Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Page 11

Hugur og hönd - 01.06.1981, Page 11
Heklið eina umferð fastahekl, snúið við og heklið aðra umferð til baka. Slítið frá og felið enda. Blúnda: Notið stutta prjóna, litur nr. 2. Fitjið upp 9 lykkjur. Prjónið 8 1 sl, og takið síðustu 1 fram- af óprj með þráðinn fyrir framan. Næsta umf: Prjónið fyrstu 1 snúið sl = 1 lykkjujaðarslykkja = 1 ljl-6 1 sl-1 1 br- 1 1 sl. Munstur: 1. umf. 3 1 sl-(br b um pr-2 1 sl sm) 2svar-br um pr-1 1 sl-1 ljl. 2. umf. 1 ljl-7 1 sl-1 1 br-1 1 sl. 3. umf. 4 1 sl-(br um pr-2 1 sl sm) tvisvar-br b um pr-1 1 sl-1 ljl. 4. umf. 1 ljl-8 1 sl-1 1 br-1 1 sl. 5. umf. 5 1 sl-(br b um.pr-2 1 sl sm) tvisvar-br um pr-1 1 sl-1 ljl. 6. umf. 1 ljl-9 1 sl-1 1 br-1 1 sl. 7. umf. 6 1 sl-(br b um pr-2 1 sl sm) tvisvar-br b um pr-1 1 sl-1 ljl. 8. umf. 1 ljl-l() 1 sl-1 1 br-1 1 sl. 9. umf. 7 1 sl-(br b um pr-2 1 sl sm) tvisvar-br um pr-1 1 sl-1 ljl. 10. umf. 1 ljl-11 1 sl-1 1 br 1 1 sl. 11. umf. 8 1 sl-(br b um pr-2 1 sl sm) tvisvar-br b um pr-1 1 sl-1 ljl. 12. umf. Fellið af 6 1-prj 6 1 br-1 1 sl. Endurtakið þessar 12 umferðir þar til blúndan er orðin jafn löng ytri brún sjalsins. Síðasta umferð sé sú 11. Síðan fellt af. Best er að næla með litlum ör- yggisnælum hornrétt á jaðrana, svo þeir rétt kyssist. Nælið blúnduna við sjalið aðgætið að miðja blúndu standist á við miðju á sjali. Notið grófa oddlausa nál og saumið með sama garni og blúndan var prjónuð úr. Saumiö frá réttu og byrjiö í oddinum með því að festa þráðinn á röngu blúndunnar. Stingið svo nálinni upp í bilið milli slétta lykkjukantsins í jarði blúndunnar og jaðarslykkju. Stingið nálinni næst yfir á réttu á sjal- inu milli affellingar og síðustu umf. Saumið eitt spor með því að stinga nálinni aftur yfir á réttu blúndunnar þar sem þráðurinn kom upp í síðasta spori. Saumið eitt spor meðfram slétta lykkjukantinum. Stingið nálinni yfir á réttu sjalsins þar sem þráðurinn kom upp síðast, saumið eitt spor o.s.frv. Saumið þannig áfram, ef tekið er nokkuð þétt í sést saumurinn lítið og lykkjujaðarskanturinn á blúndunni ásamt síðustu umf. sjalsins myndar beina snúru. Þá er sjalið pressað létti- lega. Lögun sjalsins er eins og stór kragi og er ætlast til að það sé bundið um mitti, þess vegna eru festar snúrur í hornin beggja vegna, þar sem mætist hekluð brún og blúnda. Snúran er hekluð út tvöföldu garni eins og sjálft sjalið var prjónað úr, hekluð með loftlykkjum. Hvor snúra ca 50-60 cm löng. Búinn er til úr sama garni lítill skúfur með því að vefja garninu 18-20 sinnum um þrjá fingur. Skúfurinn festur við annan endann, en hinn festur við sjalið. HUGUR OG HÖND 11

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.