Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 79
Burlesk-jólaenglar nir í f jöl l i s t a hó pnu m Dömur og herra koma fram á Gauknum á sunnudaginn, 29. des-ember, klukkan 21.00.
Dömur og herra er kabaretthópur
sem hefur verið starfandi í þrjú ár.
Hópurinn sérhæfir sig í burlesk-
listum og hefur gert garðinn frægan
bæði hérlendis og erlendis enda eru
meðlimir hópsins, tólf talsins, þar
af einn herra, þrautreyndir í sviðs-
framkomu og skemmtilegheitum.
„Sýningin er samansafn af stutt-
um atriðum. Þetta er ekki sam-
felld leiksýning heldur meira eins
og revía eða kabarett með dans-
atriðum, grínatriðum og söng,“
segir Brynhildur Björnsdóttir sem
er meðlimur í hópnum og semur
söngtexta og syngur. „Kabarett-
menning hefur verið að ryðja sér til
rúms hér á landi undanfarin ár og
er greinilega nokkuð sem Íslend-
ingar eru greinilega tilbúnir að taka
opnum örmum.“
Nektin ekki aðalatriði
Hópurinn leggur mikið upp úr
glæsilegum búningum. „Við erum
með gríðarlega góða búninga-
hönnuði og saumafólk í okkar hópi
sem hannar og saumar á sig sjálft.
Búningarnir skipta miklu máli
en sýningin snýst fyrst og fremst
um gleði, frelsi og líkamsvirðingu.
Við erum fólk af ýmsum stærðum
og gerðum, sem er meðal annars
styrkur okkar,“ segir Brynhildur.
Sýningin er ekki ætluð áhorf-
endum undir 18 ára aldri. „Það
eru engin of beldisatriði í sýning-
unni. Bannið stafar af nektinni.
Við fækkum fötum en erum samt
ekki kviknakin,“ segir Brynhildur.
„Meirihluti gesta á sýningum okkar
er konur sem finnst gaman að sjá
kvenlíkamann í óhátíðlegu ljósi.
Við sýnum líkama sem eru raun-
verulegir og erum að vinna með
alls konar hluti sem konur þekkja
og tengja við. Nektin er aldrei aðal-
atriðið heldur aðferð til að túlka og
tjá eitthvað annað.“
Finnskur gestur
Sérstakur gestur á sýningunni er
hinn finnski Niki Blomberg. „Hann
er bæði magnaður og skemmti-
legur,“ segir Brynhildur. „Það er
eiginlega ekki hægt að lýsa því sem
hann gerir, það kemst næst því að
vera eins konar dansgjörningur.“
Kynnir kvöldsins er Margrét Erla
Maack. „Hún er frumkvöðull þess-
arar senu hérna á Íslandi og í góðum
tengslum við erlenda listamenn,
sérstaklega í New York en líka í
Skandinavíu. Á næsta ári verður
hún með mánaðarlegar sýningar og
þar verða erlendir listamenn meðal
þátttakenda og við sem erum í
Dömur og herra fáum að njóta góðs
af því, en hluti af hópnum tekur þátt
í sýningunni,“ segir Brynhildur.
Gleði, frelsi og líkamsvirðing
Fjöllistahópurinn Dömur og herra með sýningu á Gauknum.
Finnskur gestur með dansgjörning. Sýningin bönnuð innan 18.
Hópurinn leggur mikið upp úr glæsilegum búningum. MYND/YANSHU LI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
VIÐ SÝNUM LÍKAMA
SEM ERU RAUNVERU-
LEGIR OG ERUM AÐ VINNA MEÐ
ALLS KONAR HLUTI SEM KONUR
ÞEKKJA OG TENGJA VIÐ.
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
Kynning: Opið hús vegna breytingar
á aðalskipulagi Snæfellsbæjar
2015 - 2031
Mánudaginn 6. janúar 2020 kl. 15:00-18:00 verður haldið opið
hús í Ráðhúsi Snæfellsbæjar við Klettsbúð 4 á Hellissandi
þar sem drög breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar
vegna fyrirhugaðs golfvallar sunnan Rifs verða kynnt.
Breytingin fellst í að óbyggðu svæði er breytt í íþróttasvæði (ÍÞ-3)
þar sem fyrirhugaður golfvöllur mun verða. Breyting verður því á
þéttbýlisuppdrætti Hellissands og Rifs.
Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér
skipulagshugmyndir strax á frumstigi.
Eftir kynningu á opnu húsi verða skipulagsgögn lögð fyrir
bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa
ofangreindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera
athugasemdir vera að minnsta kosti 6 vikur.
Davíð Viðarsson
skipulags- og byggingarfulltrúi
Þú færð Víg Þorvalds á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Samsett kaka sem skýtur beint upp með
stigmagnandi hraða. Litaðar kúlur sem að
skjótast upp og springa í rauð, græn og blá
pálmablóm með silfruðu glitrandi leiftri.
Rauðar, grænar og bláar stjörnur með
gulllituðum brakandi pálmum sem brestur í.
skot
85
SEK
5
5
15
98
kg
D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S
30
ÁRA
1989 2019
LOKAÐ
UM HELGINA
OPNUM NÆST
4. - 5. JANÚAR 2020
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 39L A U G A R D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9