Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 6

Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 6
5.MYND þessu tagi eru á nokkrum mjóum svuntuböndum frá Austurbotni. Þar mynda allir munsturþræðirnir lausa- slöngur í einu, yfir 3 og undir 3 samliggjandi fyrirdrög (eða 4 og 4). Þessi bönd er mjög auðvelt að vefa með að- stoð lausahafalda. Mér er kunnugt um fjögur mjó bönd af þessari gerð, öll frá Suður-Austurbotni. Leifar af breiðum gömlum aktaumi („kyrktöm”) unnum með sama hætti, hafa fundist við Finström á Álandi. I bók Halldóru Bjarna- dóttur, VEFNAÐI, er annað band frá vinstri á 81. litmynd með samskonar munstri. I Jokkmokk í Svíþjóð eru til samabönd með sömu munsturgerð, bæði breið og mjó, og á safninu í Tromsö eru samabönd af s\ ipaðri gerð. Aðeins eitt svæði hef ég fundið, þar sem þekking á bandgrindum með tvöfaldri gataröð hefur varðveist fram á þennan dag. Það er eyjaklasinn vestan við Vasa, Bjarkey og eyjarnar þar í kring, en munsturgerðin hefur tekið tals- verðum breytingum. Tveir og tveir samstæðir munstur- þræðir iiggja yfir og undir tvö og tvö fyrirdrög og mynda tígla og tímaglös, sem stundum eru aðskilin með þverlín- um. Frá Bjarkey kom athyglisverð vitneskja - þetta mun- stur var ofið með lausahöföldum í tveim litum. Þar sem heimildamaður man ekki nákvæmlega smáatriði, er eftir- farandi lýsing á útfærslu og notkun lausahafalda að nokkru byggð á eigin reynslu: Samstæðu höföldin t\ö og tvö eru höfð til skiptis blá eða hvít. Þau eru fest við hafalda- svein (= sívöl smáspýta eða þéttur tusku- eða pappírsvafn- ingur), þau bláu fyrir framan og hvítu fyrir aftan, 5. mynd. Með þessum útbúnaði er mjög auðvelt að telja út í munstur- þræðina, einnig að hækka þá og lækka með því að snúa haf- aldasveininum að sér eða frá. Bandið sem er lengst til hægri á 81. litmynd í VEFNAÐI er auðvelt að vefa með þessari aðferð - munstrið er náskylt Bjarkeyjarbandinu. Það væri feykilega áhugavert að fá nánari rannsókn á þessum banda- gerðum á samnorrænu sviði, e.t.v. gæti þáttur sama gefið mikilvæga vísbendingu, þar sem bandgrindur með tvöfaldri gataröð eru til hjá ölium samaþjóðflokkum Norðurlanda. Barbro Gardberg samdi greinina fyrir Hug og hönd, SH þýddi úr sænsku. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.