Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 74
Hvað skyldi nú árið
2020 bera í skauti sér
fyrir Konráð og félaga?
Ætli þau muni komast
í gegnum allar þrautir
ársins?
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
284
En þú, kemst þú í gegnum völundarhús ársins?
?
?
?
2020
2019
Arnar Dagur Grétarsson er sex ára
Garðbæingur sem byrjaði í skóla í
haust en nýtur þess að vera í jólafríi
núna, eins og önnur skólabörn.
Finnst þér gaman að vera í skóla,
Arnar Dagur? Já, mjög gaman, ég á
góða vini í skólanum. Barnaskólinn
á Vífilsstöðum er uppáhaldsskólinn
minn.
En hvað finnst þér best við jólin?
Það er gaman að halda upp á jólin
og vera í jólafríi með fjölskyldunni.
Hvert er uppáhalds jólalagið þitt?
Snjókorn falla.
Hefurðu hitt einhverja jólasveina?
Já, ég held ég hafi hitt alla nema Ket-
krók.
Hvað ætlar þú nú að gera um ára-
mótin? Hafa gaman, sprengja flug-
elda og fara á brennuna og líka
borða góðan mat með fjölskyld-
unni. Eina sem mér finnst vont við
áramótin er að við mengum jörðina
með flugeldunum.
Góðan mat, segirðu. Hver er besti
maturinn sem þú hefur smakkað?
Nautakjöt og pulsur.
Hvernig finnst þér skemmtileg-
ast að leika? Eltinga- og feluleikir
og leikir sem ég bý til sjálfur með
vinum mínum. Líka leikur sem
heitir Apajörð.
Er einhver bók í uppáhaldi hjá
þér? Það eru nokkrar góðar bækur,
mér finnst skemmtilegt að lesa
bækur eftir Ævar vísindamann,
þar sem ég má velja hvað gerist
næst, líka jólabækur og bækur eftir
Stjörnu-Sævar, af því mér finnst
vísindi skemmtileg.
Manstu eftir einhverju skrýtnu
eða skemmtilegu sem þú hefur
lent í? Ég hef fengið skrýtin bréf frá
jólasveinunum. Svo er lífið mitt allt
bara skemmtilegt.
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór? Vísindamaður,
kannski læknir eða kennari.
Langar að verða
vísindamaður
Arnar Dagur Grétarsson hefur fengið
skrýtin bréf frá jólasveininum. Hann
hefur hitt alla nema Ketkrók.
Eltinga- og feluleikir og leikir sem ég bý til sjálfur með vinum mínum eru
skemmtilegastir, segir Arnar Dagur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EINA SEM MÉR FINNST
VONT VIÐ ÁRAMÓTIN
ER AÐ VIÐ MENGUM JÖRÐINA
MEÐ FLUGELDUNUM.
Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður,
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn,
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt vér dansinn stígum;
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum…
Nú syngjum við!
n Í Suður-Afríku henda sumir
gömlum húsgögnum og
tækjum út um gluggann á mið-
nætti.
n Í Danmörku henda sumir
gömlum diskum og glösum í
hurðir heima hjá ættingjum
sínum.
n Á Spáni borða margir 12 vínber
á miðnætti þegar nýtt ár gengur
í garð.
n Í Chile borða margir eina skeið
af linsubaunum á miðnætti til
að tryggja farsæld á nýju ári.
n Í Rússlandi fagna margir nýju
ári með því að skrifa eina ósk á
blað, kveikja í blaðinu, setja það
ofan í kampavínsglas
og drekka áður en
klukkan slær eina
mínútu yfir tólf.
n Í Brasilíu klæðast
margir hvítum
fötum á gaml-
árskvöld.
Um áramót
Máninn hátt á himni skín
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR