hálfum sólarhring, sváfum mjög lítið, vorum aðþrengd- ir með tíma því Herjólfur gekk ekki daglega.“ Áður segir hann tvo menn hafa komið frá verksmiðjunni til Eyja og dæmt hljóðfærið þannig að ekki svaraði kostnaði að gera við það svo ákveðið hafi verið að kaupa nýtt í Landakirkju. Hann hafi þekkt orgelið eftir að hafa spilað á það í nokkrum athöfnum í Eyjum eftir gos. „Ég bauð 500 þúsund og því boði var tekið.“ Býst hann við að Eyjamenn sjái eftir því nú? „Ég veit það ekki. Það hafa komið gestir hingað sem tárfella þegar þeir sjá gamla hljóðfærið sem þeir voru skírðir og fermdir og giftir við. En orgelið fór þó ekki fyrir björg.“ Smíðað og spilað Ásamt því að vera byggingarmeist- ari í fullri vinnu kveðst Ólafur hafa verið organisti og kórstjóri í hjá- verkum nánast alla ævi. „Ég spilaði hér í Villingaholti, eitt ár á Selfossi og þó nokkur ár í Hveragerði, eitt ár í Skálholtsdómkirkju og svo í for- föllum um allt héraðið og í Eyjum. Á sumrin var ég flestar helgar bund- inn yfir að spila við jarðarfarir hér í sýslunni á laugardögum. Það voru ekkert margir sem vildu fyrirvara- lítið spila við stórar jarðarfarir. Vissulega gat það verið erfitt og átakanlegt en það veitti mér ánægju að gera þetta fyrir fólk.“ Hvernig fór saman að vera smiður og organisti? Varstu ekki stöðugt hræddur um að skaða puttana? „Ég ber náttúrlega virðingu fyrir vélum en ég er svo heppinn að hafa alla fingur heila. Auðvitað gat verið erfitt að vera í steypuvinnu allan föstudaginn og fara svo beint að spila í tveimur jarðarförum og brúðkaupi á laugardegi og messu á sunnudegi.“ Bergþóra skýtur því inn í að hann Ólafur sé rosalegur orkubolti. „Plúsinn var að þetta voru svo ólík störf,“ segir maður hennar. „Ég stjórnaði Karlakór Selfoss í tíu ár og þegar ég var búinn að vera í smíði allan liðlangan daginn gat ég hent mér í sturtu, sofnað smá stund, horft á veðurfréttir og farið svo á Selfoss, þá var eins og byrjaði nýr dagur. Andinn var svo góður í kórnum og það var svo gaman að ég kom minna þreyttur heim en þegar ég fór. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki hreina skyrtu í skápnum, nærföt eða sokka eða fá ekki mat á réttum tíma. Mitt starf var að hálfu leyti starf konunn- ar minnar líka, í raun og veru. Við Orgelið fór þó ekki fyrir björg Hjónin Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir í Forsæti í Flóa eiga saman farsæl fimmtíu ár að baki. Meðal verkefna þeirra er gallerí sem þau nefna Tré og list. Orgelstofan er þar nýjasta viðbótin. Ólafur og Bergþóra eiga um fimmtíu ára samleið að baki og hjálpast að við safnvörsluna í Tré og list. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verkstæðishorn til minningar um Sigurjón Kristjánsson, föður Ólafs. Næstar eru hinar nettu spunavélar sem náðu miklum vinsældum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.